Umfjöllun og viðtöl: Haukar - OCI Lions 30-18 | Öruggt hjá Haukum Sigmar Sigfússon í Schenker-höllinni skrifar 14. september 2013 16:43 Haukar unnu þriggja marka sigur í gær. Mynd/Daníel Haukar tóku OCI Lions frá Hollandi í kennslustund í síðari leik liðanna í forkeppni EHF-bikarsins í Hafnarfirði í dag. Haukar unnu tólf marka sigur og samanlagt með fimmtán mörkum í leikjunum tveimur. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu ágætis forystu fljótt í leiknum. Vörnin var góð og þá var markmaður Hauka, Giedrius Morkunas, að verja eins og berserkur í markinu. Haukamenn komust í sex marka forystu á 16. mínútu þegar staðan var 10-4. Þjálfara OCI Lions var nóg bóðið á þeim tímapunkti og tók leikhlé. Eftir það lagaðist leikur gestanna og Luuk Hoiting, markmaður OCI Lions, varði vel á þeim kafla. Helst ber að nefna þegar Sigurbergur Sveinsson tók vítakast sem hann varði. Sigurbergur náði frákastinu sjálfur og skaut strax á markið en Luuk varði aftur. Haukar stöðvuðu góða kaflann hjá gestunum undir lok hálfleiksins og staðan í leikhlé var 15-11. Leikmenn Hauka voru áberandi grimmir í leik sínum í dag. Vörnin var góð, markvarslan frábær og þá skoruðu þeir hvert hraðaupphlaupsmarkið á eftir öðru. Ef fyrri hálfleikur var eign Hauka að þá áttu þeir seinni hálfleikinn skuldlausan. Hollenskaliðið sá ekki til sólar í hálfleiknum og Giedrius Morkunas gjörsamlega lokaði markinu á tímabili. Hann varði alls 24 bolta í leiknum og var maður leiksins að margra mata. Haukar skoruðu níu mörk í röð frá 40. mínútu að 55. mínútu og Ljónin skoruðu ekki eitt einasta mark í heilt korter. Haukar unnu, 30-18, nokkuð þægilegan tólf marka sigur og eru komnir áfram í Evrópukeppninni. Adam Haukur Baumruk og Sigurbergur Sveinsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir sitt lið í dag. Patrekur: Vorum með mikla orku í dagPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var í skýjunum yfir frammistöðu sinna manna í leiknum. „Verkefnið var vel leyst í dag. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður hjá okkur í gær og okkur tókst að laga hann í dag. Þetta hefur verið eitthvað andlegt hjá leikmönnum í gær því við vorum með mikla orku í dag . Menn læra af þessu upp á framhaldið,“ sagði Patrekur. Markmannsstaðan hjá Haukum hefur verið í umræðunni eftir að Aron Rafn hvarf á braut. Þið sofið væntanlega rólegir á nóttinni yfir henni núna? „Já, Giedrius er virkilega góður markmaður og Einar Ólafur líka. Auðvitað hangir markvarslan dálítið á vörninni sem var frábær í dag. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni hjá okkur í vetur. Auðvitað er Aron Rafn okkar landsliðsmaður en þessir strákar eru mjög góðir,“ „Ég er mjög ánægður að við séum í þessari Evrópukeppni og vonast eftir að komast sem lengst í henni auðvitað. Vonandi hjálpar það okkur í deildinni að hafa fengið svona alvöru leiki rétt fyrir mótið,“ sagði Patrekur að lokum og glotti við tönn. Sigurbergur: Markvarslan var frábær í leiknum„Þessi leikur var mikil bæting frá því í gær, sérstaklega varnarlega. Við vorum að spila línuna betur inn í þetta hjá okkur í dag. Það var góður talandi innan liðsins og menn voru að finna hvorn annan,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskyttan í liði Hauka, eftir leikinn. „Svona korteri fyrir mót er gott að fá svona leiki og koma okkur í gírinn,“ „Markvarslan var frábær í leiknum og vörnin ekkert síðri. Við vorum alveg staðráðnir að bæta okkar leik frá því í leiknum í gær og það tókst,“ sagði Sigurbergur að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
Haukar tóku OCI Lions frá Hollandi í kennslustund í síðari leik liðanna í forkeppni EHF-bikarsins í Hafnarfirði í dag. Haukar unnu tólf marka sigur og samanlagt með fimmtán mörkum í leikjunum tveimur. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu ágætis forystu fljótt í leiknum. Vörnin var góð og þá var markmaður Hauka, Giedrius Morkunas, að verja eins og berserkur í markinu. Haukamenn komust í sex marka forystu á 16. mínútu þegar staðan var 10-4. Þjálfara OCI Lions var nóg bóðið á þeim tímapunkti og tók leikhlé. Eftir það lagaðist leikur gestanna og Luuk Hoiting, markmaður OCI Lions, varði vel á þeim kafla. Helst ber að nefna þegar Sigurbergur Sveinsson tók vítakast sem hann varði. Sigurbergur náði frákastinu sjálfur og skaut strax á markið en Luuk varði aftur. Haukar stöðvuðu góða kaflann hjá gestunum undir lok hálfleiksins og staðan í leikhlé var 15-11. Leikmenn Hauka voru áberandi grimmir í leik sínum í dag. Vörnin var góð, markvarslan frábær og þá skoruðu þeir hvert hraðaupphlaupsmarkið á eftir öðru. Ef fyrri hálfleikur var eign Hauka að þá áttu þeir seinni hálfleikinn skuldlausan. Hollenskaliðið sá ekki til sólar í hálfleiknum og Giedrius Morkunas gjörsamlega lokaði markinu á tímabili. Hann varði alls 24 bolta í leiknum og var maður leiksins að margra mata. Haukar skoruðu níu mörk í röð frá 40. mínútu að 55. mínútu og Ljónin skoruðu ekki eitt einasta mark í heilt korter. Haukar unnu, 30-18, nokkuð þægilegan tólf marka sigur og eru komnir áfram í Evrópukeppninni. Adam Haukur Baumruk og Sigurbergur Sveinsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir sitt lið í dag. Patrekur: Vorum með mikla orku í dagPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var í skýjunum yfir frammistöðu sinna manna í leiknum. „Verkefnið var vel leyst í dag. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður hjá okkur í gær og okkur tókst að laga hann í dag. Þetta hefur verið eitthvað andlegt hjá leikmönnum í gær því við vorum með mikla orku í dag . Menn læra af þessu upp á framhaldið,“ sagði Patrekur. Markmannsstaðan hjá Haukum hefur verið í umræðunni eftir að Aron Rafn hvarf á braut. Þið sofið væntanlega rólegir á nóttinni yfir henni núna? „Já, Giedrius er virkilega góður markmaður og Einar Ólafur líka. Auðvitað hangir markvarslan dálítið á vörninni sem var frábær í dag. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni hjá okkur í vetur. Auðvitað er Aron Rafn okkar landsliðsmaður en þessir strákar eru mjög góðir,“ „Ég er mjög ánægður að við séum í þessari Evrópukeppni og vonast eftir að komast sem lengst í henni auðvitað. Vonandi hjálpar það okkur í deildinni að hafa fengið svona alvöru leiki rétt fyrir mótið,“ sagði Patrekur að lokum og glotti við tönn. Sigurbergur: Markvarslan var frábær í leiknum„Þessi leikur var mikil bæting frá því í gær, sérstaklega varnarlega. Við vorum að spila línuna betur inn í þetta hjá okkur í dag. Það var góður talandi innan liðsins og menn voru að finna hvorn annan,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskyttan í liði Hauka, eftir leikinn. „Svona korteri fyrir mót er gott að fá svona leiki og koma okkur í gírinn,“ „Markvarslan var frábær í leiknum og vörnin ekkert síðri. Við vorum alveg staðráðnir að bæta okkar leik frá því í leiknum í gær og það tókst,“ sagði Sigurbergur að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira