Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 32-26 | Þriðji sigur Valsmanna í röð Sigmar Sigfússon á Hlíðarenda skrifar 9. nóvember 2013 13:00 Mynd/Vilhelm Ólafur Stefánsson og lærisveinar hans í Val eru komnir á beinu brautina með þriðja sigur sinn í röð er þeir unnu ÍBV, 32-26, á heimavelli í 7. umferð Olís-deildarinnar í dag. Eyjamenn byrjuðu betur í leiknum og heimamenn áttu í vandræðum í sóknaleik sínum gegn vörn ÍBV. Hinn hávaxni leikmaður íBV, Magnús Stefánsson, spilaði fyrir framan vörnina og Valsmenn komust illa í gegn í upphafi. ÍBV náði mest fimm marka forystu áður en Valsmenn hrukku í gang. Finnur Ingi Stefánsson kom Valsmönnum yfir í fyrsta sinn á 18. mínútu, 8-7. Eftir það var leikurinn stál í stál en Valsmenn spiluðu þó betur fram að hálfleik. Staðan í hálfleik var 16-13 fyrir heimamenn. Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Vals, fékk að líta rauðaspjaldið fyrir að fara í Andra Heimi Friðriksson í aðdraganda hraðaupphlaups Eyjamanna. Harður dómur svo ekki sé minna sagt. Valsmenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru heilt yfir sterkari en Eyjamenn á flestum sviðum. Hlynur varði mikilvæga bolta fyrir Hlíðarendaliðið sem skilaði sér í hraðaupphlaupum. Línumaður Vals, Orri Freyr Gíslason, fékk brottvísun fyrir litlar sakir í upphafi síðari hálfleiks og aðra í kjölfarið fyrir mótmæli og þar með rautt spjald. Valsmenn léku því bróðurpart seinni hálfleiks án hans. Róbert Aron Hostert, landsliðsmaður ÍBV, fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og tók ekki frekari þátt í leiknum. Það virtist vera mikil blóðtaka fyrir Lánlausa Eyjapilta sem náðu sér ekki á strik í dag. Valsmenn náðu mest sjö marka forystu í seinni hálfleik og sigurinn aldrei í hættu. Guðmundur Hólmar Helgason, skytta Valsmanna, átti stórleik og skoraði 13 mörk fyrir sitt lið í leiknum þar af fjögur úr vítum. Agnar Smári Jónsson, Valsmaðurinn í liði Eyjamanna var atkvæðamestur þar á bæ með sex mörk. Guðmundur Hólmar: Algjör liðssigur„Ég er mjög ánægður með þennan sigur, algjör liðssigur,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason, stórskytta Valsmanna, sem átti frábæran leik og skoraði 13 mörk, eftir leikinn. „Vörnin var góð hjá okkur en við vorum örlítið óheppnir í byrjun leiks og þeir refsuðu okkur með hraðaupphlaupum. Við spiluðuð nokkuð agaðan sóknaleik nema þá helst ég sem skaut mjög mikið á markið. En ég er fyrst og fremst sáttur með sigurinn hjá liðinu í heild,“ sagði Guðmundur. „Við lentum í vandræðum í sókninni í byrjun leiks gegn Magnúsi Stefánssyni. Hann er með rosalegan faðm og erfitt að senda boltann framhjá honum. Enda stal hann alveg fimm boltum. En við leystum það ágætlega fannst mér. Við fórum ekki í neitt panikk.“ „Við erum farnir að skilja Óla betur og hann okkur. Við erum að taka þetta í réttum skrefum finnst mér. Við ætluðum okkur of mikið í upphafi. Æfingarnar hjá honum eru flottar og eru að skila sér núna inn á vellinum. Við eigum mikið inni ennþá,“ sagði Akureyringurinn að lokum. Gunnar: Valsmenn voru sterkari við á öllum sviðum„Svona heilt yfir voru Valsmenn betri en við á öllum sviðum í dag. Við vorum að gera mikil mistök í sókninni. Allt of mikið af slæmum ákvörðunum sem skilaði sér í mörgum hraðaupphlaupum í bakið á okkur. Kannski var það of mikið fyrir suma að vera í fyrsta sinn í sjónvarpi,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, ósáttur eftir leikinn. „Spennustigið var ef til vill of hátt og við vorum að gera mistök sem við erum ekki vanir að gera.“ „Það er samt skrýtið að tapa leik en samt að spila góða vörn. Það sem munaði á liðunum í dag fyrir utan þau mistök sem við gerðum var markvarslan. Hlynur og Lárus voru að taka nokkra mikilvæga bolta en okkar markmenn áttu ekki góðan dag. Ef við fáum ekki markvörslu á móti liði eins og Val þá vinnum við þá ekki hérna í Vodafonehöllinni,“ sagði Gunnar. „Það munar fyrir öll lið að missa leikmann eins og Róbert út. En samt sem áður erum við með leikmenn sem eiga að geta stigið upp í þannig aðstæðum. Þetta var tækifæri fyrir aðra að sýna sig en það gekk því miður ekki upp í dag,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Ólafur Stefánsson og lærisveinar hans í Val eru komnir á beinu brautina með þriðja sigur sinn í röð er þeir unnu ÍBV, 32-26, á heimavelli í 7. umferð Olís-deildarinnar í dag. Eyjamenn byrjuðu betur í leiknum og heimamenn áttu í vandræðum í sóknaleik sínum gegn vörn ÍBV. Hinn hávaxni leikmaður íBV, Magnús Stefánsson, spilaði fyrir framan vörnina og Valsmenn komust illa í gegn í upphafi. ÍBV náði mest fimm marka forystu áður en Valsmenn hrukku í gang. Finnur Ingi Stefánsson kom Valsmönnum yfir í fyrsta sinn á 18. mínútu, 8-7. Eftir það var leikurinn stál í stál en Valsmenn spiluðu þó betur fram að hálfleik. Staðan í hálfleik var 16-13 fyrir heimamenn. Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Vals, fékk að líta rauðaspjaldið fyrir að fara í Andra Heimi Friðriksson í aðdraganda hraðaupphlaups Eyjamanna. Harður dómur svo ekki sé minna sagt. Valsmenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og voru heilt yfir sterkari en Eyjamenn á flestum sviðum. Hlynur varði mikilvæga bolta fyrir Hlíðarendaliðið sem skilaði sér í hraðaupphlaupum. Línumaður Vals, Orri Freyr Gíslason, fékk brottvísun fyrir litlar sakir í upphafi síðari hálfleiks og aðra í kjölfarið fyrir mótmæli og þar með rautt spjald. Valsmenn léku því bróðurpart seinni hálfleiks án hans. Róbert Aron Hostert, landsliðsmaður ÍBV, fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og tók ekki frekari þátt í leiknum. Það virtist vera mikil blóðtaka fyrir Lánlausa Eyjapilta sem náðu sér ekki á strik í dag. Valsmenn náðu mest sjö marka forystu í seinni hálfleik og sigurinn aldrei í hættu. Guðmundur Hólmar Helgason, skytta Valsmanna, átti stórleik og skoraði 13 mörk fyrir sitt lið í leiknum þar af fjögur úr vítum. Agnar Smári Jónsson, Valsmaðurinn í liði Eyjamanna var atkvæðamestur þar á bæ með sex mörk. Guðmundur Hólmar: Algjör liðssigur„Ég er mjög ánægður með þennan sigur, algjör liðssigur,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason, stórskytta Valsmanna, sem átti frábæran leik og skoraði 13 mörk, eftir leikinn. „Vörnin var góð hjá okkur en við vorum örlítið óheppnir í byrjun leiks og þeir refsuðu okkur með hraðaupphlaupum. Við spiluðuð nokkuð agaðan sóknaleik nema þá helst ég sem skaut mjög mikið á markið. En ég er fyrst og fremst sáttur með sigurinn hjá liðinu í heild,“ sagði Guðmundur. „Við lentum í vandræðum í sókninni í byrjun leiks gegn Magnúsi Stefánssyni. Hann er með rosalegan faðm og erfitt að senda boltann framhjá honum. Enda stal hann alveg fimm boltum. En við leystum það ágætlega fannst mér. Við fórum ekki í neitt panikk.“ „Við erum farnir að skilja Óla betur og hann okkur. Við erum að taka þetta í réttum skrefum finnst mér. Við ætluðum okkur of mikið í upphafi. Æfingarnar hjá honum eru flottar og eru að skila sér núna inn á vellinum. Við eigum mikið inni ennþá,“ sagði Akureyringurinn að lokum. Gunnar: Valsmenn voru sterkari við á öllum sviðum„Svona heilt yfir voru Valsmenn betri en við á öllum sviðum í dag. Við vorum að gera mikil mistök í sókninni. Allt of mikið af slæmum ákvörðunum sem skilaði sér í mörgum hraðaupphlaupum í bakið á okkur. Kannski var það of mikið fyrir suma að vera í fyrsta sinn í sjónvarpi,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, ósáttur eftir leikinn. „Spennustigið var ef til vill of hátt og við vorum að gera mistök sem við erum ekki vanir að gera.“ „Það er samt skrýtið að tapa leik en samt að spila góða vörn. Það sem munaði á liðunum í dag fyrir utan þau mistök sem við gerðum var markvarslan. Hlynur og Lárus voru að taka nokkra mikilvæga bolta en okkar markmenn áttu ekki góðan dag. Ef við fáum ekki markvörslu á móti liði eins og Val þá vinnum við þá ekki hérna í Vodafonehöllinni,“ sagði Gunnar. „Það munar fyrir öll lið að missa leikmann eins og Róbert út. En samt sem áður erum við með leikmenn sem eiga að geta stigið upp í þannig aðstæðum. Þetta var tækifæri fyrir aðra að sýna sig en það gekk því miður ekki upp í dag,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira