Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 23-28 | Annar sigur Vals í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Digranesi skrifar 24. október 2013 11:38 Geir Guðmundsson skoraði átta mörk í kvöld. Mynd/Vilhelm Ólafur Stefánsson stýrði Valsmönnum til sigurs á útivelli í fyrsta sinn á tímabilinu. Valur hafði betur gegn botnliði HK í Digranesinu en Kópavogsliðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum á tímabilinu. HK-ingar börðust af krafti í kvöld og var staðan að loknum fyrri hálfleik jöfn, 13-13. Meiri agi og betra skipulag var á leik Valsmanna í síðari hálfleik og það gerði gæfumuninn. Valur er enn í sjötta sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld en nú með sex stig. Það munar þó aðeins tveimur stigum á Val og toppliðum Hauka og ÍR eftir leiki kvöldsins. HK-ingar eru sem fyrr í neðsta sæti með eitt stig. Það var allt annar og betri bragur á liði HK í kvöld en verið hefur í síðustu leikjum. Baráttan var til fyrirmyndar en á henni náðu HK-ingar að halda sér inn í leiknum fram á lokamínútur leiksins. HK var oftar með frumkvæðið í fyrri hálfleik og nýtti sér þá ringulreið sem var í liði Vals, sérstaklega á upphafsmínútum leiksins. Miklu munaði um framlag Jóhanns Reynis Gunnlaugssonar sem tók sig til og skoraði fimm mörk í röð fyrir HK á sex mínútna kafla. Jóhann Reynir átti eftir að skora alls tíu mörk í leiknum en þessi öfluga skytta, sem kom frá Víkingi í sumar, var óhræddur við að láta vaða í leiknum í kvöld. Valsmenn bættu sinn leik verulega í síðari hálfleik og um tíma leit út fyrir að lærisveinar Ólafs Stefánssonar ætluðu að stinga af. Hlynur hrökk í gang í markinu með betri varnarleik og þá komu hraðaupphlaupsmörkin. En sem fyrr gáfust heimamenn ekki upp og voru vel inni í leiknum þar til að um fimm mínútur voru eftir. Hópur HK er heldur þunnskipaður og þreyttir leikmenn HK gerðu ítrekað mistök sem Valsmenn voru duglegir að refsa fyrir. Geir Guðmundsson fékk frítt skotleyfi á lokakafla leiksins og var öflugur. Hann endaði sem markahæsti leikmaður Valsmanna sem nýttu breiddina sína ágætlega í kvöld. Guðmundur Hólmar var einnig öflugur sem og Vignir á línunni.Ólafur: Náðum að halda haus Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals, fagnaði stigunum tveimur sem Valur fékk í kvöld en sagði margt hægt að bæta í frammistöðunni. Hans menn náðu sér illa á strik í fyrri hálfleik og Ólafur brást við því í hálfleik. „Ég vildi í raun breyta öllu fyrir seinni hálfleikinn. HK er með gott lið og hættulegir heim að sækja, sérstaklega á þessum tímapunkti. Þeir eru undir pressu,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „Við vorum bara ekki nógu vel einbeittir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var heldur ekki sannfærandi og við misstum til að mynda niður þriggja marka forystu.“ „En ég er ánægður með að við náðum að halda haus. Við þurftum að breyta ansi mörgu - meira en ég hefði viljað. Við prófuðum meira að segja 6-0 vörnina. Hún var ekki að rúlla enda höfum við ekki verið að æfa hana að neinu ráði.“ Ólafur segir að 5+1 vörnin hafi gefið bestu raunina. „Við erum að reyna að finna okkar útgáfu af henni - þróa hana og spila hana betur. Við eigum enn nokkuð langt í land en það var margt fínt í kvöld.“ „Við tókum örlítið skref fram á við í kvöld - hænufet. Það er betra en skref aftur á bak. Þetta voru mikilvægir punktar og nú höfum við tvær vikur til að vinna í okkar málum í næði áður en við mætum ÍBV.“ Ólafur er duglegur að nota breiddina í Valsliðinu en án þess þó að taka leikmenn sem standa sig vel út af án sýnilegrar ástæðu. „Þessi hugmynd um að láta menn spila korter og korter sama hvað gerist í leiknum var í raun ekki sniðug í raun á skjön við allt það sem ég stend fyrir.“ „Þetta var hugmynd sem gekk vel hjá mér í fjögur ár en var ekki að rúlla vel fyrir okkur. Maður verður að vera tilbúinn til þess að breyta til,“ bætti hann við.Jóhann Reynir: Framfaraskref hjá okkur „Það var barátta í þessu hjá okkur - meiri en í síðustu leikjum. Þetta var framfaraskref þrátt fyrir tapið,“ sagði Jóhann Reynir Gunnlaugsson eftir sigur Vals á HK í kvöld. Jóhann Reynir skoraði tíu mörk í leiknum og fór á löngum köflum fyrir sóknarleik HK-inga í leiknum. „Ég er bjartsýnn á framhaldið ef við miðum við þennan leik. Menn ætla að gefa sig alla í þetta og nú er það bara næsti leikur.“ „Það var jákvætt að við fengum ekki jöfn mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum eins og í síðustu leikjum. Þau komu nokkur í restina hjá Val en þá voru menn orðnir þreyttir.“ „En aðalmálið var baráttan og hún var góð í kvöld.“Samúel Ívar: Spiluðum með hjartanu „Ég er sáttur við heilmikið sem mínir menn gerðu í kvöld. Ég hef verið að kalla eftir því að menn spili með hjartanu og þó svo að við séum með ungt lið eru ákveðnir leikmenn sem þurfa að draga vagninn meira en aðrir,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK. „Það tekur kannski smá tíma að venjast því að leita oftar á sömu mennina en heilt yfir fannst mér leikmenn svara kallinu nokkuð vel.“ „Við ræddum það í vikunni hvernig við viljum kynna okkur út á við og hvernig það er talað um okkur sem handboltalið. Við höfum sett okkur ákveðin mottó og mér fannst við standa ágætlega undir merkjum í dag.“ Hann segir að þrátt fyrir að Valur hafi unnið fimm marka sigur hafi ekki verið fimm marka munur á frammistöðu liðanna í kvöld. „Við vorum í góðum séns þar til á lokamínútunum. Varnarleikurinn hjá okkur var góður þrátt fyrir að einstaklingsmistökin koma inn á milli en það er oft einkenni ungra liða.“ „Heilt yfir var þetta fyrsta flokks barátta hjá mínum mönnum og ég get ekki sett neitt út á frammistöðuna ef þetta er viljinn sem menn sýna bæði í æfingum og leikjum.“ Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Ólafur Stefánsson stýrði Valsmönnum til sigurs á útivelli í fyrsta sinn á tímabilinu. Valur hafði betur gegn botnliði HK í Digranesinu en Kópavogsliðið er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum á tímabilinu. HK-ingar börðust af krafti í kvöld og var staðan að loknum fyrri hálfleik jöfn, 13-13. Meiri agi og betra skipulag var á leik Valsmanna í síðari hálfleik og það gerði gæfumuninn. Valur er enn í sjötta sæti deildarinnar eftir sigurinn í kvöld en nú með sex stig. Það munar þó aðeins tveimur stigum á Val og toppliðum Hauka og ÍR eftir leiki kvöldsins. HK-ingar eru sem fyrr í neðsta sæti með eitt stig. Það var allt annar og betri bragur á liði HK í kvöld en verið hefur í síðustu leikjum. Baráttan var til fyrirmyndar en á henni náðu HK-ingar að halda sér inn í leiknum fram á lokamínútur leiksins. HK var oftar með frumkvæðið í fyrri hálfleik og nýtti sér þá ringulreið sem var í liði Vals, sérstaklega á upphafsmínútum leiksins. Miklu munaði um framlag Jóhanns Reynis Gunnlaugssonar sem tók sig til og skoraði fimm mörk í röð fyrir HK á sex mínútna kafla. Jóhann Reynir átti eftir að skora alls tíu mörk í leiknum en þessi öfluga skytta, sem kom frá Víkingi í sumar, var óhræddur við að láta vaða í leiknum í kvöld. Valsmenn bættu sinn leik verulega í síðari hálfleik og um tíma leit út fyrir að lærisveinar Ólafs Stefánssonar ætluðu að stinga af. Hlynur hrökk í gang í markinu með betri varnarleik og þá komu hraðaupphlaupsmörkin. En sem fyrr gáfust heimamenn ekki upp og voru vel inni í leiknum þar til að um fimm mínútur voru eftir. Hópur HK er heldur þunnskipaður og þreyttir leikmenn HK gerðu ítrekað mistök sem Valsmenn voru duglegir að refsa fyrir. Geir Guðmundsson fékk frítt skotleyfi á lokakafla leiksins og var öflugur. Hann endaði sem markahæsti leikmaður Valsmanna sem nýttu breiddina sína ágætlega í kvöld. Guðmundur Hólmar var einnig öflugur sem og Vignir á línunni.Ólafur: Náðum að halda haus Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals, fagnaði stigunum tveimur sem Valur fékk í kvöld en sagði margt hægt að bæta í frammistöðunni. Hans menn náðu sér illa á strik í fyrri hálfleik og Ólafur brást við því í hálfleik. „Ég vildi í raun breyta öllu fyrir seinni hálfleikinn. HK er með gott lið og hættulegir heim að sækja, sérstaklega á þessum tímapunkti. Þeir eru undir pressu,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „Við vorum bara ekki nógu vel einbeittir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var heldur ekki sannfærandi og við misstum til að mynda niður þriggja marka forystu.“ „En ég er ánægður með að við náðum að halda haus. Við þurftum að breyta ansi mörgu - meira en ég hefði viljað. Við prófuðum meira að segja 6-0 vörnina. Hún var ekki að rúlla enda höfum við ekki verið að æfa hana að neinu ráði.“ Ólafur segir að 5+1 vörnin hafi gefið bestu raunina. „Við erum að reyna að finna okkar útgáfu af henni - þróa hana og spila hana betur. Við eigum enn nokkuð langt í land en það var margt fínt í kvöld.“ „Við tókum örlítið skref fram á við í kvöld - hænufet. Það er betra en skref aftur á bak. Þetta voru mikilvægir punktar og nú höfum við tvær vikur til að vinna í okkar málum í næði áður en við mætum ÍBV.“ Ólafur er duglegur að nota breiddina í Valsliðinu en án þess þó að taka leikmenn sem standa sig vel út af án sýnilegrar ástæðu. „Þessi hugmynd um að láta menn spila korter og korter sama hvað gerist í leiknum var í raun ekki sniðug í raun á skjön við allt það sem ég stend fyrir.“ „Þetta var hugmynd sem gekk vel hjá mér í fjögur ár en var ekki að rúlla vel fyrir okkur. Maður verður að vera tilbúinn til þess að breyta til,“ bætti hann við.Jóhann Reynir: Framfaraskref hjá okkur „Það var barátta í þessu hjá okkur - meiri en í síðustu leikjum. Þetta var framfaraskref þrátt fyrir tapið,“ sagði Jóhann Reynir Gunnlaugsson eftir sigur Vals á HK í kvöld. Jóhann Reynir skoraði tíu mörk í leiknum og fór á löngum köflum fyrir sóknarleik HK-inga í leiknum. „Ég er bjartsýnn á framhaldið ef við miðum við þennan leik. Menn ætla að gefa sig alla í þetta og nú er það bara næsti leikur.“ „Það var jákvætt að við fengum ekki jöfn mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum eins og í síðustu leikjum. Þau komu nokkur í restina hjá Val en þá voru menn orðnir þreyttir.“ „En aðalmálið var baráttan og hún var góð í kvöld.“Samúel Ívar: Spiluðum með hjartanu „Ég er sáttur við heilmikið sem mínir menn gerðu í kvöld. Ég hef verið að kalla eftir því að menn spili með hjartanu og þó svo að við séum með ungt lið eru ákveðnir leikmenn sem þurfa að draga vagninn meira en aðrir,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK. „Það tekur kannski smá tíma að venjast því að leita oftar á sömu mennina en heilt yfir fannst mér leikmenn svara kallinu nokkuð vel.“ „Við ræddum það í vikunni hvernig við viljum kynna okkur út á við og hvernig það er talað um okkur sem handboltalið. Við höfum sett okkur ákveðin mottó og mér fannst við standa ágætlega undir merkjum í dag.“ Hann segir að þrátt fyrir að Valur hafi unnið fimm marka sigur hafi ekki verið fimm marka munur á frammistöðu liðanna í kvöld. „Við vorum í góðum séns þar til á lokamínútunum. Varnarleikurinn hjá okkur var góður þrátt fyrir að einstaklingsmistökin koma inn á milli en það er oft einkenni ungra liða.“ „Heilt yfir var þetta fyrsta flokks barátta hjá mínum mönnum og ég get ekki sett neitt út á frammistöðuna ef þetta er viljinn sem menn sýna bæði í æfingum og leikjum.“
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira