Það styttist óðum í Vetrarólympíuleikana í Sochi í Rússlandi sem fara fram í febrúar á næsta ári, Tölfræði og upplýsingavefurinn Infostrada hefur sett saman spá um hvaða íþróttamenn munu vinna verðlaun á leikunum.
Norðmenn eiga von á góðu í febrúar samkvæmt þessari spá en hún gerir ráð fyrir metárangri hjá frændum okkar sem unnu níu gull og 23 verðlaun á síðustu vetrarleikum í Vancouver.
Infostrada gerir ráð fyrir því að norskir íþróttamenn vinni alls 37 verðlaun á leikunum í Sochi (15 gull, 12 silfur og 10 brons) sem myndi ekki bara bæta norska metið (26 verðlaun á Ól í Lillehammer 1994) heldur einnig jafna met Bandaríkjamanna frá því í Vancouver fyrir fjórum árum.
Starfsmenn Infostrada reiknuðu út líklegustu verðlaunahafa út frá frammistöðu íþróttafólksins í heimsbikarnum á þessu tímabili en tólf af fimmtán gullverðlaunum Norðmanna eiga að koma í skíðagöngu eða skíðaskotfimi.
Skíðaskotfimikonan Tora Berger verður kona leikanna ef marka má þessa spá en hún hefur verið óstöðvandi í heimsbikarnum og á samkvæmt spá Infostrada að vinna fjögur Ólympíugull í Rússlandi eftir áramótin.
Norðmönnum spáð frábæru gengi á ÓL í Sochi 2014
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn