Fimleikakempan úr Gerplu er hætt keppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2013 12:53 Íris Mist ásamt félögum sínum í Gerplu. Mynd/Anton Fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir er hætt keppni í íþrótt sinni. Íris hefur verið í fremstu röð í fimleikum hér á landi um árabil. Íris staðfestir í samtali við Vísi að kominn sé tími á að eitthvað nýtt taki við af fimleikunum. Hún hafi æft fimleika í 19 ár, fyrst áhaldafimleika í níu ár og svo hópfimleika í tíu. Nú sé komið að leiðarlokum hvað keppni varði. „Ég tók ákvörðunina eftir æfingabúðirnar núna í sumar. Ég fann að ég var ekki lengur tilbúin að leggja mig 180 prósent fram við þetta.“ Íris, sem er 26 ára, hefur getið sér gott orð fyrir glæsileg stökk sín á trampolíni á mótum í gegnum tíðina. Þau þykja afar flókin og hafa vakið athygli. Hún hefur unnið alla þá titla sem í boði eru með Gerplu frá árinu 2005. Þá varð hún í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2010 og níunda sæti í sama kjöri árið 2012. Þá var Íris Mist í stóru hlutverki með Gerplu og landsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari árin 2010 og 2012.Fjölmargar stelpur úr gullliðinu frá því í Danmörku síð haust hafa hætt keppni. Sif Pálsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Heiðrún Rós Þórðardóttir og Ásta Þyrí Emilsdóttir hættu allar síðastliðið haust. Íris Mist bættist í hópinn í lok sumars. Sömuleiðis hafa þjálfararnir Ása Inga Þorsteinsdóttir, Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir sagt skilið við þjálfun tímabundið. Íris hefur þó fulla trú á stelpunum sem munu taka við keflinu. Þær geti vel varið gullið á EM haustið 2014 sem mun fara fram hér á landi. „Ég hef fulla trú á því að þær geti unnið gullið ef þær halda áfram að æfa jafnvel og þær eru að gera núna. Það taka alltaf einhverjir nýir við. Þó við höfum margar hætt er rosalegur efniviður sem kemur inn núna.“ Fimleikakempan, sem er uppalin í Garðabænum en býr nú í Kópavogi, ætlar að einbeita sér að sálfræðinámi sínu í Háskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr íþróttafræði í vor og segir drauminn að starfa sem íþróttasálfræðingur í framtíðinni. „Eða nei, það er ekki draumur. Ég ætla að gera það.“ Hér fyrir neðan má sjá fjölmargar myndir frá glæsilegum ferli Írisar Mistar með Gerplu og landsliði Íslands. Fimleikar Íþróttir Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Fimleikakonan Íris Mist Magnúsdóttir er hætt keppni í íþrótt sinni. Íris hefur verið í fremstu röð í fimleikum hér á landi um árabil. Íris staðfestir í samtali við Vísi að kominn sé tími á að eitthvað nýtt taki við af fimleikunum. Hún hafi æft fimleika í 19 ár, fyrst áhaldafimleika í níu ár og svo hópfimleika í tíu. Nú sé komið að leiðarlokum hvað keppni varði. „Ég tók ákvörðunina eftir æfingabúðirnar núna í sumar. Ég fann að ég var ekki lengur tilbúin að leggja mig 180 prósent fram við þetta.“ Íris, sem er 26 ára, hefur getið sér gott orð fyrir glæsileg stökk sín á trampolíni á mótum í gegnum tíðina. Þau þykja afar flókin og hafa vakið athygli. Hún hefur unnið alla þá titla sem í boði eru með Gerplu frá árinu 2005. Þá varð hún í þriðja sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins árið 2010 og níunda sæti í sama kjöri árið 2012. Þá var Íris Mist í stóru hlutverki með Gerplu og landsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari árin 2010 og 2012.Fjölmargar stelpur úr gullliðinu frá því í Danmörku síð haust hafa hætt keppni. Sif Pálsdóttir, Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir, Heiðrún Rós Þórðardóttir og Ásta Þyrí Emilsdóttir hættu allar síðastliðið haust. Íris Mist bættist í hópinn í lok sumars. Sömuleiðis hafa þjálfararnir Ása Inga Þorsteinsdóttir, Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir sagt skilið við þjálfun tímabundið. Íris hefur þó fulla trú á stelpunum sem munu taka við keflinu. Þær geti vel varið gullið á EM haustið 2014 sem mun fara fram hér á landi. „Ég hef fulla trú á því að þær geti unnið gullið ef þær halda áfram að æfa jafnvel og þær eru að gera núna. Það taka alltaf einhverjir nýir við. Þó við höfum margar hætt er rosalegur efniviður sem kemur inn núna.“ Fimleikakempan, sem er uppalin í Garðabænum en býr nú í Kópavogi, ætlar að einbeita sér að sálfræðinámi sínu í Háskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr íþróttafræði í vor og segir drauminn að starfa sem íþróttasálfræðingur í framtíðinni. „Eða nei, það er ekki draumur. Ég ætla að gera það.“ Hér fyrir neðan má sjá fjölmargar myndir frá glæsilegum ferli Írisar Mistar með Gerplu og landsliði Íslands.
Fimleikar Íþróttir Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira