Viðskipti erlent

Þrír bandarískir prófessorar hlutu Nóbelsverðlaunin í hagfræði

Haraldur Guðmundsson skrifar
Eugene Fama, Lars Peter Hansen og Robert Schiller, fengu í dag Nóbelsverðlaunin í hagfræði.
Eugene Fama, Lars Peter Hansen og Robert Schiller, fengu í dag Nóbelsverðlaunin í hagfræði. Mynd/AFP.
Þrír bandarískir prófessorar, Eugene Fama, Lars Peter Hansen og Robert Schiller, fengu fyrr í dag Nóbelsverðlaunin í hagfræði.

Prófessorarnir þrír hlutu verðlaunin fyrir rannsóknir þeirra sem sýna fram á að þótt þróun hlutabréfaverðs geti reynst óútreiknanleg til skamms tíma, þá fylgi hún ákveðnum reglum þegar horft er til lengri tíma.

Fama og Hansen starfa við háskólann í Chicago og Schiller við Yale-háskóla. Þeir hafa allir komið að rannsóknum á þróun hlutabréfaverðs.

Í tilkynningu frá Konunglegu sænsku vísindaakademíunni, sem veitir verðlaunin, segir að rannsóknir þeirra hafi „lagt grunninn að nútíma skilningi á eignaverði“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×