Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 27-23 | Þriðja tap Valsmanna í röð staðreynd Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2013 11:28 ÍR vann sannfærandi 27-23 sigur á Val á heimavelli í Olís-deild karla í kvöld. Heimamenn leiddu frá fyrstu mínútu og náðu Valsmenn lítið að ógna forskoti þeirra. Sturla Ásgeirsson reyndist sínum gömlu félögum erfiður og skoraði 11 mörk í leiknum, þar af sex úr hraðaupphlaupum. Valsmenn komu inn í leikinn eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð gegn Fram heima og FH í Kaplakrika. ÍR-ingar komu hinsvegar inn í leikinn með tvo sigurleiki á bakinu, gegn Akureyri heima og HK úti. ÍR-ingar voru mun ákafari í fyrri hálfleik og höfðu undirtökin allan hálfleikinn. Heimamenn náðu mest átta marka forskoti í stöðunni 14-6 en þá vöknuðu gestirnir. Góður kafli sem þeir héldu markinu hreinu í átta mínútur en náðu aðeins að skora fjögur og voru hálfleikstölur 14-10 fyrir heimamenn. Valsmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og munurinn var skyndilega kominn í tvö mörk en það var vítamínssprautan sem heimamenn þurftu. Góður kafli kom muninum aftur upp í sex mörk og héldu þeir öruggu forskoti það sem eftir lifði leiks. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri heimamanna, 27-23 sem fara með sigrinum á topp deildarinnar. Valsmenn töpuðu þriðja leik sínum í röð og voru ósannfærandi í kvöld. Sóknarleikurinn gekk illa og upp úr því fengu ÍR-ingar alls 10 hraðaupphlaup sem þeir nýttu vel og var að lokum munurinn á liðunum í kvöld. Bjarki: Frábær skemmtun í kvöld„Við byrjuðum að spila fast gegn þeim á upphafssekúndunum og við áttum svör við öllum þeirra aðgerðum í dag," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR ánægður eftir leikinn. „Hvort sem þú talar um vörn eða sókn, það rúllaði allt vel í kvöld. Við náðum góðu forskoti strax í upphafi og héldum sem betur fer dampi," Bjarki var ánægður með sína menn, þrátt fyrir að ná góðu forskoti í fyrri hálfleik héldu þeir áfram allan leikinn. „Það er hætta á að menn detti niður á hælana og að halda einhverju forskoti. Við sýndum karakter í kvöld og ég er ánægður með strákana mína. Við höfum lent í því áður en í dag kláruðu menn verkefnið," Góður varnarleikur skilaði sér í mörgum hraðaupphlaupum fyrir heimamenn. „Varnarlega gekk þetta vel, þeir voru að reyna atriði sem við bjuggumst við að þeir myndu reyna. Fyrir vikið komu lélegar sendingar og léleg skot og þá er eftirleikurinn auðveldur. Strákarnir frammi stóðu sig frábærlega í dag, þetta virkaði glæsilega," Eftir tap í fyrsta leik eru núna komnir þrír sigurleikir í röð hjá Breiðhyltingum. „Þeir eru búnir að svara í dag, þessi leikur var prófsteinn fyrir liðið gegn liði sem er eitt af sterkari liðum deildarinnar," Góð stemming var í Austurberginu í kvöld. „Þetta var frábær skemmtun fyrir handboltann, flottur leikur og fullt hús. Það var frábær stemming og ég vill hrósa stuðningsmönnunum fyrir að mæta á völlinn. Þetta hús er orðið að gryfju og það á að vera erfitt fyrir lið að koma hingað og ná í stig," sagði Bjarki. Ólafur: Þurfum að halda áfram veginn„Þeir voru mjög þéttir í byrjun og okkur tókst illa að leysa úr því. Við vorum ekki nógu dýnamískir eða agaðir til að reyna á það," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals eftir leikinn. „Þeir fá mikið af auðveldum mörkum og í raun fátt gott sem við gerðum í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaupin hjá þeim voru að drepa okkur." „Þetta er tapaður leikur, málið dautt og við þurfum bara að fara yfir þetta. Það er æfing á morgun og við þurfum bara að fara áfram veginn. Menn eru ekki í takt ennþá og það er margt sem má laga," Ólafur hefur verið með áherslubreytingar í sóknarleiknum og menn eru enn að ná áttum. „Við erum að skjóta full fljótt finnst mér. Ég er að reyna að kenna leikmönnunum að sjá möguleikana, ekki vera búnir að ákveða allt fyrirfram. Þetta tekur sinn tíma en þegar það kemur verður þetta mjög flott." „Ég skrifa þetta tap á sóknarleikinn, við vorum að gefa of mikið af auðveldum mörkum. Við eigum líka markvörslu inni, um leið og þetta fer að tikka þá held ég að við verðum bara góðir," sagði Ólafur að lokum. Sturla: Lítið púsluspil í pakkanum„Við byrjum gríðarlega sterkt, vörnin heldur og við fáum auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Upp úr því náum við góðu forskoti sem við lifum á út leikinn," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR eftir leikinn. „Þeir koma sterkir til baka og ná að minnka bilið í tvö mörk en við lifðum á forskotinu. Við spýttum í lófana við það og náðum að innbyrða gríðarlega sterkan sigur á vel mönnuðu liði," Fyrir utan stuttan kafla í seinni hálfleik var forysta ÍR-inga örugg allan leikinn. „Forskotið var það mikið undir lokin að mér fannst sigurinn aldrei vera í bráðri hættu. Við vorum skynsamir og gerðum það sem var lagt upp með, bæði í vörn og sókn undir lokin og náðum að halda út," Sigur heimamanna grundvallaðist á liðsheildinni, þeir voru flottir á öllum sviðum í kvöld sem gaf af sér mörg hraðaupphlaup. „Vörn, markvarsla, hraðaupphlaup og sóknin, allt flott í dag. Hraðaupphlaupsmörkin voru mikilvæg, það munar rosalega um að þurfa ekki að stilla upp í langar sóknir í hvert skipti. Ódýr mörk gefur liðinu séns á að hvíla sig í vörninni á meðan," Þetta var þriði sigurleikur ÍR-inga í röð eftir tap í fyrsta leik gegn ÍBV. „Við erum búnir að vera að vinna í okkar málum allt frá þeim leik. Þróa okkar leik, bæði varnarlega og sóknarlega og það er vaxandi í okkar leik. Við þurfum að halda áfram, það er lítið liðið af mótinu. Það geta allir unnið alla en hér í Austurberginu ætlumst við til að vinna alla leiki. Þetta var eitt lítið púsluspil í öllum pakkanum," sagði Sturla að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Sjá meira
ÍR vann sannfærandi 27-23 sigur á Val á heimavelli í Olís-deild karla í kvöld. Heimamenn leiddu frá fyrstu mínútu og náðu Valsmenn lítið að ógna forskoti þeirra. Sturla Ásgeirsson reyndist sínum gömlu félögum erfiður og skoraði 11 mörk í leiknum, þar af sex úr hraðaupphlaupum. Valsmenn komu inn í leikinn eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð gegn Fram heima og FH í Kaplakrika. ÍR-ingar komu hinsvegar inn í leikinn með tvo sigurleiki á bakinu, gegn Akureyri heima og HK úti. ÍR-ingar voru mun ákafari í fyrri hálfleik og höfðu undirtökin allan hálfleikinn. Heimamenn náðu mest átta marka forskoti í stöðunni 14-6 en þá vöknuðu gestirnir. Góður kafli sem þeir héldu markinu hreinu í átta mínútur en náðu aðeins að skora fjögur og voru hálfleikstölur 14-10 fyrir heimamenn. Valsmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og munurinn var skyndilega kominn í tvö mörk en það var vítamínssprautan sem heimamenn þurftu. Góður kafli kom muninum aftur upp í sex mörk og héldu þeir öruggu forskoti það sem eftir lifði leiks. Leiknum lauk með fjögurra marka sigri heimamanna, 27-23 sem fara með sigrinum á topp deildarinnar. Valsmenn töpuðu þriðja leik sínum í röð og voru ósannfærandi í kvöld. Sóknarleikurinn gekk illa og upp úr því fengu ÍR-ingar alls 10 hraðaupphlaup sem þeir nýttu vel og var að lokum munurinn á liðunum í kvöld. Bjarki: Frábær skemmtun í kvöld„Við byrjuðum að spila fast gegn þeim á upphafssekúndunum og við áttum svör við öllum þeirra aðgerðum í dag," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR ánægður eftir leikinn. „Hvort sem þú talar um vörn eða sókn, það rúllaði allt vel í kvöld. Við náðum góðu forskoti strax í upphafi og héldum sem betur fer dampi," Bjarki var ánægður með sína menn, þrátt fyrir að ná góðu forskoti í fyrri hálfleik héldu þeir áfram allan leikinn. „Það er hætta á að menn detti niður á hælana og að halda einhverju forskoti. Við sýndum karakter í kvöld og ég er ánægður með strákana mína. Við höfum lent í því áður en í dag kláruðu menn verkefnið," Góður varnarleikur skilaði sér í mörgum hraðaupphlaupum fyrir heimamenn. „Varnarlega gekk þetta vel, þeir voru að reyna atriði sem við bjuggumst við að þeir myndu reyna. Fyrir vikið komu lélegar sendingar og léleg skot og þá er eftirleikurinn auðveldur. Strákarnir frammi stóðu sig frábærlega í dag, þetta virkaði glæsilega," Eftir tap í fyrsta leik eru núna komnir þrír sigurleikir í röð hjá Breiðhyltingum. „Þeir eru búnir að svara í dag, þessi leikur var prófsteinn fyrir liðið gegn liði sem er eitt af sterkari liðum deildarinnar," Góð stemming var í Austurberginu í kvöld. „Þetta var frábær skemmtun fyrir handboltann, flottur leikur og fullt hús. Það var frábær stemming og ég vill hrósa stuðningsmönnunum fyrir að mæta á völlinn. Þetta hús er orðið að gryfju og það á að vera erfitt fyrir lið að koma hingað og ná í stig," sagði Bjarki. Ólafur: Þurfum að halda áfram veginn„Þeir voru mjög þéttir í byrjun og okkur tókst illa að leysa úr því. Við vorum ekki nógu dýnamískir eða agaðir til að reyna á það," sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals eftir leikinn. „Þeir fá mikið af auðveldum mörkum og í raun fátt gott sem við gerðum í fyrri hálfleik. Hraðaupphlaupin hjá þeim voru að drepa okkur." „Þetta er tapaður leikur, málið dautt og við þurfum bara að fara yfir þetta. Það er æfing á morgun og við þurfum bara að fara áfram veginn. Menn eru ekki í takt ennþá og það er margt sem má laga," Ólafur hefur verið með áherslubreytingar í sóknarleiknum og menn eru enn að ná áttum. „Við erum að skjóta full fljótt finnst mér. Ég er að reyna að kenna leikmönnunum að sjá möguleikana, ekki vera búnir að ákveða allt fyrirfram. Þetta tekur sinn tíma en þegar það kemur verður þetta mjög flott." „Ég skrifa þetta tap á sóknarleikinn, við vorum að gefa of mikið af auðveldum mörkum. Við eigum líka markvörslu inni, um leið og þetta fer að tikka þá held ég að við verðum bara góðir," sagði Ólafur að lokum. Sturla: Lítið púsluspil í pakkanum„Við byrjum gríðarlega sterkt, vörnin heldur og við fáum auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Upp úr því náum við góðu forskoti sem við lifum á út leikinn," sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR eftir leikinn. „Þeir koma sterkir til baka og ná að minnka bilið í tvö mörk en við lifðum á forskotinu. Við spýttum í lófana við það og náðum að innbyrða gríðarlega sterkan sigur á vel mönnuðu liði," Fyrir utan stuttan kafla í seinni hálfleik var forysta ÍR-inga örugg allan leikinn. „Forskotið var það mikið undir lokin að mér fannst sigurinn aldrei vera í bráðri hættu. Við vorum skynsamir og gerðum það sem var lagt upp með, bæði í vörn og sókn undir lokin og náðum að halda út," Sigur heimamanna grundvallaðist á liðsheildinni, þeir voru flottir á öllum sviðum í kvöld sem gaf af sér mörg hraðaupphlaup. „Vörn, markvarsla, hraðaupphlaup og sóknin, allt flott í dag. Hraðaupphlaupsmörkin voru mikilvæg, það munar rosalega um að þurfa ekki að stilla upp í langar sóknir í hvert skipti. Ódýr mörk gefur liðinu séns á að hvíla sig í vörninni á meðan," Þetta var þriði sigurleikur ÍR-inga í röð eftir tap í fyrsta leik gegn ÍBV. „Við erum búnir að vera að vinna í okkar málum allt frá þeim leik. Þróa okkar leik, bæði varnarlega og sóknarlega og það er vaxandi í okkar leik. Við þurfum að halda áfram, það er lítið liðið af mótinu. Það geta allir unnið alla en hér í Austurberginu ætlumst við til að vinna alla leiki. Þetta var eitt lítið púsluspil í öllum pakkanum," sagði Sturla að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Sjá meira