Samúel: Stóðum ekki undir nafni í fyrri hálfleik Sigmar Sigfússon skrifar 19. október 2013 16:19 Samúel Ívar í leik með Haukum. „Fyrri hálfleikur var ömurlegur hjá okkur en þetta hefði getað farið enn verr,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir skelfilegt tap gegn ÍBV, 28-37, í Olís-deild karla í dag. HK-ingar töpuðu leiknum í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk 24 mörk á sig en skoruðu aðeins 12. „Það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að vinna í og svo erum við að spila með leikmenn sem eru enn að jafna sig vegna meiðsla. Við vitum það að hver leikur er barátta og brekka. Við stóðum svo sannarlega ekki undir nafni í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var miklu betri.“ HK-ingar spiluðu betur í seinni hálfleik en munurinn var of mikill á liðunum í dag og heimamenn áttu aldrei möguleika í leiknum. „Ég hef allavega gaman af því að það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki gaman af því að láta hreinsa sig út úr leiknum. Þeir sem spiluðu seinni hálfleikinn, allir með tölu, spiluðu vel og voru að leggja sig fram,“ sagði Samúel en hann leyfði minni spámönnum að spreyta sig í seinni hálfleik. „Að sama skapi voru Eyjamenn farnir að róa sig aðeins niður þar sem leikurinn kláraðist í fyrri hálfleik. Þeir veittu ekki eins mikla mótspyrnu á þeim kafla en ég ætla samt ekkert að taka af mínum mönnum.“ „Menn eru fljótir að missa haus ef þeir líta á töfluna en mér fannst strákarnir taka þeirri áskorun ágætlega. Þeir mættu í seinni hálfleikinn og héldu áfram að vinna í þeim hlutum sem við erum að reyna að gera.“ „Þessi byrjun er ekki farin að leggjast á strákana að mínu mati. Ef til vill eru þeir örlítið meira hikandi en þeir voru í haust þegar þeir höfðu aðeins meiri trú á sér. Það er ljóst að þegar þú tapar fjórum leikjum í röð að þá spilar það alltaf aðeins inn í. En ég er ekki að sjá einhverja uppgjöf og eintómt volæði. Menn þurfa bara að halda áfram að berjast. Það besta við svona leiki er að strákarnir læra mikið og setja í reynslubankann,“ sagði Samúel, staðráðinn að snúa við gengi sinna manna, að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var ömurlegur hjá okkur en þetta hefði getað farið enn verr,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir skelfilegt tap gegn ÍBV, 28-37, í Olís-deild karla í dag. HK-ingar töpuðu leiknum í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk 24 mörk á sig en skoruðu aðeins 12. „Það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að vinna í og svo erum við að spila með leikmenn sem eru enn að jafna sig vegna meiðsla. Við vitum það að hver leikur er barátta og brekka. Við stóðum svo sannarlega ekki undir nafni í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var miklu betri.“ HK-ingar spiluðu betur í seinni hálfleik en munurinn var of mikill á liðunum í dag og heimamenn áttu aldrei möguleika í leiknum. „Ég hef allavega gaman af því að það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki gaman af því að láta hreinsa sig út úr leiknum. Þeir sem spiluðu seinni hálfleikinn, allir með tölu, spiluðu vel og voru að leggja sig fram,“ sagði Samúel en hann leyfði minni spámönnum að spreyta sig í seinni hálfleik. „Að sama skapi voru Eyjamenn farnir að róa sig aðeins niður þar sem leikurinn kláraðist í fyrri hálfleik. Þeir veittu ekki eins mikla mótspyrnu á þeim kafla en ég ætla samt ekkert að taka af mínum mönnum.“ „Menn eru fljótir að missa haus ef þeir líta á töfluna en mér fannst strákarnir taka þeirri áskorun ágætlega. Þeir mættu í seinni hálfleikinn og héldu áfram að vinna í þeim hlutum sem við erum að reyna að gera.“ „Þessi byrjun er ekki farin að leggjast á strákana að mínu mati. Ef til vill eru þeir örlítið meira hikandi en þeir voru í haust þegar þeir höfðu aðeins meiri trú á sér. Það er ljóst að þegar þú tapar fjórum leikjum í röð að þá spilar það alltaf aðeins inn í. En ég er ekki að sjá einhverja uppgjöf og eintómt volæði. Menn þurfa bara að halda áfram að berjast. Það besta við svona leiki er að strákarnir læra mikið og setja í reynslubankann,“ sagði Samúel, staðráðinn að snúa við gengi sinna manna, að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Sjá meira