Handbolti

Vilja safna pening svo Sigfús geti lifað með reisn

Mynd/Vilhelm
„Sigfús Sigurðsson er íslensk þjóðhetja. Hann sýndi ótrúlegt hugrekki þegar hann steig fram og sýndi að hann ætti við vandamál að stríða.“

Svona hljóðar lýsingin á nýjum hóp á Facebook sem stofnaður hefur verið til stuðnings Sigfúsar Sigurðssonar, fyrrum landsliðsmanns Íslands í handbolta.

Sigfús viðurkenndi í viðtali við DV í dag að hafa neyðst til að selja silfurverðlaunapening sinn frá því í Peking 2008 sökum erfiðrar fjárhagsstöðu.

333 hafa skráð sig í hópinn þegar þetta er skrifað. Þar kemur fram að stofnaður verði söfnunarreikningur til þess að landsmenn geti lagt honum lið.

Fésbókarhópinn má sjá hér.

Í texta um hópinn segir:

„Sigfús Sigurðsson er íslensk þjóðhetja. Hann sýndi ótrúlegt hugrekki þegar hann steig fram og sýndi að hann ætti við vandamál að stríða. Íslenska þjóðin skuldar honum, eftir allt sem hann hefur gert fyrir orðspor íslensku þjóðarinnar, að hjálpa honum útúr þessum fjárhagskröggum og koma skikk á líf sitt. Baráttan við Bakkus getur reynst mönnum illviðráðanleg og því þurfum við, þjóðin, að fylkja liði og standa við bakið á okkar manni. Margt smátt getur gert eitt stór, leggjumst öll á eitt og gefur eilítinn aur svo að Fúsi geti vel við unað og lifað með reisn.“

UPPFÆRT 16/11 kl. 11.20:

Hópurinn hefur nú verið fjarlægður af facebook. Ástæður þess liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×