Bardagakempurnar úr Mjölni stóðu sig vel á Euro Fight Night í Dublin í kvöld. Fjórir sigrar unnust en Sunna Davíðsdóttir tapaði naumlega gegn Amöndu English á stigum.
Bjarki Ómarsson, Björn Diego Valencia, Bjarki Þór Pálsson og Egill Öyvind Hjördísarson fóru á kostum í bardögum sínum og lönduðu glæsilegum sigrum.
Sunna sýndi fína takta gegn enska andstæðingi sínum en mátti játa sig sigraða á stigum.
Sport