Fremsti íþróttamaður sögunnar leikur sinn síðasta leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2013 16:30 Mynd/Fésbókarsíða Tendulkar Aðeins eitt kemst að hjá Indverjum þann 18. nóvember þegar sönn þjóðhetja leggur kylfuna á hilluna. Líklega komast fáir með tærnar þar sem íþróttamenn á borð við Michael Jordan hafa hælana. Í hinum vestræna heimi að minnsta kosti. Ef haldið er í austurátt væru vafalítið fjölmargir tilbúnir að færa fyrir því rök að Sachin Tendulkar standi honum framar. Engin spurning er í þeirra augum að þar fari sá fremsti í sögunni. Já, þið lásuð rétt. Sachin Tendulkar. Að öðrum ólöstuðum fremsti krikketleikmaður allra tíma. Íþróttin er lítið stunduð hér á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum. Hún nýtur þó mikilla vinsælda hjá Bretum og hjá þjóðum sem þeir drottnuðu á sínum tíma yfir. Fyrir þá hina sömu er Tendulkar merkilegri íþróttamaður en Jordan, Tom Brady, Pele og Wayne Gretzky. Fleiri mætti telja og líklega leggja saman. Tendulkar er maðurinn.Tendulkar með umrædda mynt.Í fæðingarlandinu, Indlandi, er erfitt að koma orðum að því hve miklu hann skipti fólkið. Þann 18. nóvember mun tíminn standa í stað. Indverjar mæta Vestur-Indíum og verða augu allra á skjánum. Nema þeirra sem eru svo heppnir að eiga miða á völlinn. Bollywood-stjörnurnar hafa tekið deginn frá til að fylgjast með íþróttamanninum fertuga spila sinn síðasta leik. Blaðamenn hafa fært rök fyrir því að Tendulkar eigi að gera að íþróttamálaráðherra. Búið er að slá nýja mynt með mynd af Tendulkar honum til heiðurs sem var notuð á dögunum til að ákvarða hvort landsliðið myndi byrja að slá í leiknum þann 18. nóvember. Búið er að reisa risastóra vaxmynd af honum fyrir utan leikvanginn og fyrirhugað er að láta 199 kíló af rósablöðum falla á hann úr tveimur flugvélum. Eitt kíló fyrir hvern leik. Til að einfalda hlutina má benda á að líkt og Michael Jackson heitinn, þá hefur Tendulkar bæði komið fram í auglýsingum fyrir gosdrykkjarisana Coke og Pepsi.Sachin Tendulkar á kóngastól.Allt frá því Tendulkar fékk boltann í andlitið í fyrsta landsleiknum gegn Pakistan 16 ára gamall, um það leyti sem Berlínarmúrinn var á niðurleið, þurrkaði blóðið og sló næsta bolta eins langt og mögulegt var, hefur hann verið þjóðhetja. Indverjar áttu hetju. Hetju sem hefur leitt þá til sigurs á krikketvellinum og fengið landa sína til að gleyma öðrum erfiðleikum sem að steðja. Sumir Indverjar segja ekki muna hvernig lífið var fyrir tíð Tendulkar. Einhverjir vilja hann sem forsætisráðherra. Kosningar eru framundan í maí og skyldi enginn útiloka neitt. Hann á þegar sæti í indverska þinginu. Nánari umfjöllun um Sachin Tendulkar, sem textinn að ofan er byggður á, má finna á vef Globalpost. Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Aðeins eitt kemst að hjá Indverjum þann 18. nóvember þegar sönn þjóðhetja leggur kylfuna á hilluna. Líklega komast fáir með tærnar þar sem íþróttamenn á borð við Michael Jordan hafa hælana. Í hinum vestræna heimi að minnsta kosti. Ef haldið er í austurátt væru vafalítið fjölmargir tilbúnir að færa fyrir því rök að Sachin Tendulkar standi honum framar. Engin spurning er í þeirra augum að þar fari sá fremsti í sögunni. Já, þið lásuð rétt. Sachin Tendulkar. Að öðrum ólöstuðum fremsti krikketleikmaður allra tíma. Íþróttin er lítið stunduð hér á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum. Hún nýtur þó mikilla vinsælda hjá Bretum og hjá þjóðum sem þeir drottnuðu á sínum tíma yfir. Fyrir þá hina sömu er Tendulkar merkilegri íþróttamaður en Jordan, Tom Brady, Pele og Wayne Gretzky. Fleiri mætti telja og líklega leggja saman. Tendulkar er maðurinn.Tendulkar með umrædda mynt.Í fæðingarlandinu, Indlandi, er erfitt að koma orðum að því hve miklu hann skipti fólkið. Þann 18. nóvember mun tíminn standa í stað. Indverjar mæta Vestur-Indíum og verða augu allra á skjánum. Nema þeirra sem eru svo heppnir að eiga miða á völlinn. Bollywood-stjörnurnar hafa tekið deginn frá til að fylgjast með íþróttamanninum fertuga spila sinn síðasta leik. Blaðamenn hafa fært rök fyrir því að Tendulkar eigi að gera að íþróttamálaráðherra. Búið er að slá nýja mynt með mynd af Tendulkar honum til heiðurs sem var notuð á dögunum til að ákvarða hvort landsliðið myndi byrja að slá í leiknum þann 18. nóvember. Búið er að reisa risastóra vaxmynd af honum fyrir utan leikvanginn og fyrirhugað er að láta 199 kíló af rósablöðum falla á hann úr tveimur flugvélum. Eitt kíló fyrir hvern leik. Til að einfalda hlutina má benda á að líkt og Michael Jackson heitinn, þá hefur Tendulkar bæði komið fram í auglýsingum fyrir gosdrykkjarisana Coke og Pepsi.Sachin Tendulkar á kóngastól.Allt frá því Tendulkar fékk boltann í andlitið í fyrsta landsleiknum gegn Pakistan 16 ára gamall, um það leyti sem Berlínarmúrinn var á niðurleið, þurrkaði blóðið og sló næsta bolta eins langt og mögulegt var, hefur hann verið þjóðhetja. Indverjar áttu hetju. Hetju sem hefur leitt þá til sigurs á krikketvellinum og fengið landa sína til að gleyma öðrum erfiðleikum sem að steðja. Sumir Indverjar segja ekki muna hvernig lífið var fyrir tíð Tendulkar. Einhverjir vilja hann sem forsætisráðherra. Kosningar eru framundan í maí og skyldi enginn útiloka neitt. Hann á þegar sæti í indverska þinginu. Nánari umfjöllun um Sachin Tendulkar, sem textinn að ofan er byggður á, má finna á vef Globalpost.
Íþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira