Bæði gas- og olíulinda leitað í Skjálfandaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2013 20:37 Skip Djúptækni, Kafari AK, við rannsóknarboranir á Skjálfandaflóa fyrr í mánuðinum. Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson. Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Richter, jarðfræðing hjá ÍSOR, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Skip á vegum Orkustofnunar hefur í haust safnað borkjarnasýnum af botni Skjálfanda. Rannsóknirnar eru meðal annars byggðar á skýrslu sem tveir jarðvísindamenn frá ÍSOR unnu, þeir Bjarni Richter og Karl Gunnarsson, og snúast ekki aðeins um leit að gasi. Bjarni segir að ef þarna finnist merki um kolvetnisgas muni menn horfa bæði til þess að þarna geti verið annaðhvort gaslindir og olíulindir. Það haldist í hendur. Hann segir auðveldara að finna gas á olíusvæðum þar sem það eigi greiðari leið upp á yfirborð. Stundum getur þó einnig sést náttúrulegur olíuleki frá olíulindum og segir Bjarni að þeir hafi fregnað af því að menn hafi séð olíuslykjur á Skjálfandaflóa sem ekki sé hægt að skýra með ferðum báta og þess háttar. Þetta þurfi að skoða betur ef í ljós kemur að þarna sé spennandi gas á ferðinni.Borkjarnasýnin verða send til rannsóknar í Noregi þar sem leitað verður ummerkja um olíugas.Bjarni varar þó við of mikilli bjartsýni, tíðir jarðskjálftar á Skjálfanda geti hafa spillt möguleikum jarðskorpunnar til að varðveita olíu, og segir að menn ættu að bíða aðeins með að velta fyrir sér stórum auðlindum á svæðinu. „En klárlega ef það kemur í ljós að þarna sé olíugas á ferðinni þá held ég að menn þurfi að skoða það nánar hvort það sé einhver möguleiki á því að þarna séu einhverjar auðlindir að ráði,” segir Bjarni. Viðtalsbúta við Bjarna úr þættinum mátti sjá í frétt á Stöð 2 í kvöld. Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira
Leit sú sem nú stendur yfir að gasi á Skjálfandaflóa er jafnframt leit að olíulindum. Vísbendingar hafa komið fram um náttúrulegan olíuleka á hafsbotni. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Richter, jarðfræðing hjá ÍSOR, í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Skip á vegum Orkustofnunar hefur í haust safnað borkjarnasýnum af botni Skjálfanda. Rannsóknirnar eru meðal annars byggðar á skýrslu sem tveir jarðvísindamenn frá ÍSOR unnu, þeir Bjarni Richter og Karl Gunnarsson, og snúast ekki aðeins um leit að gasi. Bjarni segir að ef þarna finnist merki um kolvetnisgas muni menn horfa bæði til þess að þarna geti verið annaðhvort gaslindir og olíulindir. Það haldist í hendur. Hann segir auðveldara að finna gas á olíusvæðum þar sem það eigi greiðari leið upp á yfirborð. Stundum getur þó einnig sést náttúrulegur olíuleki frá olíulindum og segir Bjarni að þeir hafi fregnað af því að menn hafi séð olíuslykjur á Skjálfandaflóa sem ekki sé hægt að skýra með ferðum báta og þess háttar. Þetta þurfi að skoða betur ef í ljós kemur að þarna sé spennandi gas á ferðinni.Borkjarnasýnin verða send til rannsóknar í Noregi þar sem leitað verður ummerkja um olíugas.Bjarni varar þó við of mikilli bjartsýni, tíðir jarðskjálftar á Skjálfanda geti hafa spillt möguleikum jarðskorpunnar til að varðveita olíu, og segir að menn ættu að bíða aðeins með að velta fyrir sér stórum auðlindum á svæðinu. „En klárlega ef það kemur í ljós að þarna sé olíugas á ferðinni þá held ég að menn þurfi að skoða það nánar hvort það sé einhver möguleiki á því að þarna séu einhverjar auðlindir að ráði,” segir Bjarni. Viðtalsbúta við Bjarna úr þættinum mátti sjá í frétt á Stöð 2 í kvöld.
Bensín og olía Norðurþing Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Fleiri fréttir Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Sjá meira
Borað í holur á Skjálfandaflóa sem bera einkenni olíusvæða Vísindamenn hafa fundið og kortlagt um níuhundruð holur við Norðurland, sem líkjast holum sem gasuppstreymi frá olíulindum myndar á hafsbotni. 13. október 2013 19:08