Handbolti

Strákarnir hentu frá sér fimm marka forskoti í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Ólafsson.
Þórir Ólafsson. Mynd/AFP
Ísland tapaði 32-33 í seinni æfingaleiknum á móti Austurríki í Linz í kvöld en íslenska liðið hafði unnið eins marks sigur í leiknum í gærkvöldi. Þórir Ólafsson var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk. Austurríkismenn skoruðu sigurmarkið úr víti á lokasekúndu leiksins.

Patrekur Jóhannesson stýrði þar með austurríska landsliðinu til sigurs á móti Íslandi en hans menn áttu frábæran endasprett í leiknum þar sem þeir unnu síðustu þrettán mínúturnar 8-2.

Austurríkismenn komust mest fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleiknum, 9-5, en íslensku strákarnir náðu að koma til baka og voru mest tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleiknum, 14-12.

Austurríska liðið skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiksins og leiddi 17-16 í hálfleik.

Það stefndi allt í íslenskan sigur eftir frábæran 11-5 kafla þar sem íslenska liðið breytti stöðunni úr 20-19 fyrir Austurríki í 30-25 fyrir Íslands.

Austurríkismenn svöruðu hinsvegar með sex mörkum í röð, unnu síðustu 13 mínútur leiksins 8-2 og tryggðu sér sigurinn. Raul Santos skoraði sigurmarkið úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins.



Ísland-Austurríki 32-33 (16-17)

Mörk Íslands: Þórir Ólafsson 9, Guðjón Valur Sigurðsson 7/3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Kári Kristjánsson 2, Ólafur Guðmundsson 2, Ólafur Bjarki Ragnarsson 2, Stefán Rafn Sigurmannsson 2, Árni Steinn Steinþórsson 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×