Umfjöllun og viðtöl: HK - Akureyri 21-27 | HK situr sem fastast á botninum Sigmar Sigfússon skrifar 10. október 2013 11:23 Akureyringar sigruðu HK í Digranesi, 21-27, í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Norðanmenn byrjuðu betur í leiknum og náðu forystu snemma á upphafsmínútunum. Mest náðu þeir fimm marka forystu í fyrri hálfleik sem ágætis vörn og markvarsla skapaði. Gæðin á handboltanum bar þess merki að um botnslag væri að ræða og tæknileg mistök og slæmar ákvarðanatökur voru tíðar hjá báðum liðum. Ekkert gekk hjá Akureyringum á löngum köflum og heimamenn komust aftur inn í leikinn með fimm mörkum í röð og jöfnuðu leikinn í 7-7 á 18. mínútu. Þá settu Akureyringar sig aftur í gírinn og náðu þriggja marka forystu sem þeir héldu út í hálfleik. Staðan var 9-12 í hálfleik. HK-menn byrjuðuð vel í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu tvö mörkin en þá tók við skelfilegur kafli hjá heimamönnum. Norðanmenn völtuðu yfir þá á næstu mínútum og náðu sex marka forskoti á 40. mínútu. Atli Már Bachmann, skytta HK-manna, meiddist á þessum tímapunkti en hann var þeirra besti maður til þessa. HK-ingar löguðu örlítið stöðuna eftir að Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, tók leikhlé. Samúel öskraði af slíkum krafti á leikmenn HK að það hálfa væri nóg. Akureyringar voru ávallt skrefinu á undan og lönduðu á endanum sigrinum, 21-27, eftir frábæran lokakafla. Hjá Akureyringum var Kristján Orri Jóhannsson markahæstur með átta mörk og hjá HK var Leó Snær Pétursson með sex mörk. Jovan Kukobat varði vel í marki Akureyrar, alls sextán skot. Heimir: Spilamennskan var ekkert frábær„Mér fannst við klaufar að klára þetta ekki fyrr. Það datt allur kraftur úr þeim þegar að Atli Karl Bachmann meiddist. Hann er þeirra besti maður eins og staðan er í dag og þá var þetta orðið erfitt fyrir þá,“ sagði Heimir Árnason, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. Þið misstu niður fimm marka forskot í fyrri hálfleik. Hvað gerðist hjá ykkur þar? „Ég held að sjálfstraustið hafi verið í molum eftir leikinn í síðustu umferð þar sem við fengum einn mesta skell sem ég hef fengið á ferlinum. En við kláruðum þetta svo mér er eiginlega alveg sama. Þetta eru tvö stig hérna í kvöld,“ „Við spiluðum fína vörn í dag. Vörnin sem við sýndum fyrir Norðan um daginn var neyðarleg. Spilamennskan var fín hérna í dag. Ekkert frábær, heldur fín,“ sagði Heimir að lokum, ánægður að hafa bætt fyrir leikinn á móti ÍBV sem þeir töpuðu með þrettán mörkum. Samúel: Vandamálið hjá okkur í vetur hingað til er sóknarleikurinn„Við töpuðum leiknum þar sem að baráttan hjá okkur var ekki eins mikil og hjá þeim. Sérstaklega í vörninni og þá hversu slakir við vorum að hlaupa tilbaka. Við hleyptum þeim líka allt of mikið framhjá einn á einn,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK eftir leikinn. „Það sem gerist í þessum kafla þegar við settum fimm mörk í röð á þá var að Óli Víðir kom inn með reynslu. Hann kann þennan leik, hefur gott auga fyrir spili og Þá náðum við að leysa sóknarleikinn vel. Í framhaldi breyttum við líka í 6-0 vörn sem virkaði vel og strákarnir að standa vaktina mjög vel,“ „Óli er samt að spila sig inn í liðið hægt og rólega. Hann er ekki í neinu standi til þess að spila heilan leik. Við þurfum að fara varlega í það spila honum þar sem við megum ekki við frekari meiðslum í okkar hóp.,“ „Við erum alltaf að reyna að vinna í okkar leik og þróa hann áfram. Vandamálið hjá okkur í vetur hingað til er sóknarleikurinn. En eins og fólk veit erum við með nýjan hóp og nýja leikmenn. Það tekur alltaf tíma að læra inn á hvor aðra og ég er sjálfur að læra inn á þá,“ „Við höldum áfram með okkar leik. Það eru fjórir leikir búnir og ég hefði helst viljað vera með meira en eitt stig en við erum ekkert búnir að gefast upp,“ sagði Samúel að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Akureyringar sigruðu HK í Digranesi, 21-27, í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Norðanmenn byrjuðu betur í leiknum og náðu forystu snemma á upphafsmínútunum. Mest náðu þeir fimm marka forystu í fyrri hálfleik sem ágætis vörn og markvarsla skapaði. Gæðin á handboltanum bar þess merki að um botnslag væri að ræða og tæknileg mistök og slæmar ákvarðanatökur voru tíðar hjá báðum liðum. Ekkert gekk hjá Akureyringum á löngum köflum og heimamenn komust aftur inn í leikinn með fimm mörkum í röð og jöfnuðu leikinn í 7-7 á 18. mínútu. Þá settu Akureyringar sig aftur í gírinn og náðu þriggja marka forystu sem þeir héldu út í hálfleik. Staðan var 9-12 í hálfleik. HK-menn byrjuðuð vel í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu tvö mörkin en þá tók við skelfilegur kafli hjá heimamönnum. Norðanmenn völtuðu yfir þá á næstu mínútum og náðu sex marka forskoti á 40. mínútu. Atli Már Bachmann, skytta HK-manna, meiddist á þessum tímapunkti en hann var þeirra besti maður til þessa. HK-ingar löguðu örlítið stöðuna eftir að Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, tók leikhlé. Samúel öskraði af slíkum krafti á leikmenn HK að það hálfa væri nóg. Akureyringar voru ávallt skrefinu á undan og lönduðu á endanum sigrinum, 21-27, eftir frábæran lokakafla. Hjá Akureyringum var Kristján Orri Jóhannsson markahæstur með átta mörk og hjá HK var Leó Snær Pétursson með sex mörk. Jovan Kukobat varði vel í marki Akureyrar, alls sextán skot. Heimir: Spilamennskan var ekkert frábær„Mér fannst við klaufar að klára þetta ekki fyrr. Það datt allur kraftur úr þeim þegar að Atli Karl Bachmann meiddist. Hann er þeirra besti maður eins og staðan er í dag og þá var þetta orðið erfitt fyrir þá,“ sagði Heimir Árnason, þjálfari Akureyrar, eftir leikinn. Þið misstu niður fimm marka forskot í fyrri hálfleik. Hvað gerðist hjá ykkur þar? „Ég held að sjálfstraustið hafi verið í molum eftir leikinn í síðustu umferð þar sem við fengum einn mesta skell sem ég hef fengið á ferlinum. En við kláruðum þetta svo mér er eiginlega alveg sama. Þetta eru tvö stig hérna í kvöld,“ „Við spiluðum fína vörn í dag. Vörnin sem við sýndum fyrir Norðan um daginn var neyðarleg. Spilamennskan var fín hérna í dag. Ekkert frábær, heldur fín,“ sagði Heimir að lokum, ánægður að hafa bætt fyrir leikinn á móti ÍBV sem þeir töpuðu með þrettán mörkum. Samúel: Vandamálið hjá okkur í vetur hingað til er sóknarleikurinn„Við töpuðum leiknum þar sem að baráttan hjá okkur var ekki eins mikil og hjá þeim. Sérstaklega í vörninni og þá hversu slakir við vorum að hlaupa tilbaka. Við hleyptum þeim líka allt of mikið framhjá einn á einn,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK eftir leikinn. „Það sem gerist í þessum kafla þegar við settum fimm mörk í röð á þá var að Óli Víðir kom inn með reynslu. Hann kann þennan leik, hefur gott auga fyrir spili og Þá náðum við að leysa sóknarleikinn vel. Í framhaldi breyttum við líka í 6-0 vörn sem virkaði vel og strákarnir að standa vaktina mjög vel,“ „Óli er samt að spila sig inn í liðið hægt og rólega. Hann er ekki í neinu standi til þess að spila heilan leik. Við þurfum að fara varlega í það spila honum þar sem við megum ekki við frekari meiðslum í okkar hóp.,“ „Við erum alltaf að reyna að vinna í okkar leik og þróa hann áfram. Vandamálið hjá okkur í vetur hingað til er sóknarleikurinn. En eins og fólk veit erum við með nýjan hóp og nýja leikmenn. Það tekur alltaf tíma að læra inn á hvor aðra og ég er sjálfur að læra inn á þá,“ „Við höldum áfram með okkar leik. Það eru fjórir leikir búnir og ég hefði helst viljað vera með meira en eitt stig en við erum ekkert búnir að gefast upp,“ sagði Samúel að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti