Skemmtun fór úr böndunum þegar kveikt var í dverg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2013 12:12 Leikmaður St. Kilda í áströlskum fótbolta hefur verið sektaður um andvirði 300 þúsund íslenskra króna fyrir að kveikja í dverg á skemmtun í gær. Skemmtikrafturinn Blake Johnston var fenginn til þess að skemmta á uppskeruhátíð St. Kilda á mánudag. Skemmtunin fór úr böndunum þegar Clinton Jones, leikmaður St. Kilda, kveikti í fötum Johnston sem er dvergur. Forráðamenn St. Kilda sendu frá sér yfirlýsingu í dag, sögðu Jones hafa beðist afsökunar og verið sektaður um ofangreinda upphæð í takt við siðareglur leikmanna deildarinnar. Jones sagðist sjálfur í yfirlýsingu hafa beðið Johnston afsökunar á athæfi sínu. „Strákarnir í liðinu tóku sér ýmislegt fyrir hendur á uppskeruhátíðinni. Sumt sem þar fór fram var barnalegt. Ég gerði mistök með því að draga Johnston inn í einn gjörninginn,“ sagði Jones í yfirlýsingunni.Blake Johnston (t.h.) ásamt Ron Jeremy.Mynd/Heimasíða „Dwarf my party“Johnston segist hafa ráðfært sig við lögmenn en tekið þá ákvörðun að sækja hvorki leikmanninn né félagið til saka. Johnston, sem starfar hjá afþreyingarfyrirtækinu „Dwarf My Part“, segir að kveikt hafi verið í fötum sínum með kveikjara. Hann segist ekki hafa getað fullyrt hver kveikti í fötunum enda voru leikmennirnir klæddir grímubúningum. Atvikið hefur vakið töluverða athygli í Ástralíu. Andrew Demetriou sat fyrir svörum í sjónvarpsþætti í gærkvöldi en gat ekki haldið aftur af hlátri sínum þegar honum var tjáð hvað gerst hafði. „Ég hélt að þeir væru að grínast í mér, að þetta væri brandari,“ sagði Demtriou í afsökunarbeiðni. Í spilaranum að ofan má sjá frétt 7News í Ástralíu málið. Þar er meðal annars rætt við kollega Johnston hjá afþreyingarfyrirtækinu sem varð vitni að atburðinum. Þá má má lesa um þetta stórskrýtna mál hér. Íþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti Sjá meira
Leikmaður St. Kilda í áströlskum fótbolta hefur verið sektaður um andvirði 300 þúsund íslenskra króna fyrir að kveikja í dverg á skemmtun í gær. Skemmtikrafturinn Blake Johnston var fenginn til þess að skemmta á uppskeruhátíð St. Kilda á mánudag. Skemmtunin fór úr böndunum þegar Clinton Jones, leikmaður St. Kilda, kveikti í fötum Johnston sem er dvergur. Forráðamenn St. Kilda sendu frá sér yfirlýsingu í dag, sögðu Jones hafa beðist afsökunar og verið sektaður um ofangreinda upphæð í takt við siðareglur leikmanna deildarinnar. Jones sagðist sjálfur í yfirlýsingu hafa beðið Johnston afsökunar á athæfi sínu. „Strákarnir í liðinu tóku sér ýmislegt fyrir hendur á uppskeruhátíðinni. Sumt sem þar fór fram var barnalegt. Ég gerði mistök með því að draga Johnston inn í einn gjörninginn,“ sagði Jones í yfirlýsingunni.Blake Johnston (t.h.) ásamt Ron Jeremy.Mynd/Heimasíða „Dwarf my party“Johnston segist hafa ráðfært sig við lögmenn en tekið þá ákvörðun að sækja hvorki leikmanninn né félagið til saka. Johnston, sem starfar hjá afþreyingarfyrirtækinu „Dwarf My Part“, segir að kveikt hafi verið í fötum sínum með kveikjara. Hann segist ekki hafa getað fullyrt hver kveikti í fötunum enda voru leikmennirnir klæddir grímubúningum. Atvikið hefur vakið töluverða athygli í Ástralíu. Andrew Demetriou sat fyrir svörum í sjónvarpsþætti í gærkvöldi en gat ekki haldið aftur af hlátri sínum þegar honum var tjáð hvað gerst hafði. „Ég hélt að þeir væru að grínast í mér, að þetta væri brandari,“ sagði Demtriou í afsökunarbeiðni. Í spilaranum að ofan má sjá frétt 7News í Ástralíu málið. Þar er meðal annars rætt við kollega Johnston hjá afþreyingarfyrirtækinu sem varð vitni að atburðinum. Þá má má lesa um þetta stórskrýtna mál hér.
Íþróttir Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti Sjá meira