Í eldhúsinu hennar Evu - Ítalskar kjötbollur 22. október 2013 16:30 Fyrsti þáttur Í eldhúsinu hennar Evu á Stöð 3. Hér býr Eva Laufey til ljúffengar ítalskar kjötbollur fyrir fjóra til fimm. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan. Í eldhúsinu hennar Evu er á dagskrá Stöðvar 3 á mánudagskvöldum klukkan 20.45. Rauða sósan 1 msk ólífuolía 2 -3 hvítlauksrif, marin 1/2 laukur, smátt skorinn 2 dósir hakkaðir tómatar 4 dl vatn 1/2 kjúklingateningur 1- 2 msk.fersk steinselja, smátt söxuð 1 – 2 msk. fersk basilíka, smátt söxuð 1 tsk. agave síróp salt og pipar, magn eftir smekk Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og hvítlauk í olíunni í 1 - 2 mínútur. Bætið restinni af hráefnum út á pönnuna og leyfið sósunni að malla við vægan hita í 15 – 20 mínútur. Ítalskar kjötbollur 500 g. nautahakk 1 dl. brauðrasp 1 laukur, smátt skorinn 3 hvítlauksrif, marin 2 msk. fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk. fersk basílika, smátt söxuð 2 msk rifinn parmesanostur 1 egg, létt pískað salt og pipar, magn eftir smekk 1 msk. olía Blandið öllum hráefnum saman með höndunum. Mótið litlar kúlur, passið að hafa þær ekki of stórar vegna þess að þá er hætta á að þær klofni þegar þær fara ofan í sósuna. Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar í smá stund. Látið síðan bollurnar ofan í sósuna, leyfið bollunum að malla við vægan hita í 15 - 20 mínútur. Mér finnst best að bera bollurnar fram með spagettí en hægt er að nota hvaða pastategund sem er, bara þá tegund sem ykkur þykir best. Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Setjið spagettíið á fat og raðið síðan bollunum ofan á og hellið sósunni yfir. Rífið duglega af ferskum Parmesanosti yfir og skreytið með nokkrum ferskum basilíkulaufum. . Eva Laufey Kjötbollur Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira
Fyrsti þáttur Í eldhúsinu hennar Evu á Stöð 3. Hér býr Eva Laufey til ljúffengar ítalskar kjötbollur fyrir fjóra til fimm. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan. Í eldhúsinu hennar Evu er á dagskrá Stöðvar 3 á mánudagskvöldum klukkan 20.45. Rauða sósan 1 msk ólífuolía 2 -3 hvítlauksrif, marin 1/2 laukur, smátt skorinn 2 dósir hakkaðir tómatar 4 dl vatn 1/2 kjúklingateningur 1- 2 msk.fersk steinselja, smátt söxuð 1 – 2 msk. fersk basilíka, smátt söxuð 1 tsk. agave síróp salt og pipar, magn eftir smekk Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk og hvítlauk í olíunni í 1 - 2 mínútur. Bætið restinni af hráefnum út á pönnuna og leyfið sósunni að malla við vægan hita í 15 – 20 mínútur. Ítalskar kjötbollur 500 g. nautahakk 1 dl. brauðrasp 1 laukur, smátt skorinn 3 hvítlauksrif, marin 2 msk. fersk steinselja, smátt söxuð 2 msk. fersk basílika, smátt söxuð 2 msk rifinn parmesanostur 1 egg, létt pískað salt og pipar, magn eftir smekk 1 msk. olía Blandið öllum hráefnum saman með höndunum. Mótið litlar kúlur, passið að hafa þær ekki of stórar vegna þess að þá er hætta á að þær klofni þegar þær fara ofan í sósuna. Hitið olíu á pönnu og steikið bollurnar í smá stund. Látið síðan bollurnar ofan í sósuna, leyfið bollunum að malla við vægan hita í 15 - 20 mínútur. Mér finnst best að bera bollurnar fram með spagettí en hægt er að nota hvaða pastategund sem er, bara þá tegund sem ykkur þykir best. Sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Setjið spagettíið á fat og raðið síðan bollunum ofan á og hellið sósunni yfir. Rífið duglega af ferskum Parmesanosti yfir og skreytið með nokkrum ferskum basilíkulaufum. .
Eva Laufey Kjötbollur Nautakjöt Uppskriftir Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Sjá meira