Útvarpsstjóri kallaði Helga Seljan óþverra Stefán Árni Pálsson skrifar 28. nóvember 2013 13:08 Páll Magnússon, útvarpsstjóri, fundaði með starfsfólki sínu á Markúsartorgi í Efstaleitinu fyrir hádegi í dag. Til orðaskipta kom á milli Helga Seljan, sjónvarpsmanns, og Páls Magnússonar, útvarpstjóra, eftir fundinn og sagði Páll við Helga að hann væri „óþverri.“ Ríkisútvarpið sagði upp 39 starfsmönnum í gær en alls stendur til að fækka starfsmönnum um 60. Mikill hiti var á fundinum og vildi fólk fá útskýringar. Helgi Seljan í Kastljósinu krafðist þess að fá svör frá útvarpsstjóranum. Á fundinum spurði sjónvarpsmaðurinn góðkunni útvarpsstjórann út í þær kenningar að þetta útspil væri í raun allt saman leikrit til að gefa ríkisstjórninni langt nef og sýna vald sitt. Páll brást hinn versti við og samkvæmt heimildum Vísis hundskammaði hann Helga í kjölfarið. Eftir fundinn sjálfan reyndi Helgi Seljan að nálgast Pál og spurði hann út í þessi hörðu viðbrögð. Páll brást ókvæða við spurningunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þar sem Páll segir: „Þú ættir að skammast þín, þú ert óþverri.“ Síðar heyrðist Páll kalla Helga skíthæl. Helgi svaraði því á þann veg að viðbrögð Páls væru barnaleg. Þá svaraði Páll um hæl: „Það er skárra að vera barn en skíthæll.“Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira
Páll Magnússon, útvarpsstjóri, fundaði með starfsfólki sínu á Markúsartorgi í Efstaleitinu fyrir hádegi í dag. Til orðaskipta kom á milli Helga Seljan, sjónvarpsmanns, og Páls Magnússonar, útvarpstjóra, eftir fundinn og sagði Páll við Helga að hann væri „óþverri.“ Ríkisútvarpið sagði upp 39 starfsmönnum í gær en alls stendur til að fækka starfsmönnum um 60. Mikill hiti var á fundinum og vildi fólk fá útskýringar. Helgi Seljan í Kastljósinu krafðist þess að fá svör frá útvarpsstjóranum. Á fundinum spurði sjónvarpsmaðurinn góðkunni útvarpsstjórann út í þær kenningar að þetta útspil væri í raun allt saman leikrit til að gefa ríkisstjórninni langt nef og sýna vald sitt. Páll brást hinn versti við og samkvæmt heimildum Vísis hundskammaði hann Helga í kjölfarið. Eftir fundinn sjálfan reyndi Helgi Seljan að nálgast Pál og spurði hann út í þessi hörðu viðbrögð. Páll brást ókvæða við spurningunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þar sem Páll segir: „Þú ættir að skammast þín, þú ert óþverri.“ Síðar heyrðist Páll kalla Helga skíthæl. Helgi svaraði því á þann veg að viðbrögð Páls væru barnaleg. Þá svaraði Páll um hæl: „Það er skárra að vera barn en skíthæll.“Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Sjá meira