Körfubolti

Tæknivilla fyrir leikaraskap í Ljónagryfjunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikaraskapur er að margra mati svartur blettur á knattspyrnu. Í auknum mæli þurfa þó körfuboltadómarar að taka á leikaraskap.

Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, féll tvívegis til jarðar með tilþrifum í úrslitum Lengjubikarsins í gærkvöldi. Í annað skiptið brást Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, illa við leikaraskap Magnúsar. Dómarar leiksins vöruðu Magnús við sem og þjálfara og aðra leikmenn Keflavíkur. Í síðara skiptið var mælirinn fullur og dómararnir dæmdu tæknivillu á Magnús fyrir leikaraskap.

Strákarnir á Leikbrot.is náðu atvikunum tveimur á myndband. Eflaust sýnist sitt hverjum um það sem fyrir augu ber. Sigur Keflvíkinga í leiknum var hins vegar aldrei í hættu en frammistaða þeirra í lykilleikjunum á föstudaginn og sunnudaginn var bæting á meti. Nánar um það hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×