Viðskipti erlent

Hluthafar Nokia samþykkja sölu til Microsoft

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokia 1020 sími sem keyrir á Windows 8 stýrikerfinu frá MIcrosoft.
Nokia 1020 sími sem keyrir á Windows 8 stýrikerfinu frá MIcrosoft. Mynd/EPA
Hluthafar finnska fjarskiptafyrirtækisins Nokia hafa samþykkt að selja farsímadeild fyrirtækisins til Microsoft. Verð fjarskiptadeildarinnar er 7, 35 milljarðar Bandaríkjadala, eða tæpir 900 milljarðar króna.

Frá þessu er sagt á vef Economic Times. Tilboðið var samþykkt af 99,7% hlutahafa Nokia og mun fyrirtækið nú snúa sér að framleiðslu og þjónustu fjarskiptabúnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×