Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Akureyri 23-17 | Auðvelt hjá FH Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 7. nóvember 2013 09:50 mynd/stefán FH vann öruggan sigur á Akureyri 23-17 í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik 9-6. FH var alltaf á undan í leiknum og kom slakur leikur liðsins í fyrri hálfleik í veg fyrir að liðið væri búið að gera út um leikinn eftir 30 mínútur. Sóknarleikur Akureyri var í molum og þó varnarleikur gestanna hafi verið þokkalegur fóru FH-ingar illa með mörg dauðafæri. Sú spenna sem enn var á lífi í hálfleik dó drottni sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. FH skoraði fimm fyrstu mörkin og gerðu í raun út um leikinn því Akureyri hafði enga burði til að vinna upp átta marka forskot á skömmum tíma. Enginn taktur var í sóknarleik Akureyrar og liðið einfaldlega slakt á sama tíma og FH gekk á lagið í seinni hálfleik. FH-ingar slökuðu á klónni er leið á seinni hálfleik en aldrei nóg til að þess að leikurinn yrði spennandi. Einar Andri: Fengum meiri hraða og ákefð í sóknina„Þessi leikur fær enga verðlaunabolta viðurkenningu en þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að ná í tvö stig á heimvelli og við gerðum það. Við höfum unnið alla heimaleikina okkar í vetur og þokkalega sannfærandi allt. Við erum ánægðir með það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH. „Varnarleikurinn var frábær og markvarslan. Við erum að skapa okkur góðar stöður í mörgum leikjum til að gera betur og skora fleiri mörk en að einhverjum ástæðum höfum við ekki verið að slútta vel í dauðafærum og hraðaupphlaupum. Við ætlum að spila góða vörn þangað til það smellur. „Við lékum ekki vel sóknarlega í fyrri hálfleik og þeir ekki heldur þannig að mér fannst við ekki eiga meira skilið. Mér fannst við eiga töluvert inni. Við vildum fá meiri hraða í okkar sóknarleik og keyra af meiri ákefð og fara í sénsana sem voru í boði. „Við náðum þokkalegasta takti í þetta og náum að skora 14 mörk í seinni hálfleik. Við breyttum engu sem við vorum að gera. Þeir voru með ákveðnar varnarútfærslu í 6-0 vörninni sem náði að aðeins að trufla okkur en við náðum að stilla okkur af og láta boltann ganga aðeins lengur og svo fengum við nokkur góð hraðaupphlaup,“ sagði Einar Andri. FH skoraði 8 mörk úr hraðaupphlaupum á móti 3 hjá Akureyri og má segja að hraðaupphlaupin hafi skilið á milli því Akureyri tapaði ófáum boltum þegar liðið reyndi að keyra hratt. „Við héldum alltaf áfram og spiluðum á öllum mannskapnum þannig að við höfðum alltaf orku til að keyra,“ sagði Einar Andri. Bjarni: Hraðaupphlaupin ráða úrslitum„Sóknarleikurinn var ekki góður en það var sama með FH. Sóknarleikurinn þeirra var mjög lélegur. Deildin er bara orðin þannig að við erum búin að spila við sömu liðin 100 sinnum og það eru allir búnir að greina alla í drasl og það vita allir hvað allir eru að gera og þetta verður því svolítið erfitt. Þá ráða hraðaupphlaupin úrslitum,“ sagði Bjarni Fritzson sem var markahæsti leikmaður Akureyri í leiknum. „Enn einn leikinn eru það hraðaupphlaup sem ráða úrslitum. Þeir mynda alltaf þetta gat sem því að nýta tvö, þrjú hraðaupphlaup. Þá stækkar munurinn. Á meðan við sýndum ekki neitt. „Það er hræðilegt hvað við gerum mikið af barna mistökum. Það er óþolandi,“ sagði Bjarni um fjölda tapaða bolta hjá Akureyri. „Við þurfum að fókusa á sjálfa okkur og reyna að verða betri. Við erum að spila á móti virkilega góðum andstæðing í dag og náum að standa vörnina vel en það er þessi gæðamunur að ná að refsa fyrir mistök andstæðings. „Þegar við áttum möguleika á að gera eitthvað þá erum við með fjórar sendingar fram sem eru tapaðar. Það er næstum því munurinn,“ sagði Bjarni. Íslenski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira
FH vann öruggan sigur á Akureyri 23-17 í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik 9-6. FH var alltaf á undan í leiknum og kom slakur leikur liðsins í fyrri hálfleik í veg fyrir að liðið væri búið að gera út um leikinn eftir 30 mínútur. Sóknarleikur Akureyri var í molum og þó varnarleikur gestanna hafi verið þokkalegur fóru FH-ingar illa með mörg dauðafæri. Sú spenna sem enn var á lífi í hálfleik dó drottni sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. FH skoraði fimm fyrstu mörkin og gerðu í raun út um leikinn því Akureyri hafði enga burði til að vinna upp átta marka forskot á skömmum tíma. Enginn taktur var í sóknarleik Akureyrar og liðið einfaldlega slakt á sama tíma og FH gekk á lagið í seinni hálfleik. FH-ingar slökuðu á klónni er leið á seinni hálfleik en aldrei nóg til að þess að leikurinn yrði spennandi. Einar Andri: Fengum meiri hraða og ákefð í sóknina„Þessi leikur fær enga verðlaunabolta viðurkenningu en þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að ná í tvö stig á heimvelli og við gerðum það. Við höfum unnið alla heimaleikina okkar í vetur og þokkalega sannfærandi allt. Við erum ánægðir með það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH. „Varnarleikurinn var frábær og markvarslan. Við erum að skapa okkur góðar stöður í mörgum leikjum til að gera betur og skora fleiri mörk en að einhverjum ástæðum höfum við ekki verið að slútta vel í dauðafærum og hraðaupphlaupum. Við ætlum að spila góða vörn þangað til það smellur. „Við lékum ekki vel sóknarlega í fyrri hálfleik og þeir ekki heldur þannig að mér fannst við ekki eiga meira skilið. Mér fannst við eiga töluvert inni. Við vildum fá meiri hraða í okkar sóknarleik og keyra af meiri ákefð og fara í sénsana sem voru í boði. „Við náðum þokkalegasta takti í þetta og náum að skora 14 mörk í seinni hálfleik. Við breyttum engu sem við vorum að gera. Þeir voru með ákveðnar varnarútfærslu í 6-0 vörninni sem náði að aðeins að trufla okkur en við náðum að stilla okkur af og láta boltann ganga aðeins lengur og svo fengum við nokkur góð hraðaupphlaup,“ sagði Einar Andri. FH skoraði 8 mörk úr hraðaupphlaupum á móti 3 hjá Akureyri og má segja að hraðaupphlaupin hafi skilið á milli því Akureyri tapaði ófáum boltum þegar liðið reyndi að keyra hratt. „Við héldum alltaf áfram og spiluðum á öllum mannskapnum þannig að við höfðum alltaf orku til að keyra,“ sagði Einar Andri. Bjarni: Hraðaupphlaupin ráða úrslitum„Sóknarleikurinn var ekki góður en það var sama með FH. Sóknarleikurinn þeirra var mjög lélegur. Deildin er bara orðin þannig að við erum búin að spila við sömu liðin 100 sinnum og það eru allir búnir að greina alla í drasl og það vita allir hvað allir eru að gera og þetta verður því svolítið erfitt. Þá ráða hraðaupphlaupin úrslitum,“ sagði Bjarni Fritzson sem var markahæsti leikmaður Akureyri í leiknum. „Enn einn leikinn eru það hraðaupphlaup sem ráða úrslitum. Þeir mynda alltaf þetta gat sem því að nýta tvö, þrjú hraðaupphlaup. Þá stækkar munurinn. Á meðan við sýndum ekki neitt. „Það er hræðilegt hvað við gerum mikið af barna mistökum. Það er óþolandi,“ sagði Bjarni um fjölda tapaða bolta hjá Akureyri. „Við þurfum að fókusa á sjálfa okkur og reyna að verða betri. Við erum að spila á móti virkilega góðum andstæðing í dag og náum að standa vörnina vel en það er þessi gæðamunur að ná að refsa fyrir mistök andstæðings. „Þegar við áttum möguleika á að gera eitthvað þá erum við með fjórar sendingar fram sem eru tapaðar. Það er næstum því munurinn,“ sagði Bjarni.
Íslenski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Sjá meira