Vettel vann sjöunda kappaksturinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2013 15:02 Sebastian Vettel í sérflokki. Mynd/NordicPhotos/Getty Sebastian Vettel var að ekkert að slaka á þótt að hann hafi tryggt sér fjórða heimsmeistaratitilinn um síðustu helgi. Þjóðverjinn vann yfirburðarsigur í Abú Dabí kappakstrinum í formúlu eitt í dag. Sebastian Vettel var að vinna sjöunda kappaksturinn í röð og sinn ellefta kappakstur á tímabilinu. Hann hefur 130 stiga forskot á Fernando Alonso og jók forskot sitt um fimmtán stig í dag. "Svona keyra meistarar," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull–Renault, í talstöðinni þegar Sebastian Vettel kom í mark. Það voru orð að sönnu en Vettel var að vinna sinn 37. kappakstur á ferlinum. Vettel tileinkaði foreldrum sínum sigurinn en þau voru bæði meðal áhorfenda í dag. Hann fagnaði líka eins og síðasta með að reykspóla við mikinn fögnuð áhorfenda. Red Bull–Renault vann tvöfaldan sigur í dag því Mark Webber, sem var á ráspól, kom annar í mark. Webber datt niður í sjöunda sætið með slæmri ræsingu en vann sig upp í annað sætið. Hann átti hinsvegar aldrei möguleika í Vettel en heimsmeistarinn kom langt á undan honum í markið. Nico Rosberg á Mercedes varð í þriðja sæti, Romain Grosjean á Lotus-Renault varð fjórði og í fimmta sæti kom síðan Fernando Alonso á Ferrari.Lokastaðan í Abú Dabí kappakstrinum 2013: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Rosberg, Mercedes 4. Romain Grosjean, Lotus-Renault 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Paul di Resta, Force India-Mercedes 7. Lewis Hamilton, Mercedes 8. Felipe Massa, Ferrari 9. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 10. Adrian Sutil, Force India-MercedesStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 347 stig 2. Fernando Alonso 217 3. Kimi Räikkönen 183 4. Lewis Hamilton 175 5. Mark Webber 166Staða í keppni bílasmiða: 1. Red Bull-Renault 513 stig 2. Mercedes 334 3. Ferrari 323 4. Lotus-Renault 297 5. McLaren-Mercedes 94 Formúla Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebastian Vettel var að ekkert að slaka á þótt að hann hafi tryggt sér fjórða heimsmeistaratitilinn um síðustu helgi. Þjóðverjinn vann yfirburðarsigur í Abú Dabí kappakstrinum í formúlu eitt í dag. Sebastian Vettel var að vinna sjöunda kappaksturinn í röð og sinn ellefta kappakstur á tímabilinu. Hann hefur 130 stiga forskot á Fernando Alonso og jók forskot sitt um fimmtán stig í dag. "Svona keyra meistarar," sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull–Renault, í talstöðinni þegar Sebastian Vettel kom í mark. Það voru orð að sönnu en Vettel var að vinna sinn 37. kappakstur á ferlinum. Vettel tileinkaði foreldrum sínum sigurinn en þau voru bæði meðal áhorfenda í dag. Hann fagnaði líka eins og síðasta með að reykspóla við mikinn fögnuð áhorfenda. Red Bull–Renault vann tvöfaldan sigur í dag því Mark Webber, sem var á ráspól, kom annar í mark. Webber datt niður í sjöunda sætið með slæmri ræsingu en vann sig upp í annað sætið. Hann átti hinsvegar aldrei möguleika í Vettel en heimsmeistarinn kom langt á undan honum í markið. Nico Rosberg á Mercedes varð í þriðja sæti, Romain Grosjean á Lotus-Renault varð fjórði og í fimmta sæti kom síðan Fernando Alonso á Ferrari.Lokastaðan í Abú Dabí kappakstrinum 2013: 1. Sebastian Vettel, Red Bull-Renault 2. Mark Webber, Red Bull-Renault 3. Nico Rosberg, Mercedes 4. Romain Grosjean, Lotus-Renault 5. Fernando Alonso, Ferrari 6. Paul di Resta, Force India-Mercedes 7. Lewis Hamilton, Mercedes 8. Felipe Massa, Ferrari 9. Sergio Pérez, McLaren-Mercedes 10. Adrian Sutil, Force India-MercedesStaðan í keppni ökumanna: 1. Sebastian Vettel 347 stig 2. Fernando Alonso 217 3. Kimi Räikkönen 183 4. Lewis Hamilton 175 5. Mark Webber 166Staða í keppni bílasmiða: 1. Red Bull-Renault 513 stig 2. Mercedes 334 3. Ferrari 323 4. Lotus-Renault 297 5. McLaren-Mercedes 94
Formúla Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira