Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Stjarnan 88-84 | KR vann stórleikinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. nóvember 2013 09:26 mynd/stefán KR lagði Stjörnuna 88-84 í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld í hörku leik í DHL höllinni. Martin Hermannsson fór mikinn í liðið KR og skoraði 31 stig. Frábær varnarleikur KR síðustu mínútur leiksins tryggðu liðinu sigur en lengst af var lítið um varnir í leiknum. KR mætti ákveðið til leiks og raðaði niður körfum í upphafi leiks en liðið snögg kólnaði er leið á fyrsta leikhluta og Stjarnan vann næstum því upp átta stiga forskot KR og minnkaði muninn í 17-16. Þá tók Martin Hermannsson leikinn yfir á ný. Hann var sjóðheitur í byrjun leiks og aftur í lok fyrsta leikhluta en hann skoraði 15 stig í leikhlutanum og KR var ellefu stigum yfir 27-16 eftir tíu mínútna leik. Stjarnan rankaði aftur við sér í öðrum leikhluta og lék mun betri vörn auk þess sóknarleikur liðsins batnaði mikið. Justin Shouse fór mikinn og undir öruggri leikstjórn hans minnkaði Stjarnan muninn í tvö stig fyrir hálfleik 42-40. Stjarnan náði fljótt undirtökunum í þriðja leikhluta með frábæra sókn að vopni. Shouse og Hairston fóru á kostum og röðuðu niður körfum á sama tíma og KR átti í miklum vandræðum með langskotin. KR náði þó að hanga í Stjörnunni og munaði aðeins þremur stigum þegar einn leikhluti var eftir 67-64. Það var lítið um varnir fyrstu mínútur fjórða leikhluta en það breyttist snögglega þegar staðan var 78-78 og fjórar mínútur eftir. Mun meiri ákefð kom í varnarleik liðanna og það var ekki fyrr en Pavel Ermolinskij komst á vítalínuna tveimur og hálfri mínútu síðar að boltinn fór ofan í körfuna. Það kveikti í KR sem gekk á lagið og tryggði sér góðan sigur í mjög erfiðum leik. Martin Hermannsson skoraði 31 stig fyrir KR og gaf 8 stoðsendingar. Pavel Ermolinskij skoraði 15 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Helgi Már Magnússon skoraði einnig 15 stig. Hjá Stjörnunni skoraði Justin Shouse 26 stig, tók 5 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Matthew Hairston skoraði einnig 26 stig og tók 9 fráköst.KR-Stjarnan 88-84 (27-16, 15-24, 22-27, 24-17)KR: Martin Hermannsson 31/8 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 15/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/13 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 10, Jón Orri Kristjánsson 9/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 8/5 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 0, Högni Fjalarsson 0, Hugi Hólm Guðbjörnsson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0, Kormákur Arthursson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0.Stjarnan: Matthew James Hairston 26/9 fráköst/3 varin skot, Justin Shouse 26/5 fráköst/9 stoðsendingar, Kjartan Atli Kjartansson 9, Marvin Valdimarsson 8/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 7/11 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0, Sæmundur Valdimarsson 0/4 fráköst, Daði Lár Jónsson 0. Finnur: Vorum fúlir yfir gangi leiksins„Það er margt sem hefðu mátt betur fara og við virkuðum þungir, sérstaklega er leið á leikinn en í kvöld pæli ég í sigrinum og stigunum tveim, í hinu pæli ég í nótt og fyrramálið,“ sagði Finnur Stefánsson þjálfari KR. KR náði ellefu stiga forskoti fyrir annan leikhluta en glopraði því ansi fljótt í öðrum leikhluta. „Þreyta sagði til sín á þessum leikkafla. Ég var með þrjá menn tilbúna á hliðarlínunni sem biðu í þrjár mínútur en komust aldrei inn í leikinn. Stjarnan skoraði mikið af auðveldum körfum á þessum kafla og við náðum ekki að halda áfram og klára dæmið eins og við ætluðum okkur. „Á sama tíma klikkum við á urmul af galopnum skotum og ef við hefðum sett þau niður þá hefði staðan verið allt önnur. „Stundum er þetta þannig og ef menn eru galopnir fyrir utan þriggja stiga línuna, sérstaklega þessir menn sem við höfum þá eiga þeir hiklaust að láta vaða. Menn eiga ekkert að pæla í því hvernig síðasta skot var heldur bara taka það næsta. Hefðum við hitt þolanlega hefði munurinn verið töluvert meiri í hálfleik. „Þessi áræðni kom í loksins undir lokin. Við vorum fúlir yfir gangi leiksins. Við héldum áfram að gera auðveldar körfur í þriðja leikhluta en það er karakter í þessum strákum og þeir vilja vinna. Martin steig upp og Darri setti mikilvægar körfur og þá kom þetta. „Þetta var hálfgert kapphlaup á tímabili en sem betur fer vorum við á undan að skora í lokin og náðum að klára leikinn,“ sagði Finnur sem reiknar ekki með að KR verði komið með erlendan leikmann í næsta leik. Teitur: Bjóst ekki við neinu„Þetta var járn í járn og staðan var jöfn í langan tíma 78-78. Það var flottur varnarleikur þá en KR var á undan að skora. Við fengum góð færi, galopin skot og svo hentum við boltanum í burtu frá okkur. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur því ég bjóst ekki við neinu í dag,“ sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar sem hefur aðeins unnið einn af fjórum leikjum sínum í deildinni. „Þetta er bara fjórði leikur í mótinu og við erum ekkert að stressa okkur á þessu. Við erum með fimm, sex stráka í meiðslum og ætlum að vera mun betri og flottari í apríl. Ég er búinn að læra það að vera ekki að svitna mikið yfir leikjunum í október og nóvember. „Við reynum að taka það góða úr þessu. Ég bjóst ekki við miklu af strákunum og þess vegna er stoltur af þeim og við reynum að byggja á þessu. Þetta hefði með smá heppni getað lent okkar megin,“ sagði Teitur. Leik lokið (88-84): KR var sterkara á lokasprettinum. 40. mínúta (87-80): Stjarnan nær ekki að skora og Helgi Már setur annað vítið niður. 24 sekúndur eftir. Og þá er dæmd tæknivilla á Hairston. Þar fór leikurinn. Brynjar Þór setti bæði vítin niður og KR á boltann.40. mínúta (84-80): Martin með tvö víti niður. Drengurinn er kominn í 31 stig og 8 stoðsendingar.39. mínúta (82-80): Dagur Kári og Martin skiptast á körfum. Taugarnar eru þandar þegar mínúta er eftir og munurinn tvö stig.38. mínúta (80-78): Pavel með tvö víti.38. mínúta (78-78): Ekkert skorað í tvær mínútur og Stjarnan tekur leikhlé.35. mínúta (78-78): Darri jafnar metin í kjölfar mjög góðrar varnar hjá KR. Þeirrar fyrstu í langan tíma.34. mínúta (76-78): Marvin með þrist, þessi leikur er veisla fyrir augað.34. mínúta (76-75): Þó varnarleikurinn sé slakur er sóknarleikur KR góður og því er liðið aftur komið yfir.32. mínúta (68-73): Hairston heldur áfram að hitta og Stjarnan heldur frumkvæðinu.Þriðja leikhluta lokið (64-67): Stjarnan skoraði 27 stig í leikhlutanum. Shouse kominn í 24 stig og 7 stoðsendingar. Hairston er með 23 stig og 5 fráköst. Martin Hermannsson hefur skorað 27 stig og Pavel 12 auk 10 frákasta.29. mínúta (62-67): Fimm leikmenn KR komnir með þrjár villur.28. mínúta (59-64): Pavel kominn með 12 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar.27. mínúta (55-60): Fannar og Marvin komnir með þrjár villu hjá Stjörnunni. Brynjar, Ingvaldur og Helgi Már eru í villuvandræðum hjá KR.26. mínúta (52-60): Stjarnan fer á kostum, fjögur síðustu stigin úr hraðaupphlaupum og KR-ingar virka ráðþrota. Finnur Stefánsson tekur leikhlé og ætlar að hressa upp á þetta.25. mínúta (52-56): Stjarnan komin fjórum stigum yfir. Shouse kominn í 20 stig og Hairston 19. Aðrir eru með minna.23. mínúta (50-50): Martin með þrist, kominn í 22 stig og jafnar metin.22. mínúta (45-46): Hairston aftur með þrist, kominn í 17 stig.21. mínúta (44-43): Darri Hilmarsson með fyrstu stig seinni hálfleiks en Hairston svarar með þrist.Hálfleikur: Justin Shouse hefur verið allt í öllu hjá Stjörnunni. Hann er með 16 stig og 5 stoðsendingar. Matthew Hairston er kominn með 11 stig en aðeins 2 fráköst.Hálfleikur: Martin Hermannsson er stigahæstur hjá KR með 17 stig. Pavel er með 11 stig og 8 fráköst. Helgi Már hefur skora 7 stig.Hálfleikur (42-40): Skemmtilegur og kaflaskiptur fyrri hálfleikur. Leikurinn jafn og spennandi aftur. Biðjum ekki um meira.19. mínúta (42-39): Pavel með þrist en þrennuvakt Pavels er farin að rumska. Hann er með 11 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar.18. mínúta (39-39): Ellefu stiga forskot eru til að vinna þau upp í körfubolta. Stjarnan að leika frábærlega hér í öðrum leikhluta. Shouse kominn í 16 stig og 5 stoðsendingar.17. mínúta (37-35): Justin Shouse kominn í 14 stig.16. mínúta (37-33): Munurinn fór niður í eitt stig en þá setti Pavel niður þrist.15. mínúta (34-28): Stjarnan minnkaði muninn í fjögur stig en Martin svaraði, kominn í 17 stig.14. mínúta (32-26): Hairston með þrist og munurinn ekki nema þrjú stig.12. mínúta (29-21): Kjartan Atli Kjartansson með góðan þrist.11. mínúta (29-18): Liðin skiptast á vítum.Fyrsta leikhluta lokið (27-16): KR skoraði tíu síðustu stig fjórðungsins og er ellefu stigum yfir.9. mínúta (24-16): Martin Hermannsson með fimm stig í röð, kominn í 15 stig og jú það er ennþá fyrsti leikhluti.8. mínúta (19-16): Stjarnan er að hressast, það hjálpar og KR á ekki eins auðvelt með að skora og í upphafi.6. mínúta (15-9): Ingvaldur Hafsteinsson kominn með tvær villur hjá Stjörnunni og fær sér sæti.5. mínúta (15-7): Það vefst ekki fyrir KR að skora. Martin komin með 8 stig, tvo þrista. 3. mínúta (10-4): Martin og Helgi Magnússon með fimm stig hvor fyrir KR.2. mínúta (4-4) Justin Shouse með fjögur fyrstu stig Stjörnunnar.1. mínúta (2-0): Martin Hermannsson með fyrstu stigin, frábærlega gert hjá leikmanninum unga.Fyrir leik: Það er stutt í leik og nokkuð vel mætt. Það bendir allt til þess að þétt verði setið á pöllunum.Fyrir leik: Justin Shouse hefur skorað mest fyrir Stjörnuna það sem af er vetri, 19,7 stig. Fannar Freyr Helgason hefur tekið 6,7 fráköst og Justin Shouse gefði 6,3 stoðsendingar.Fyrir leik: Shawn Atupem skoraði mest fyrir KR áður en hann fór frá félaginu, 23 stig. Pavel Ermolinskij hefur tekið felst fráköst, 14, og gefið flestar stoðsendingar, 6,7.Fyrir leik: Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefur það verið ávísun á jafna leiki með góðum skammti af dramatík. Lengi megi það halda áfram.Fyrir leik: Stjarnan hefur aðeins unnið einn af þremur fyrstu leikjum sínum og mæta hér til leiks með nýjan erlendan leikmann. Matthew Hairston sem áður lék með Þór Þorlákshöfn.Fyrir leik: KR hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa í deildinni en mæta hér til leiks án erlends leikmanns en hann yfirgaf liðið eftir tvo leiki.Fyrir leik: Boltavaktin býður góðan dag. Hér verður leiknum lýst. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
KR lagði Stjörnuna 88-84 í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld í hörku leik í DHL höllinni. Martin Hermannsson fór mikinn í liðið KR og skoraði 31 stig. Frábær varnarleikur KR síðustu mínútur leiksins tryggðu liðinu sigur en lengst af var lítið um varnir í leiknum. KR mætti ákveðið til leiks og raðaði niður körfum í upphafi leiks en liðið snögg kólnaði er leið á fyrsta leikhluta og Stjarnan vann næstum því upp átta stiga forskot KR og minnkaði muninn í 17-16. Þá tók Martin Hermannsson leikinn yfir á ný. Hann var sjóðheitur í byrjun leiks og aftur í lok fyrsta leikhluta en hann skoraði 15 stig í leikhlutanum og KR var ellefu stigum yfir 27-16 eftir tíu mínútna leik. Stjarnan rankaði aftur við sér í öðrum leikhluta og lék mun betri vörn auk þess sóknarleikur liðsins batnaði mikið. Justin Shouse fór mikinn og undir öruggri leikstjórn hans minnkaði Stjarnan muninn í tvö stig fyrir hálfleik 42-40. Stjarnan náði fljótt undirtökunum í þriðja leikhluta með frábæra sókn að vopni. Shouse og Hairston fóru á kostum og röðuðu niður körfum á sama tíma og KR átti í miklum vandræðum með langskotin. KR náði þó að hanga í Stjörnunni og munaði aðeins þremur stigum þegar einn leikhluti var eftir 67-64. Það var lítið um varnir fyrstu mínútur fjórða leikhluta en það breyttist snögglega þegar staðan var 78-78 og fjórar mínútur eftir. Mun meiri ákefð kom í varnarleik liðanna og það var ekki fyrr en Pavel Ermolinskij komst á vítalínuna tveimur og hálfri mínútu síðar að boltinn fór ofan í körfuna. Það kveikti í KR sem gekk á lagið og tryggði sér góðan sigur í mjög erfiðum leik. Martin Hermannsson skoraði 31 stig fyrir KR og gaf 8 stoðsendingar. Pavel Ermolinskij skoraði 15 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Helgi Már Magnússon skoraði einnig 15 stig. Hjá Stjörnunni skoraði Justin Shouse 26 stig, tók 5 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Matthew Hairston skoraði einnig 26 stig og tók 9 fráköst.KR-Stjarnan 88-84 (27-16, 15-24, 22-27, 24-17)KR: Martin Hermannsson 31/8 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 15/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/13 fráköst/5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 10, Jón Orri Kristjánsson 9/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 8/5 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 0, Högni Fjalarsson 0, Hugi Hólm Guðbjörnsson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0, Kormákur Arthursson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0.Stjarnan: Matthew James Hairston 26/9 fráköst/3 varin skot, Justin Shouse 26/5 fráköst/9 stoðsendingar, Kjartan Atli Kjartansson 9, Marvin Valdimarsson 8/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 7/11 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0, Sæmundur Valdimarsson 0/4 fráköst, Daði Lár Jónsson 0. Finnur: Vorum fúlir yfir gangi leiksins„Það er margt sem hefðu mátt betur fara og við virkuðum þungir, sérstaklega er leið á leikinn en í kvöld pæli ég í sigrinum og stigunum tveim, í hinu pæli ég í nótt og fyrramálið,“ sagði Finnur Stefánsson þjálfari KR. KR náði ellefu stiga forskoti fyrir annan leikhluta en glopraði því ansi fljótt í öðrum leikhluta. „Þreyta sagði til sín á þessum leikkafla. Ég var með þrjá menn tilbúna á hliðarlínunni sem biðu í þrjár mínútur en komust aldrei inn í leikinn. Stjarnan skoraði mikið af auðveldum körfum á þessum kafla og við náðum ekki að halda áfram og klára dæmið eins og við ætluðum okkur. „Á sama tíma klikkum við á urmul af galopnum skotum og ef við hefðum sett þau niður þá hefði staðan verið allt önnur. „Stundum er þetta þannig og ef menn eru galopnir fyrir utan þriggja stiga línuna, sérstaklega þessir menn sem við höfum þá eiga þeir hiklaust að láta vaða. Menn eiga ekkert að pæla í því hvernig síðasta skot var heldur bara taka það næsta. Hefðum við hitt þolanlega hefði munurinn verið töluvert meiri í hálfleik. „Þessi áræðni kom í loksins undir lokin. Við vorum fúlir yfir gangi leiksins. Við héldum áfram að gera auðveldar körfur í þriðja leikhluta en það er karakter í þessum strákum og þeir vilja vinna. Martin steig upp og Darri setti mikilvægar körfur og þá kom þetta. „Þetta var hálfgert kapphlaup á tímabili en sem betur fer vorum við á undan að skora í lokin og náðum að klára leikinn,“ sagði Finnur sem reiknar ekki með að KR verði komið með erlendan leikmann í næsta leik. Teitur: Bjóst ekki við neinu„Þetta var járn í járn og staðan var jöfn í langan tíma 78-78. Það var flottur varnarleikur þá en KR var á undan að skora. Við fengum góð færi, galopin skot og svo hentum við boltanum í burtu frá okkur. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur því ég bjóst ekki við neinu í dag,“ sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar sem hefur aðeins unnið einn af fjórum leikjum sínum í deildinni. „Þetta er bara fjórði leikur í mótinu og við erum ekkert að stressa okkur á þessu. Við erum með fimm, sex stráka í meiðslum og ætlum að vera mun betri og flottari í apríl. Ég er búinn að læra það að vera ekki að svitna mikið yfir leikjunum í október og nóvember. „Við reynum að taka það góða úr þessu. Ég bjóst ekki við miklu af strákunum og þess vegna er stoltur af þeim og við reynum að byggja á þessu. Þetta hefði með smá heppni getað lent okkar megin,“ sagði Teitur. Leik lokið (88-84): KR var sterkara á lokasprettinum. 40. mínúta (87-80): Stjarnan nær ekki að skora og Helgi Már setur annað vítið niður. 24 sekúndur eftir. Og þá er dæmd tæknivilla á Hairston. Þar fór leikurinn. Brynjar Þór setti bæði vítin niður og KR á boltann.40. mínúta (84-80): Martin með tvö víti niður. Drengurinn er kominn í 31 stig og 8 stoðsendingar.39. mínúta (82-80): Dagur Kári og Martin skiptast á körfum. Taugarnar eru þandar þegar mínúta er eftir og munurinn tvö stig.38. mínúta (80-78): Pavel með tvö víti.38. mínúta (78-78): Ekkert skorað í tvær mínútur og Stjarnan tekur leikhlé.35. mínúta (78-78): Darri jafnar metin í kjölfar mjög góðrar varnar hjá KR. Þeirrar fyrstu í langan tíma.34. mínúta (76-78): Marvin með þrist, þessi leikur er veisla fyrir augað.34. mínúta (76-75): Þó varnarleikurinn sé slakur er sóknarleikur KR góður og því er liðið aftur komið yfir.32. mínúta (68-73): Hairston heldur áfram að hitta og Stjarnan heldur frumkvæðinu.Þriðja leikhluta lokið (64-67): Stjarnan skoraði 27 stig í leikhlutanum. Shouse kominn í 24 stig og 7 stoðsendingar. Hairston er með 23 stig og 5 fráköst. Martin Hermannsson hefur skorað 27 stig og Pavel 12 auk 10 frákasta.29. mínúta (62-67): Fimm leikmenn KR komnir með þrjár villur.28. mínúta (59-64): Pavel kominn með 12 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar.27. mínúta (55-60): Fannar og Marvin komnir með þrjár villu hjá Stjörnunni. Brynjar, Ingvaldur og Helgi Már eru í villuvandræðum hjá KR.26. mínúta (52-60): Stjarnan fer á kostum, fjögur síðustu stigin úr hraðaupphlaupum og KR-ingar virka ráðþrota. Finnur Stefánsson tekur leikhlé og ætlar að hressa upp á þetta.25. mínúta (52-56): Stjarnan komin fjórum stigum yfir. Shouse kominn í 20 stig og Hairston 19. Aðrir eru með minna.23. mínúta (50-50): Martin með þrist, kominn í 22 stig og jafnar metin.22. mínúta (45-46): Hairston aftur með þrist, kominn í 17 stig.21. mínúta (44-43): Darri Hilmarsson með fyrstu stig seinni hálfleiks en Hairston svarar með þrist.Hálfleikur: Justin Shouse hefur verið allt í öllu hjá Stjörnunni. Hann er með 16 stig og 5 stoðsendingar. Matthew Hairston er kominn með 11 stig en aðeins 2 fráköst.Hálfleikur: Martin Hermannsson er stigahæstur hjá KR með 17 stig. Pavel er með 11 stig og 8 fráköst. Helgi Már hefur skora 7 stig.Hálfleikur (42-40): Skemmtilegur og kaflaskiptur fyrri hálfleikur. Leikurinn jafn og spennandi aftur. Biðjum ekki um meira.19. mínúta (42-39): Pavel með þrist en þrennuvakt Pavels er farin að rumska. Hann er með 11 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar.18. mínúta (39-39): Ellefu stiga forskot eru til að vinna þau upp í körfubolta. Stjarnan að leika frábærlega hér í öðrum leikhluta. Shouse kominn í 16 stig og 5 stoðsendingar.17. mínúta (37-35): Justin Shouse kominn í 14 stig.16. mínúta (37-33): Munurinn fór niður í eitt stig en þá setti Pavel niður þrist.15. mínúta (34-28): Stjarnan minnkaði muninn í fjögur stig en Martin svaraði, kominn í 17 stig.14. mínúta (32-26): Hairston með þrist og munurinn ekki nema þrjú stig.12. mínúta (29-21): Kjartan Atli Kjartansson með góðan þrist.11. mínúta (29-18): Liðin skiptast á vítum.Fyrsta leikhluta lokið (27-16): KR skoraði tíu síðustu stig fjórðungsins og er ellefu stigum yfir.9. mínúta (24-16): Martin Hermannsson með fimm stig í röð, kominn í 15 stig og jú það er ennþá fyrsti leikhluti.8. mínúta (19-16): Stjarnan er að hressast, það hjálpar og KR á ekki eins auðvelt með að skora og í upphafi.6. mínúta (15-9): Ingvaldur Hafsteinsson kominn með tvær villur hjá Stjörnunni og fær sér sæti.5. mínúta (15-7): Það vefst ekki fyrir KR að skora. Martin komin með 8 stig, tvo þrista. 3. mínúta (10-4): Martin og Helgi Magnússon með fimm stig hvor fyrir KR.2. mínúta (4-4) Justin Shouse með fjögur fyrstu stig Stjörnunnar.1. mínúta (2-0): Martin Hermannsson með fyrstu stigin, frábærlega gert hjá leikmanninum unga.Fyrir leik: Það er stutt í leik og nokkuð vel mætt. Það bendir allt til þess að þétt verði setið á pöllunum.Fyrir leik: Justin Shouse hefur skorað mest fyrir Stjörnuna það sem af er vetri, 19,7 stig. Fannar Freyr Helgason hefur tekið 6,7 fráköst og Justin Shouse gefði 6,3 stoðsendingar.Fyrir leik: Shawn Atupem skoraði mest fyrir KR áður en hann fór frá félaginu, 23 stig. Pavel Ermolinskij hefur tekið felst fráköst, 14, og gefið flestar stoðsendingar, 6,7.Fyrir leik: Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefur það verið ávísun á jafna leiki með góðum skammti af dramatík. Lengi megi það halda áfram.Fyrir leik: Stjarnan hefur aðeins unnið einn af þremur fyrstu leikjum sínum og mæta hér til leiks með nýjan erlendan leikmann. Matthew Hairston sem áður lék með Þór Þorlákshöfn.Fyrir leik: KR hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa í deildinni en mæta hér til leiks án erlends leikmanns en hann yfirgaf liðið eftir tvo leiki.Fyrir leik: Boltavaktin býður góðan dag. Hér verður leiknum lýst.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira