Geta varðskipsins Þórs nú öllum ljós Svavar Hávarðsson skrifar 2. nóvember 2013 07:00 Þegar varðskipið Þór kom nýtt til landsins haustið 2011 var ljóst að bylting hafði orðið í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Skipið er það fullkomnasta sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi. Eins og hendi væri veifað höfðu möguleikar Gæslunnar til björgunar og aðstoðar við skip gjörbreyst á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar. Varðskipið Þór er mikilvægur hlekkur í samstarfi þjóða í okkar heimshluta, en gert er ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð við öryggiseftirlit og björgunarþjónustu. Þau tvö ár sem liðin eru síðan skipið kom til heimahafnar hafa komið upp ýmiss vandamál. Vélarbilun olli því að Þór var siglt til Noregs eftir að Rolls Royce í Noregi, framleiðandi vélbúnaðar skipsins, tók ákvörðun um að framkvæmdir vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins yrðu unnar þar. Skipt var um stjórnborðs aðalvél varðskipsins og var Þór afhentur að nýju eftir vélaskipti og prófanir í maí 2012.Um borð er sérstakur búnaður til mengunarvarna og eins hefur Þór alla eiginleika dráttarskips. Búnaður skipsins gerir kleift að breyta stefnu þó verið sé að draga miklu stærra og þyngra skip.LandhelgisgæslanÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að skipið hafi staðið undir öllum væntingum í þeim verkefnum sem upp hafa komið á þeim tíma sem það hefur þjónað. Hann segir að nú sé stærsta einstaka verkefni varðskipsins yfirstandandi. Eins og alþjóð veit varð farskipið Fernanda alelda suður af landinu í vikunni þar sem mannbjörg varð. TF-Gná bjargaði þar ellefu manna áhöfn fljótt og vel við erfið skilyrði. Björgunargeta Þórs er öllum ljós í eftirleiknum þar sem öflugum búnaði til slökkvistarfs var beitt til hins ítrasta auk þess sem vel gekk að draga illa brunnið skipið að landi. Fréttaskýringar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Þegar varðskipið Þór kom nýtt til landsins haustið 2011 var ljóst að bylting hafði orðið í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Skipið er það fullkomnasta sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi. Eins og hendi væri veifað höfðu möguleikar Gæslunnar til björgunar og aðstoðar við skip gjörbreyst á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á jafnt innan sem utan efnahagslögsögunnar. Varðskipið Þór er mikilvægur hlekkur í samstarfi þjóða í okkar heimshluta, en gert er ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð við öryggiseftirlit og björgunarþjónustu. Þau tvö ár sem liðin eru síðan skipið kom til heimahafnar hafa komið upp ýmiss vandamál. Vélarbilun olli því að Þór var siglt til Noregs eftir að Rolls Royce í Noregi, framleiðandi vélbúnaðar skipsins, tók ákvörðun um að framkvæmdir vegna óeðlilegs titrings við aðra aðalvél skipsins yrðu unnar þar. Skipt var um stjórnborðs aðalvél varðskipsins og var Þór afhentur að nýju eftir vélaskipti og prófanir í maí 2012.Um borð er sérstakur búnaður til mengunarvarna og eins hefur Þór alla eiginleika dráttarskips. Búnaður skipsins gerir kleift að breyta stefnu þó verið sé að draga miklu stærra og þyngra skip.LandhelgisgæslanÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, segir að skipið hafi staðið undir öllum væntingum í þeim verkefnum sem upp hafa komið á þeim tíma sem það hefur þjónað. Hann segir að nú sé stærsta einstaka verkefni varðskipsins yfirstandandi. Eins og alþjóð veit varð farskipið Fernanda alelda suður af landinu í vikunni þar sem mannbjörg varð. TF-Gná bjargaði þar ellefu manna áhöfn fljótt og vel við erfið skilyrði. Björgunargeta Þórs er öllum ljós í eftirleiknum þar sem öflugum búnaði til slökkvistarfs var beitt til hins ítrasta auk þess sem vel gekk að draga illa brunnið skipið að landi.
Fréttaskýringar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira