Sport

Klitschko vill verða forseti Úkraínu

Klitschko er kominn á kaf í stjórnmálin.
Klitschko er kominn á kaf í stjórnmálin.
Hnefaleikappinn og heimsmeistarinn í þungavigt, Vitali Klitschko, hefur hug á að skipta um starfsvettvang því hann hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Úkraínu árið 2015.

Þessa ákvörðun tók Klitschko eftir að þingið í Úkraínu setti ný lög sem meina mönnum að bjóða sig fram í embættið ef þeir hafa búið utan landsins síðustu tíu ár.

Það finnst Klitschko vera fáranlegt og ósanngjarnt. Sjálfur hefur hann verið meira og minna í Þýskalandi undanfarin ár.

"Það sem gengur á hjá þinginu hræðir mig ekki og mun ekki stoppa mig. Ég mun ráðast gegn þessum lögum og bjóða mig fram til forseta," sagði Klitschko grimmur.

Hann segir að núverandi forseti hafi komið þessum lögum á þar sem hann sé hræddur við framboð sitt. Klitschko leiðir helsta stjórnarandstöðuflokk landsins og tilkynnti um ákvörðun sína á þinginu í gær.

Klitschko-bræðurnir eru þjóðhetjur í Úkraínu og Vitali er talinn líklegur til afreka í forsetakjörinu ef hann á annað borð nær að bjóða sig fram.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×