Gylfi: Við vorum miklu betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2013 21:58 Gylfi Þór Sigurðsson Mynd/Valli Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik á miðju íslenska liðsins í kvöld í 2-1 sigri á Albönum í undankeppni HM. Hann var líka sáttur í leikslok. "Tilfnningin er frábær. Þetta var ógeðslega gaman, fullur völlur og frábær stemmning. Það var markmiðið að ná í fjögur stig í þessarri viku og við náðum því. Það eru því allir sáttir," sagði Gylfi Þór við hóp íslenska blaðamanna eftir leikinn. Íslenska liðið náði enn á ný stigum út úr leik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik en það hefur gerst oft í þessari undankeppni. "Við erum orðnir fínir í því að lenda undir og koma til baka. Við byrjuðum leikinn vel en svo skoruðu þeir gegn gangi leiksins. Við sýndum karakter, komum til baka og unnum þetta," sagði Gylfi. "Við vorum mikið betri í þessum leik en á móti Sviss. Við gerðum ekki eins mikið af mistökum og í þeim leik enda var varnarlínan hærri og það var minna bil á milli allra í liðinu. Þetta var mikið betur," sagði Gylfi. Gylfi fékk slæmt spark frá Lorik Cana í seinni hálfleik en harkaði af sér og kláraði leikinn. "Löppin er svolítið marin og svolítið bólgin en ég held að hún verði orðin ágæt eftir tvo daga," sagði Gylfi. "Við vissum það að með sigri í dag þá myndi þetta líta ágætlega út. Við eigum nú mikilvægan heimaleik á móti Kýpur næst og við verðum bara að vinna hann," sagði Gylfi. Íslenska liðið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks en svo var svolítið stress í leik liðsins á lokakafla leiksins. "Það gerist sjálfkrafa þegar menn eru orðnir þreyttir að við dettum aðeins niður. Við duttum kannski aðeins of neðarlega en við náðum að halda þetta út í lokin sem var ágætt," sagði Gylfi og hann var mjög ánægður með leik liðsins. "Við vorum miklu betri og betri á öllum sviðum, betri varnarlega og miklu hættulegri sóknarlega. Ég held að þetta hafi verið einn af betri leikjunum okkar í þessari undankeppni," sagði Gylfi. Gylfi lék að þessu sinni á miðjunni og við hlið Aron Einars Gunnarssonar. "Hann er svo duglegur og ég held að fólk sjái ekki hversu duglegur hann er í raun. Hann er vinna fullt af tæklingum og fullt af seinni boltum. Hann er hirða upp draslið á miðjunni og ég fær um leið meira leyfi til þess að fara fram á við til að spila boltanum. Við erum að ná mjög vel saman," sagði Gylfi. "Við vissum að þetta var bara eitt stig á útivelli. Það var mjög fínt að ná því miðað við hvernig leikurinn þróaðist úti en við vorum allir ákveðnir í að vinna leikinn í dag. Það var mikið búið að fjalla um það að við gætum ekki spilað tvo mjög góða leiki í röð og við vildum troða sokk upp í þá sem voru að segja það. Við erum mjög ánægðir með tvo góða leiki í þessarri viku," sagði Gylfi. Íslenska liðið er í 2. sæti í riðlinum og í frábærri stöðu til þess að komast í umspilið um sæti á HM í Brasilíu. "Þetta er langt frá því að vera búið því það eru tveir mjög erfiðir leikir eftir. Kýpur er ekki með frábært lið en þeir eru lúmskir og það er erfitt að spila á móti þeim. Svo eigum við mjög erfiðan leik úti á móti Noregi. Vonandi náum við líka jákvæðum úrslitum í næsta mánuði," sagði Gylfi. Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik á miðju íslenska liðsins í kvöld í 2-1 sigri á Albönum í undankeppni HM. Hann var líka sáttur í leikslok. "Tilfnningin er frábær. Þetta var ógeðslega gaman, fullur völlur og frábær stemmning. Það var markmiðið að ná í fjögur stig í þessarri viku og við náðum því. Það eru því allir sáttir," sagði Gylfi Þór við hóp íslenska blaðamanna eftir leikinn. Íslenska liðið náði enn á ný stigum út úr leik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik en það hefur gerst oft í þessari undankeppni. "Við erum orðnir fínir í því að lenda undir og koma til baka. Við byrjuðum leikinn vel en svo skoruðu þeir gegn gangi leiksins. Við sýndum karakter, komum til baka og unnum þetta," sagði Gylfi. "Við vorum mikið betri í þessum leik en á móti Sviss. Við gerðum ekki eins mikið af mistökum og í þeim leik enda var varnarlínan hærri og það var minna bil á milli allra í liðinu. Þetta var mikið betur," sagði Gylfi. Gylfi fékk slæmt spark frá Lorik Cana í seinni hálfleik en harkaði af sér og kláraði leikinn. "Löppin er svolítið marin og svolítið bólgin en ég held að hún verði orðin ágæt eftir tvo daga," sagði Gylfi. "Við vissum það að með sigri í dag þá myndi þetta líta ágætlega út. Við eigum nú mikilvægan heimaleik á móti Kýpur næst og við verðum bara að vinna hann," sagði Gylfi. Íslenska liðið komst í 2-1 í upphafi seinni hálfleiks en svo var svolítið stress í leik liðsins á lokakafla leiksins. "Það gerist sjálfkrafa þegar menn eru orðnir þreyttir að við dettum aðeins niður. Við duttum kannski aðeins of neðarlega en við náðum að halda þetta út í lokin sem var ágætt," sagði Gylfi og hann var mjög ánægður með leik liðsins. "Við vorum miklu betri og betri á öllum sviðum, betri varnarlega og miklu hættulegri sóknarlega. Ég held að þetta hafi verið einn af betri leikjunum okkar í þessari undankeppni," sagði Gylfi. Gylfi lék að þessu sinni á miðjunni og við hlið Aron Einars Gunnarssonar. "Hann er svo duglegur og ég held að fólk sjái ekki hversu duglegur hann er í raun. Hann er vinna fullt af tæklingum og fullt af seinni boltum. Hann er hirða upp draslið á miðjunni og ég fær um leið meira leyfi til þess að fara fram á við til að spila boltanum. Við erum að ná mjög vel saman," sagði Gylfi. "Við vissum að þetta var bara eitt stig á útivelli. Það var mjög fínt að ná því miðað við hvernig leikurinn þróaðist úti en við vorum allir ákveðnir í að vinna leikinn í dag. Það var mikið búið að fjalla um það að við gætum ekki spilað tvo mjög góða leiki í röð og við vildum troða sokk upp í þá sem voru að segja það. Við erum mjög ánægðir með tvo góða leiki í þessarri viku," sagði Gylfi. Íslenska liðið er í 2. sæti í riðlinum og í frábærri stöðu til þess að komast í umspilið um sæti á HM í Brasilíu. "Þetta er langt frá því að vera búið því það eru tveir mjög erfiðir leikir eftir. Kýpur er ekki með frábært lið en þeir eru lúmskir og það er erfitt að spila á móti þeim. Svo eigum við mjög erfiðan leik úti á móti Noregi. Vonandi náum við líka jákvæðum úrslitum í næsta mánuði," sagði Gylfi.
Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Toppslagur í Smáranum Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki