Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 18-17 | Stefán Darri hetjan Sigmar Sigfússon skrifar 9. október 2013 11:13 mynd/vilhelm Stefán Darri Þórsson skoraði sigurmark Framara á síðustu sekúndu leiksins á móti Haukum í Safamýri í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði, 18-17, og er komið í toppsæti deildarinnar með sex stig eftir sigurinn. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og góð skemmtun þó svo að fá mörk litu dagsins ljós. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Þá fór Haukavélin í gang og þeir sigu hægt og rólega framúr þeim bláklæddu. Leikurinn var þó mjög jafn út hálfleikinn. Síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik voru æsispennandi og Framarar spiluðu vel á þeim kafla. Haukabekkurinn pirraði sig yfir brottvísun sem Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka, fékk. Dýrkeyptur æsingur sem endaði með því að Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, fékk tveggjamínútu refsingu og Haukamenn orðnir tveimur færri. Framarar höfðu þegar þetta kom við sögu unnið upp þriggja marka mun og voru einu marki yfir 10-9. Haukamenn komust ágætlega frá því að vera tveimur færri og náðu að jafna leikinn, 10-10, um leið og hálfleiksflautið gall með góðu marki frá Tjörva Þorgeirssyni. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörkin og komu sterkir út í seinni hálfeik. Vörnin hjá heimamönnum var mjög góð og Stephen Nielsen, markmaður Fram, átti frábæran leik á þessum kafla. Seinni hálfleikur var hnífjafn alveg til enda og liðin skiptust á að skora. Markmenn beggja liða voru í algjöru aðalhlutverki á lokamínútunum og vörðu hvert dauðafærið á eftir öðru. Framarar unnu aftur upp þriggja marka forskot Hauka í leiknum úr 14-17 í 17-17. Staðan var jöfn, 17-17, þegar að tæp mínúta var eftir. Stórskytta Hauka, Sigurbergur Sveinsson, átti þá þrumuskot sem Stephen Nielsen varði glæsilega og Framarar fengu síðustu sóknina. Framarar spiluðu góða sókn sem endaði með því að Stefán Darri Þórsson fann smugu framhjá Haukavörninni og skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Heimamenn sigruðu því afar sætan baráttusigur, 18-17. Guðlaugur: Það er karakter í þessu liði.Guðlaugur er að gera frábæra hluti með Fram-liðið.mynd/vilhelm„Við sýndum að það er karakter í þessu liði. Heilt yfir vorum við ekkert að spila neitt sérstaklega en baráttan var klárlega til staðar,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, eftir leikinn. „Við spiluðum góða vörn og þá fylgir oft markvarslan með. Stephen var algjörlega frábær í markinu og varði oft frá Haukum úr dauðafærum. Síðasta markvarslan var gríðarlega mikilvæg í stöðunni 17-17,“ „Með þessari byrjun erum við að sýna að við erum sýnd veiði en ekki gefin. Blásum smá á þær gagnrýnisraddir sem heyrðust fyrir mót. Um okkar hóp og svo framvegis,“ „En fyrst og fremst var þetta karaktersigur sem vannst með baráttu og smá heppni,“ sagði Guðlaugur kampakátur að lokum og bætti við: „Við erum komnir á toppinn, allavega þangað til á morgun." Patrekur: Áttum að loka þessum leikPatrekur á hliðarlínunni í kvöld.mynd/vilhelm„Ég er svekktur. Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Virkilega svekkjandi í svona leik þar sem lítið er skorað að fá möguleika á því að skora lokamarkið og klúðra því,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég skil ekki hvað var í gangi hjá okkur í sókninni. Miðað við hversu ferskir við vorum á móti FH í síðasta leik að þá var þetta mjög dapurt hérna í kvöld,“ „Dómgæslan var mjög sérstök í fyrri hálfleik og svo aftur í upphafi seinni hálfleiks. En sóknarleikurinn verður okkur að falli í kvöld og maður spyr sig hvað veldur? Það voru margir leikmenn sem náðu sér ekki á strik í leiknum,“ „En þrátt fyrir það áttum við að loka leiknum þegar við vorum komnir 14-17 yfir en við þurfum að lifa með þessu,“ sagði Patrekur vonsvikinn að lokum Íslenski handboltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Stefán Darri Þórsson skoraði sigurmark Framara á síðustu sekúndu leiksins á móti Haukum í Safamýri í 4. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði, 18-17, og er komið í toppsæti deildarinnar með sex stig eftir sigurinn. Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og góð skemmtun þó svo að fá mörk litu dagsins ljós. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrstu tvö mörkin. Þá fór Haukavélin í gang og þeir sigu hægt og rólega framúr þeim bláklæddu. Leikurinn var þó mjög jafn út hálfleikinn. Síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik voru æsispennandi og Framarar spiluðu vel á þeim kafla. Haukabekkurinn pirraði sig yfir brottvísun sem Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka, fékk. Dýrkeyptur æsingur sem endaði með því að Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari Hauka, fékk tveggjamínútu refsingu og Haukamenn orðnir tveimur færri. Framarar höfðu þegar þetta kom við sögu unnið upp þriggja marka mun og voru einu marki yfir 10-9. Haukamenn komust ágætlega frá því að vera tveimur færri og náðu að jafna leikinn, 10-10, um leið og hálfleiksflautið gall með góðu marki frá Tjörva Þorgeirssyni. Framarar skoruðu fyrstu tvö mörkin og komu sterkir út í seinni hálfeik. Vörnin hjá heimamönnum var mjög góð og Stephen Nielsen, markmaður Fram, átti frábæran leik á þessum kafla. Seinni hálfleikur var hnífjafn alveg til enda og liðin skiptust á að skora. Markmenn beggja liða voru í algjöru aðalhlutverki á lokamínútunum og vörðu hvert dauðafærið á eftir öðru. Framarar unnu aftur upp þriggja marka forskot Hauka í leiknum úr 14-17 í 17-17. Staðan var jöfn, 17-17, þegar að tæp mínúta var eftir. Stórskytta Hauka, Sigurbergur Sveinsson, átti þá þrumuskot sem Stephen Nielsen varði glæsilega og Framarar fengu síðustu sóknina. Framarar spiluðu góða sókn sem endaði með því að Stefán Darri Þórsson fann smugu framhjá Haukavörninni og skoraði sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Heimamenn sigruðu því afar sætan baráttusigur, 18-17. Guðlaugur: Það er karakter í þessu liði.Guðlaugur er að gera frábæra hluti með Fram-liðið.mynd/vilhelm„Við sýndum að það er karakter í þessu liði. Heilt yfir vorum við ekkert að spila neitt sérstaklega en baráttan var klárlega til staðar,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Framara, eftir leikinn. „Við spiluðum góða vörn og þá fylgir oft markvarslan með. Stephen var algjörlega frábær í markinu og varði oft frá Haukum úr dauðafærum. Síðasta markvarslan var gríðarlega mikilvæg í stöðunni 17-17,“ „Með þessari byrjun erum við að sýna að við erum sýnd veiði en ekki gefin. Blásum smá á þær gagnrýnisraddir sem heyrðust fyrir mót. Um okkar hóp og svo framvegis,“ „En fyrst og fremst var þetta karaktersigur sem vannst með baráttu og smá heppni,“ sagði Guðlaugur kampakátur að lokum og bætti við: „Við erum komnir á toppinn, allavega þangað til á morgun." Patrekur: Áttum að loka þessum leikPatrekur á hliðarlínunni í kvöld.mynd/vilhelm„Ég er svekktur. Þetta var ekki góður leikur hjá okkur. Virkilega svekkjandi í svona leik þar sem lítið er skorað að fá möguleika á því að skora lokamarkið og klúðra því,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Ég skil ekki hvað var í gangi hjá okkur í sókninni. Miðað við hversu ferskir við vorum á móti FH í síðasta leik að þá var þetta mjög dapurt hérna í kvöld,“ „Dómgæslan var mjög sérstök í fyrri hálfleik og svo aftur í upphafi seinni hálfleiks. En sóknarleikurinn verður okkur að falli í kvöld og maður spyr sig hvað veldur? Það voru margir leikmenn sem náðu sér ekki á strik í leiknum,“ „En þrátt fyrir það áttum við að loka leiknum þegar við vorum komnir 14-17 yfir en við þurfum að lifa með þessu,“ sagði Patrekur vonsvikinn að lokum
Íslenski handboltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira