Umfjöllun og viðtöl: HK - ÍR 23-30 | Öruggt hjá ÍR-ingum Sigmar Sigfússon skrifar 3. október 2013 18:45 ÍR-ingar unnu góðan sjö marka sigur,23-30, á HK í Digranesinu í þriðju umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Breiðhyltingar náðu mest sjö marka forystu í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson átti hreint magnaðan leik fyrir ÍR-inga og skoraði 11 mörk í leiknum og það í öllum regnboganslitum. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn af miklum krafti og HK-ingar réðu illa við þá í upphafi. Vörnin hjá ÍR var sterk og neyddust leikmenn HK að taka ótímabær skot úr lélegum færum. Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR, varði hvert skotið á eftir öðru og var hreint magnaður fyrir sitt lið í leiknum. Hann var með fimmtán skot varin í fyrri hálfleik og ÍR-ingar keyrðu hraðaupphlaupin stíft í bakið á heimamönnum um tíma. Athygli vakti að Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, skipti um markmann í hálfleik. ÍR náði snemma góðri forystu í fyrri hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti í stöðunni, 3-10 og aftur í lokastöðunni, 23-30. Björn Ingi Friðþjófsson, markaður HK, hélt lífi í sínum mönnum með góðum leik í markinu því ÍR-ingar hefðu auðveldlega geta bætt í forystuna. HK-menn gáfust þó ekki upp og áttu ágætis leik síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og söxuðu forskotið hægt og smátt. Staðan í hálfleik var 10-15 fyrir ÍR. En Björgvin skoraði síðasta mark sinna manna í hálfleiknum um leið og lokaflautið gall. HK-ingar áttu góðan leik fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í þrjú mörk á 40. mínútu, 15-18. Þá settu ÍR-ingar sig í gírinn aftur og juku forskot sitt á ný. ÍR-ingar héldu góðri forystu út háfleikinn og unnu að lokum sannfærandi sjö marka sigur. HK-menn áttu nokkra ágætiskafla í leiknum en ÍR-ingar voru of stór biti fyrir þá í kvöld. HK-ingar börðust þó vel í leiknum og gáfust aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Breiðhyltingar hefðu getað unnið stærri sigur en gerðu of mörg mistök í sóknaleik sínum. Þá varði Björn Ingi Friðþjófsson vel í marki HK í leiknum.Bjarki: Sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum „Fyrstu mínúturnar voru jafnar en svo kom góður kafli hjá okkur. Kristófer var frábær í markinu og þá fórum við sigla framúr. Misstum þetta niður í fimm mörk í hálfleik sem var óþarfi,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn og bætti við: „En seinni hálfleikur var mjög góður hjá okkur. Ég sagði við þá inn í klefa í hálfleik að muna eftir leiknum við þá í fyrra þar sem við fórum með góða forystu inn í hálfleikinn en við töpuðum þeim leik,“ „Það virðist vera þannig með okkur að við erum snöggir að klifra upp brekkuna en erum jafnfljótir að detta niður. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Að halda forystu í leikjum“ sagði Bjarki. „Ég er heilt yfir sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum. Það fengu margir að koma inn á og spila. Þetta er langt mót og við verðum að eiga menn inni þegar líður á,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum.Hákon: Neikvæðnin varð okkur að falli í kvöld „Við vorum að taka vitlaus færi, gerðum vitlausa hluti þegar við áttum að vera gera rétta hluti og spiluðum okkur út úr kerfum,“ sagði Hákon Hermannsson Bridde, sem var þjálfari HK í leiknum í fjarveru Samúels Árnasonar, aðalþjálfara liðsins. „En þetta var góður leikur miðað við hvað er í gangi hjá okkur. Menn eiga hrós skilið fyrir baráttuna sem þeir sýndu. En það sem varð okkur að falli var neikvæðnin í leikmönnum. Smá innbyrðis pirringur hjá okkur sem við þurfum að laga,“ sagði Hákon og bætti við: „Þetta eru efnilegir strákar sem að læra af þessu,“ Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
ÍR-ingar unnu góðan sjö marka sigur,23-30, á HK í Digranesinu í þriðju umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Breiðhyltingar náðu mest sjö marka forystu í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson átti hreint magnaðan leik fyrir ÍR-inga og skoraði 11 mörk í leiknum og það í öllum regnboganslitum. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn af miklum krafti og HK-ingar réðu illa við þá í upphafi. Vörnin hjá ÍR var sterk og neyddust leikmenn HK að taka ótímabær skot úr lélegum færum. Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR, varði hvert skotið á eftir öðru og var hreint magnaður fyrir sitt lið í leiknum. Hann var með fimmtán skot varin í fyrri hálfleik og ÍR-ingar keyrðu hraðaupphlaupin stíft í bakið á heimamönnum um tíma. Athygli vakti að Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, skipti um markmann í hálfleik. ÍR náði snemma góðri forystu í fyrri hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti í stöðunni, 3-10 og aftur í lokastöðunni, 23-30. Björn Ingi Friðþjófsson, markaður HK, hélt lífi í sínum mönnum með góðum leik í markinu því ÍR-ingar hefðu auðveldlega geta bætt í forystuna. HK-menn gáfust þó ekki upp og áttu ágætis leik síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og söxuðu forskotið hægt og smátt. Staðan í hálfleik var 10-15 fyrir ÍR. En Björgvin skoraði síðasta mark sinna manna í hálfleiknum um leið og lokaflautið gall. HK-ingar áttu góðan leik fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í þrjú mörk á 40. mínútu, 15-18. Þá settu ÍR-ingar sig í gírinn aftur og juku forskot sitt á ný. ÍR-ingar héldu góðri forystu út háfleikinn og unnu að lokum sannfærandi sjö marka sigur. HK-menn áttu nokkra ágætiskafla í leiknum en ÍR-ingar voru of stór biti fyrir þá í kvöld. HK-ingar börðust þó vel í leiknum og gáfust aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Breiðhyltingar hefðu getað unnið stærri sigur en gerðu of mörg mistök í sóknaleik sínum. Þá varði Björn Ingi Friðþjófsson vel í marki HK í leiknum.Bjarki: Sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum „Fyrstu mínúturnar voru jafnar en svo kom góður kafli hjá okkur. Kristófer var frábær í markinu og þá fórum við sigla framúr. Misstum þetta niður í fimm mörk í hálfleik sem var óþarfi,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn og bætti við: „En seinni hálfleikur var mjög góður hjá okkur. Ég sagði við þá inn í klefa í hálfleik að muna eftir leiknum við þá í fyrra þar sem við fórum með góða forystu inn í hálfleikinn en við töpuðum þeim leik,“ „Það virðist vera þannig með okkur að við erum snöggir að klifra upp brekkuna en erum jafnfljótir að detta niður. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Að halda forystu í leikjum“ sagði Bjarki. „Ég er heilt yfir sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum. Það fengu margir að koma inn á og spila. Þetta er langt mót og við verðum að eiga menn inni þegar líður á,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum.Hákon: Neikvæðnin varð okkur að falli í kvöld „Við vorum að taka vitlaus færi, gerðum vitlausa hluti þegar við áttum að vera gera rétta hluti og spiluðum okkur út úr kerfum,“ sagði Hákon Hermannsson Bridde, sem var þjálfari HK í leiknum í fjarveru Samúels Árnasonar, aðalþjálfara liðsins. „En þetta var góður leikur miðað við hvað er í gangi hjá okkur. Menn eiga hrós skilið fyrir baráttuna sem þeir sýndu. En það sem varð okkur að falli var neikvæðnin í leikmönnum. Smá innbyrðis pirringur hjá okkur sem við þurfum að laga,“ sagði Hákon og bætti við: „Þetta eru efnilegir strákar sem að læra af þessu,“
Íslenski handboltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira