Körfubolti

Elvar Már með 25 og 10 á rúmum tuttugu mínútum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur,  kvartar ekki mikið yfir Elvari Má þessa dagana.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, kvartar ekki mikið yfir Elvari Má þessa dagana. Mynd/Valli
Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með Fjölni í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en Njarðvík vann 119-66 sigur á 1. deildarliðinu í Ljónagryfjunni. Skallagrímsmenn unnu Hamar á sama tíma og ætla að berjast við Stjörnumenn um sæti í undanúrslitum keppninnar.

Elvar Már Friðriksson, leikstjórnandi Njarðvíkinga, spilaði bara í rúmar 20 mínútur en var engu að síður með 25 stig og 10 stoðsendingar. Ágúst Orrason var stigahæstur hjá Njarðvík með 26 stig  en Logi Gunnarsson skoraði 19 stig.

Elvar Már hefur spilað fjóra leiki í Lengjubikarnum í ár og í þeim er kappinn með 28,5 stig og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Njarðvíkingar eru líka í góðum málum í riðlinum enda búnir að vinna alla fjóra leiki sína.

Davíð Ásgeirsson skoraði 23 stig fyrir Skallagrím og Egill Egilsson var með tröllatvennu (20 stig, 22 fráköst og 5 stoðsendingar) þegar Skallagrímur vann 10-492 sigur á Hamar í sömu keppni í kvöld. Davíð Guðmundsson skoraði 19 stig fyrir Skallagrím og Orri Jónsson var með 17 stig og 10 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×