Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-24 | Haukar á toppinn Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 23. nóvember 2013 00:01 Haukar sigruðu ÍBV, 30-24, á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum punktum í hús. Eyjamenn áttu ágætis kafla í tvisvar í leiknum en það dugði ekki til gegn sterku Haukaliðið sem skellir sér á toppinn með sigrinum. Haukar byrjuð leikinn vel og voru þéttir í vörn. Varnarleikur heimamanna skilaði þeim góðum markvörslum frá Morkunas og hraðaupphlaupum. Eyjamenn áttu fá svör í upphafi leiks og heimamenn náðu forystu snemma í leiknum. Haukar komust í 4-1 á 4. mínútu en þá gáfu Eyjamenn í og áttu góðan kafla. Haukar voru að spila mjög vel en duttu niður á köflum og hleyptu ÍBV inn í leikinn á ný. Klaufagangur í sókninni hjá heimamönnum var dýr þar sem liðið spilaði öfluga vörn. Haukar voru með fimm marka forystu á 24. mínútu en þá kom dapur kafli hjá þeim og ÍBV skoraraði hvert markið á eftir öðru. Eyjamenn skoruðu fjögur mörk í röð undir lok hálfleiksins og staðan í hálfleik var 16-15, fyrir heimamönnum. Markvarslan og vörnin var alveg út á þekju síðustu fimm mínúturnar hjá Haukum. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi fyrstu tíu mínúturnar en þá settu heimamenn í lás í vörninni. Einar Ólafur Vilmundarsson var settur í ramman hjá Haukum og hann átti nokkrar mikilvægar markvörslur. Sóknaleikur Eyjamanna hrundi gjörsamlega á móti sterkri vörn Hauka á þessum kafla. Reynsluboltar eins og Elísas Már Halldórsson stigu upp fyrir heimamenn. Elías skoraði þrjú mörk í röð þegar að tíu mínútur voru eftir og fór langleiðina með sigurinn á ÍBV. Lengra komust gestirnir ekki í leiknum og Haukar unnu 30-24, sanngjarnan sigur og eru komnir í 1-2. sæti deildarinnar með nágrönnum sínum í FH. Þórður Rafn Guðmundsson átti virkilega góðan leik og skoraði sex mörk. Þórður kom sterkur inn fyrir Hauka á slæmum kafla hjá þeim í leiknum. Andri Heimir Friðriksson, stórskytta ÍBV, var bestur í liði gestanna og skoraði sjö mörk. Patrekur: Vörnin var grimm í dag„Ég er ánægður með sigur hérna í dag. Þetta var erfiður leikur og Eyjamenn búa alltaf yfir sérstökum krafti. Þrátt fyrir að Róbert sé ekki með sem er þeirra sterkasti maður. Þannig að þeir eru með sterkan hóp,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Vörnin hjá okkur var grimm í dag. Ég sá það strax í upphitun að það yrði í góðu lagi. Markvarslan hefði mátt vera betri í leiknum en ég veit að Morkunas kemur sterkur inn á móti FH.“ „Við vorum svolítið seinir tilbaka fannst mér. Í stöðunni 16-11 gerir ÍBV 4-0 kafla og við förum þannig inn í hálfleik. Það var pínu erfitt að tækla.“ „Það var dofi yfir báðum liðum fannst mér í dag en svona heilt yfir vorum við sterkari. Síðasta korterið áttum við alveg skuldlaust og kláruðum dæmið þar,“ sagði Patrekur Jóhannesson sáttur að lokum. Gunnar: Orðnir þreyttir í síðari hálfleik„Þetta var óþarfalega stórt tap. Við misstum þá of langt frá okkur hérna í lokin. Ég er samt sem áður ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það sem við lögðu upp með gekk vel í fyrri hálfleik, vantaði kannski aðeins upp á markvörsluna í fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik var komin þreyta í mannskapinn fannst mér. Það Komu tveir tíu mínútna kaflar sem við misstum aga bæði í vörn og sókn.“ „Haukarnir eru með sterkt lið og þeir voru fljótir að refsa okkur og náðu góðum kafla sem við náðum ekki að brúa,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við vorum aðeins einu marki undir í hálfleik eftir flottan kafla undir lok fyrri hálfleiks. En Haukarnir með alla þá reynslu og gæði kláruðu leikinn hérna í lokin,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Haukar sigruðu ÍBV, 30-24, á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum punktum í hús. Eyjamenn áttu ágætis kafla í tvisvar í leiknum en það dugði ekki til gegn sterku Haukaliðið sem skellir sér á toppinn með sigrinum. Haukar byrjuð leikinn vel og voru þéttir í vörn. Varnarleikur heimamanna skilaði þeim góðum markvörslum frá Morkunas og hraðaupphlaupum. Eyjamenn áttu fá svör í upphafi leiks og heimamenn náðu forystu snemma í leiknum. Haukar komust í 4-1 á 4. mínútu en þá gáfu Eyjamenn í og áttu góðan kafla. Haukar voru að spila mjög vel en duttu niður á köflum og hleyptu ÍBV inn í leikinn á ný. Klaufagangur í sókninni hjá heimamönnum var dýr þar sem liðið spilaði öfluga vörn. Haukar voru með fimm marka forystu á 24. mínútu en þá kom dapur kafli hjá þeim og ÍBV skoraraði hvert markið á eftir öðru. Eyjamenn skoruðu fjögur mörk í röð undir lok hálfleiksins og staðan í hálfleik var 16-15, fyrir heimamönnum. Markvarslan og vörnin var alveg út á þekju síðustu fimm mínúturnar hjá Haukum. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi fyrstu tíu mínúturnar en þá settu heimamenn í lás í vörninni. Einar Ólafur Vilmundarsson var settur í ramman hjá Haukum og hann átti nokkrar mikilvægar markvörslur. Sóknaleikur Eyjamanna hrundi gjörsamlega á móti sterkri vörn Hauka á þessum kafla. Reynsluboltar eins og Elísas Már Halldórsson stigu upp fyrir heimamenn. Elías skoraði þrjú mörk í röð þegar að tíu mínútur voru eftir og fór langleiðina með sigurinn á ÍBV. Lengra komust gestirnir ekki í leiknum og Haukar unnu 30-24, sanngjarnan sigur og eru komnir í 1-2. sæti deildarinnar með nágrönnum sínum í FH. Þórður Rafn Guðmundsson átti virkilega góðan leik og skoraði sex mörk. Þórður kom sterkur inn fyrir Hauka á slæmum kafla hjá þeim í leiknum. Andri Heimir Friðriksson, stórskytta ÍBV, var bestur í liði gestanna og skoraði sjö mörk. Patrekur: Vörnin var grimm í dag„Ég er ánægður með sigur hérna í dag. Þetta var erfiður leikur og Eyjamenn búa alltaf yfir sérstökum krafti. Þrátt fyrir að Róbert sé ekki með sem er þeirra sterkasti maður. Þannig að þeir eru með sterkan hóp,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Vörnin hjá okkur var grimm í dag. Ég sá það strax í upphitun að það yrði í góðu lagi. Markvarslan hefði mátt vera betri í leiknum en ég veit að Morkunas kemur sterkur inn á móti FH.“ „Við vorum svolítið seinir tilbaka fannst mér. Í stöðunni 16-11 gerir ÍBV 4-0 kafla og við förum þannig inn í hálfleik. Það var pínu erfitt að tækla.“ „Það var dofi yfir báðum liðum fannst mér í dag en svona heilt yfir vorum við sterkari. Síðasta korterið áttum við alveg skuldlaust og kláruðum dæmið þar,“ sagði Patrekur Jóhannesson sáttur að lokum. Gunnar: Orðnir þreyttir í síðari hálfleik„Þetta var óþarfalega stórt tap. Við misstum þá of langt frá okkur hérna í lokin. Ég er samt sem áður ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það sem við lögðu upp með gekk vel í fyrri hálfleik, vantaði kannski aðeins upp á markvörsluna í fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik var komin þreyta í mannskapinn fannst mér. Það Komu tveir tíu mínútna kaflar sem við misstum aga bæði í vörn og sókn.“ „Haukarnir eru með sterkt lið og þeir voru fljótir að refsa okkur og náðu góðum kafla sem við náðum ekki að brúa,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við vorum aðeins einu marki undir í hálfleik eftir flottan kafla undir lok fyrri hálfleiks. En Haukarnir með alla þá reynslu og gæði kláruðu leikinn hérna í lokin,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira