Sebastian Vettel er pollrólegur og tekur engu sem sjálfsögðum hlut fyrir helgina. Hann getur á sunnudag tryggt sér sinn fjórða heimsmeistaratitil í Formúlu 1-kappakstrinum.
Þjóðverjinn öflugi hefur unnið síðustu fimm keppnir og þarf aðeins að enda í fimmta sæti um helgina til þess að tryggja sér heimsmeistaratitilinn.
"Ég fer inn í þessa helgi og býst ekki við neinu. Ég býst við því að vera í baráttunni en það er ekki hægt að búast við neinu," sagði Vettel hógvær en hann er með 90 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari.
Möguleikar Alonso á að verða heimsmeistari eru nánast engir enda aðeins 100 stig eftir í pottinum.
Alonso þarf að vinna þrjár af síðustu fjórum keppnunum og lenda í öðru sæti í fjórðu keppninni til þess að skáka Vettel.
Vettel getur orðið meistari um helgina

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn

