Viðskipti erlent

Nýja stýrikerfið í iPhone kemur á morgun

Boði Logason skrifar
Svona lítur svokallað „Control center“ út í nýjustu uppfærslunni.
Svona lítur svokallað „Control center“ út í nýjustu uppfærslunni.
Eigendur iPhone geta á morgun hlaðið niður nýjustu uppfærslunni af iOS stýrikerfinu, sem nefnist iOS 7. Netverjar segja að breytingin sé sú mesta í sex ára sögu iPhone símans.

Allir sem eiga nýjustu símana, iPhone 4 og eldri, geta uppfært þá.

Stýrikerfið þykir litríkara og þægilegra í allri umgengni, auk þess sem bætt hefur verið við margvíslegri virkni í símana, svo sem fingrafaralæsingu. Það eru þó ekki allir sammála um ágæti hennar, eins og fjallað var um á Vísi í gær.

Þegar stýrikerfið var kynnt í jún sagði aðalhönnuðurinn að með nýja stýrikerfinu væru eigendur í raun að fá sér nýjan síma - slík væri breytingin. Hægt verður að nota svokallað „multi-tasking“ til að fara á milli forrita. 

Svokallað„Control center“ verður í boði þar sem flýtihnappar eru á margar aðgerðir, svo sem að slökkva og kveikja á þráðlausa netinu. Einnig er búið að breyta myndavélinni rækilega, og er auðveldara að skipta á milli myndbandsupptökuvélar og myndavélar. Þá verður einnig hægt að setja „filter“ á myndirnar í símanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×