Við heyrum oft sögur af íþróttamönnum sem harka af sér. Þeir verða þó ekki mikið harðari en Rashad Johnson, varnarmaður Arizona Cardinals í NFL-deildinni.
Í leik Arizona og New Orleans Saints um helgina varð Johnson fyrir því óláni að það sneiddist ofan af fingri. Efsti hlutinn á löngutöng vinstri handar datt hreinlega af.
Johnson var á fullu gasi er atvikið gerðist. Hann var greinilega svo uppfullur af adrenalíni að hann tók ekki eftir þessu er það gerðist.
Er hann kom á bekkinn síðar fann hann til í höndinni. Tók þá hanskann af sér og sá bara bein á puttanum. Afgangurinn var ofan í hanskanum.
Hann lék sem sagt áfram eftir að hafa misst ofan af fingri. Hann fór í aðgerð í dag og miðað við hörkuna verður hann ekki lengi frá keppni.
Hluti af fingrinum varð eftir í hanskanum
