Umfjöllun,viðtöl og myndir: Fram - Valur 26-27 | Dramatík í Safamýri Eyþór Atli Einarsson í Safamýri skrifar 15. september 2013 17:29 Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmark Vals í 27-26 sigri á Fram í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í dag. Leikurinn var í járnum eins og viðureignir liðanna undanfarin ár hafa verið. Í stöðunni 10-10 gáfu Framstúlkur í og munaði þar um hina ungu Ragnheiði Júlíusdóttur sem skoraði grimmt. Fram leiddi í hálfleik með tveimur mörkum 14-12 og jafnræði með liðunum. Stórleikur Ragnheiðar hélt áframi í síðari hálfleik, en Valskonur gerðust sekar um ansi mörg tæknileg mistök og Fram hélt þriggja til fjögurra marka forystu. Gestirnir hleyptu heimakonum þó aldrei langt fram úr og á 55. mínútu tók þjálfarateymi Vals leikhlé sem skipti sköpum fyrir Valsliðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, skellti þá í lás og það gekk hvorki lönd né strönd hjá heimastúlkum að koma boltanum í netið. Hrafnhildur Skúladóttir jafnaði metin í 26-26 þegar ein mínúta var eftir og Fram tapaði boltanum í næstu sókn. Kristín Guðmundsdóttir tók af skarið fyrir Val og skoraði sigurmark Valskvenna. Dramatískar lokamínútur. Hjá Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með ellefu mörk en Hrafnhildur Skúladóttir skoraði tíu fyrir Val. Sunneva Einarsdóttir varði átta skot í marki Framara og Guðný Jenný 22 í marki Vals. Stefán: Reynslan var dýrmæt„Þetta er einkennandi fyrir karekterinn í liðinu. Þær gefast aldrei upp,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Valskvenna sáttur við úrslitin. „Við gerðum alltof mörg tæknileg mistök í sóknarleik okkar og varnarleikurinn var sömuleiðis ekki góður.“ „Reynslan í liðinu var dýrmæt í lokin,“ sagði Stefán en þar munaði mestu um Hrafnhildi Skúladóttur sem hokin er af reynslu. Halldór: Grátlegt að tapa niður forystunniMynd/Daníel„Virkilega grátlegt að tapa niður leik á lokasekúndum leiksins,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Framkvenna ósáttur eftir tap gegn Val. „Það sýndi sig í dag að við erum með ungt og gott lið en reynslan vegur þungt í svona spennu og reynslan var meiri í Valsliðinu.“ „Ég set spurningarmerki við dómgæsluna síðustu tíu mínúturnar. Þá sérstaklega þegar Steinunn Björnsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sakir. Á þeim tímapunkti komust Valsstúlkur inn í leikinn og þær kláruðu leikinn vel,“ sagði Halldór súr að lokum.Mynd/Daníel Íslenski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmark Vals í 27-26 sigri á Fram í Meistarakeppni HSÍ í Safamýri í dag. Leikurinn var í járnum eins og viðureignir liðanna undanfarin ár hafa verið. Í stöðunni 10-10 gáfu Framstúlkur í og munaði þar um hina ungu Ragnheiði Júlíusdóttur sem skoraði grimmt. Fram leiddi í hálfleik með tveimur mörkum 14-12 og jafnræði með liðunum. Stórleikur Ragnheiðar hélt áframi í síðari hálfleik, en Valskonur gerðust sekar um ansi mörg tæknileg mistök og Fram hélt þriggja til fjögurra marka forystu. Gestirnir hleyptu heimakonum þó aldrei langt fram úr og á 55. mínútu tók þjálfarateymi Vals leikhlé sem skipti sköpum fyrir Valsliðið. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, skellti þá í lás og það gekk hvorki lönd né strönd hjá heimastúlkum að koma boltanum í netið. Hrafnhildur Skúladóttir jafnaði metin í 26-26 þegar ein mínúta var eftir og Fram tapaði boltanum í næstu sókn. Kristín Guðmundsdóttir tók af skarið fyrir Val og skoraði sigurmark Valskvenna. Dramatískar lokamínútur. Hjá Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir markahæst með ellefu mörk en Hrafnhildur Skúladóttir skoraði tíu fyrir Val. Sunneva Einarsdóttir varði átta skot í marki Framara og Guðný Jenný 22 í marki Vals. Stefán: Reynslan var dýrmæt„Þetta er einkennandi fyrir karekterinn í liðinu. Þær gefast aldrei upp,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Valskvenna sáttur við úrslitin. „Við gerðum alltof mörg tæknileg mistök í sóknarleik okkar og varnarleikurinn var sömuleiðis ekki góður.“ „Reynslan í liðinu var dýrmæt í lokin,“ sagði Stefán en þar munaði mestu um Hrafnhildi Skúladóttur sem hokin er af reynslu. Halldór: Grátlegt að tapa niður forystunniMynd/Daníel„Virkilega grátlegt að tapa niður leik á lokasekúndum leiksins,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Framkvenna ósáttur eftir tap gegn Val. „Það sýndi sig í dag að við erum með ungt og gott lið en reynslan vegur þungt í svona spennu og reynslan var meiri í Valsliðinu.“ „Ég set spurningarmerki við dómgæsluna síðustu tíu mínúturnar. Þá sérstaklega þegar Steinunn Björnsdóttir fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir litlar sakir. Á þeim tímapunkti komust Valsstúlkur inn í leikinn og þær kláruðu leikinn vel,“ sagði Halldór súr að lokum.Mynd/Daníel
Íslenski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti