Actavis tekur hóstasaft af markaði vegna misnotkunar Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2013 12:15 Myndasafn af Instagram eftir leitarorðinu #actavis. Actavis vinnur um þessar mundir að því að hætta sölu á hóstasaftinni Prometh á Bandaríkjamarkaði. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi lyfjaframleiðandans, staðfesti þetta í samtali við Vísi.Harmageddon fjallaði fyrst um málið í ágúst hér á Vísi. Orðið Actavis hefur hratt orðið slangurorð yfir vímugjafa en hóstasaft fyrirtækisins er orðin vinsæll drykkur í skemmtanalífi í Bandaríkjunum. Lyfið inniheldur kódín, sem er ópíatalyf sem hefur öflug verkjastillandi áhrif og veldur syfju, sljóleika og sælutilfinningu. Ef leitarorðið Actavis er slegið upp á YouTube má sjá hálfgerðan faraldur tengdan þessu fyrirbæri. Faraldurinn er ekki minni á Instagram myndasíðunni, en þar koma upp rúmlega 80 þúsund myndir ef leitað er eftir orðinu. Drykkurinn er meðal annars kallaður Purple drink, Sizzurp og Lean vestanhafs. Hann er samsuða af lyfseðilsskyldum hóstamixtúrum og svalandi gosdrykkjum og hefur síðustu árin orðið þekkt fyrirbæri í bandarískri hip hop senu. Rapparar vestra eru sammála um að Actavis bjóði bestu vöruna hvað þetta varðar. Áþekkir drykkir hafa einnig skotið upp kollinum hérlendis í skemmtanahaldi ungmenna eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá á dögunum. Margir tónlistarmenn hafa vottað íslensk-ættaða lyfjarisanum virðingu sína fyrir framleiðsluna, bæði í tónlist sinni og myndböndum eins og sjá má víða á netinu en hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn.Hér má sjá rapparana Crooked I og Niqle Nut dásama gæðin í Actavis hóstamixtúrunni: Meðal vinsælustu myndauppstillinganna á Instagram er hóstasaftin og kannabis. Hér er lagið Actavis með P.Bricks og MoneyBoyFli. Fjöldi ummæla eru fyrir neðan myndbandið á YouTube og eru þau langflest frá aðilum sem bjóða Actavis til sölu ásamt alls kyns eiturlyfjum. Áletrunin á merkimiða hóstasaftinnar er jafnvel prentuð á föt. Hér fyrir neðan er íslenskt lag með Gula drekanum þar sem sungið er: 'Ég vildi að ég ætti Actavis.' Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Actavis vinnur um þessar mundir að því að hætta sölu á hóstasaftinni Prometh á Bandaríkjamarkaði. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi lyfjaframleiðandans, staðfesti þetta í samtali við Vísi.Harmageddon fjallaði fyrst um málið í ágúst hér á Vísi. Orðið Actavis hefur hratt orðið slangurorð yfir vímugjafa en hóstasaft fyrirtækisins er orðin vinsæll drykkur í skemmtanalífi í Bandaríkjunum. Lyfið inniheldur kódín, sem er ópíatalyf sem hefur öflug verkjastillandi áhrif og veldur syfju, sljóleika og sælutilfinningu. Ef leitarorðið Actavis er slegið upp á YouTube má sjá hálfgerðan faraldur tengdan þessu fyrirbæri. Faraldurinn er ekki minni á Instagram myndasíðunni, en þar koma upp rúmlega 80 þúsund myndir ef leitað er eftir orðinu. Drykkurinn er meðal annars kallaður Purple drink, Sizzurp og Lean vestanhafs. Hann er samsuða af lyfseðilsskyldum hóstamixtúrum og svalandi gosdrykkjum og hefur síðustu árin orðið þekkt fyrirbæri í bandarískri hip hop senu. Rapparar vestra eru sammála um að Actavis bjóði bestu vöruna hvað þetta varðar. Áþekkir drykkir hafa einnig skotið upp kollinum hérlendis í skemmtanahaldi ungmenna eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá á dögunum. Margir tónlistarmenn hafa vottað íslensk-ættaða lyfjarisanum virðingu sína fyrir framleiðsluna, bæði í tónlist sinni og myndböndum eins og sjá má víða á netinu en hér fyrir neðan má sjá nokkur sýnishorn.Hér má sjá rapparana Crooked I og Niqle Nut dásama gæðin í Actavis hóstamixtúrunni: Meðal vinsælustu myndauppstillinganna á Instagram er hóstasaftin og kannabis. Hér er lagið Actavis með P.Bricks og MoneyBoyFli. Fjöldi ummæla eru fyrir neðan myndbandið á YouTube og eru þau langflest frá aðilum sem bjóða Actavis til sölu ásamt alls kyns eiturlyfjum. Áletrunin á merkimiða hóstasaftinnar er jafnvel prentuð á föt. Hér fyrir neðan er íslenskt lag með Gula drekanum þar sem sungið er: 'Ég vildi að ég ætti Actavis.'
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum