Sautjánda keppnin fer fram í Abu Dhabi um helgina Rúnar Jónsson skrifar 1. nóvember 2013 18:45 Yas Marina í Abu Dhabi nordicphotos/getty Sautjánda keppni tímabilsins í Formúlunni fer fram um helgina á hinni glæsilegu braut Yas Marina í Abu Dhabi. Þrátt fyrir að Sebastian Vettel og RedBull liðið hafi tryggt sér Heimsmeistaratitilinn í síðustu keppni á Indlandi, þá verður klárlega hart barist um sigur í keppninni. Á síðasta ári var það Kimi Raikkonen sem fagnaði sigri í Abu Dhabi en Raikkonen hefur ekki náð að sigra í keppni síðan í Ástralíu, sem var fyrsta keppni ársins. Vettel hefur sigrað í 10 af 16 keppnum tímabilsins og í síðustu 6 í röð en Vettel stefnir á að jafna met Schumachers með sigri í Abu Dhabi, og ná þar með að sigra í sjö keppnum í röð á einu og sama tímabilinu. Tveimur æfingum er lokið á brautinni í dag , og var það Romain Grosjean á Lotus sem var fljótastur á þeirri fyrri en Sebastian Vettel á Red Bull á seinni æfingunni. Tímatakan er á morgun laugardag klukkan 12.50 og keppnin á sunnudag klukkan 12.30 allt í beinni á Stöð 2 Sport & HD. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sautjánda keppni tímabilsins í Formúlunni fer fram um helgina á hinni glæsilegu braut Yas Marina í Abu Dhabi. Þrátt fyrir að Sebastian Vettel og RedBull liðið hafi tryggt sér Heimsmeistaratitilinn í síðustu keppni á Indlandi, þá verður klárlega hart barist um sigur í keppninni. Á síðasta ári var það Kimi Raikkonen sem fagnaði sigri í Abu Dhabi en Raikkonen hefur ekki náð að sigra í keppni síðan í Ástralíu, sem var fyrsta keppni ársins. Vettel hefur sigrað í 10 af 16 keppnum tímabilsins og í síðustu 6 í röð en Vettel stefnir á að jafna met Schumachers með sigri í Abu Dhabi, og ná þar með að sigra í sjö keppnum í röð á einu og sama tímabilinu. Tveimur æfingum er lokið á brautinni í dag , og var það Romain Grosjean á Lotus sem var fljótastur á þeirri fyrri en Sebastian Vettel á Red Bull á seinni æfingunni. Tímatakan er á morgun laugardag klukkan 12.50 og keppnin á sunnudag klukkan 12.30 allt í beinni á Stöð 2 Sport & HD.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira