Handbolti

Vísa ummælum Norðanmanna á bug

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Valli
Forráðamenn kvennaliðs HK í handbolta furða sig á ummælum formanns handknattleiksdeildar KA/Þórs vegna frestunar á viðureignum liðanna í mánuðinum.

Siguróli Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar KA/Þórs, gagnrýndi í viðtali á Norðursport.net hegðun HK-inga og forystu HSÍ vegna leikjanna tveggja. Taldi hann lið á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu ekki sitja við sama borð. Sagði hann hegðun HK-inga og forsvarsmanna HSÍ „skítlega“.

Arnþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar, er ekki sáttur við fullyrðingar Siguról og svarar þeim í pistli á heimasíðu HK, HK.is.

Segir Arnþór að báða dagana, þar sem flugi var frestað, hafi forráðamenn HK fylgst grannt með gangi mála varðandi flugfærð. Það hafi verið alfarið HSÍ sem tók ákvörðun að fresta fyrri leiknum. Á þriðjudaginn hafi flug einnig verið fellt niður of nærri leiktíma svo að HK-ingar hefðu aldrei náð norður í rútu í tíma til að spila leikinn.

„26. nóvember var aftur allt klárt af hálfu HK að fara í flug en vegna slæms veðurs byrjaði undirritaður ásamt þjálfara HK að fylgjast með flugáætlunum strax um morguninn. FÍ gaf út að flug HK kl. 15 sé komið í athugun kl 13:10 og svo aftur í athugun kl 14:10. Það var svo kl. 13:39 sem endanleg staðfesting kom frá FÍ að flugi væri aflýst en Siguróli segir að það hafi verið ljóst kl. 12:30......það er því einnig alfarið rangt.“

Svar Arnþórs við ummælum Siguróla má sjá í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×