Viðskipti erlent

Ný stýrikerfi hjá Apple og Microsoft ókeypis

Samúel Karl Ólason skrifar
Craig Federighi frá Apple tilkynnti að uppfærsla stýriskerfa hjá Apple væru ókeypis í gær.
Craig Federighi frá Apple tilkynnti að uppfærsla stýriskerfa hjá Apple væru ókeypis í gær. Mynd/Wired
Apple tilkynnti í gær að ókeypis væri að uppfæra í nýjasta stýrikerfið frá þeim. Fyrir 18 árum var helmingur tekna fyrirtækisins til kominn vegna sölu stýrikerfa. Vefmiðillinn Wired greinir frá þessu.

Sömu sögu er að segja af Microsoft, sem var með sambærilega tilkynningu í síðustu viku, en tæplega helmingur tekna þess fyrirtækis var eitt sinn til kominn vegna stýrikerfa. Á síðasta ári var 25%. Windows 8 notendum stendur nú til boða að nálgast Windows 8.1 ókeypis.

Stór hluti þessarar þrónnar er snjallsímavæðingin sem hefur breytt hvernig neytendur hugsa um stýrikerfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×