Stokkseyrarmálið: „Ég þori ekki að vera í Reykjavík“ Fanney Birna Jónsdóttir og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 9. desember 2013 18:09 Stefán Blackburn í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun mynd/gva Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann segist vera fluttur úr bænum þar sem hann þori ekki að vera í Reykjavík. Skýrslur voru teknar af sakborningunum í morgun, og fyrri manninum eftir hádegi. Þar var misþyrmingum lýst sem stóðu yfir í hálfan sólarhring en að þeim loknum var manninum sleppt. Rétt er að vara við eftirfarandi lýsingum. Hinn maðurinn lýsir því þegar sakborningarnir hringdu dyrabjöllu á heimili hans við Gullengi í Reykjavík og þóttust vera félagi hans. Hann segist hafa hleypt sakborningunum inn og þar hafi þeir verið þrír, Stefán Blackburn, Gísli Þór og Hinrik Geir. Þeir hafi ráðist á sig með kylfum og slegið sig í fæturna. Hann hafi þá gert sér grein fyrir því að sakborningarnir ætluðu að flytja sig annað og því hafi hann boðist til þess að fara sjálfviljugur með þeim. Hann segir þá hafa tekið af sér síma og lykla og að Stefán Blackburn hafi haldið hníf upp við síðu hans og sagt að hnífurinn færi inn ef hann reyndi að flýja. Honum hafi verið ekið að íbúðinni við Grýtubakka þar sem Stefán Logi Sívarsson hafi beðið þeirra „með ógnandi tilburði og hálf trítilóður“. Stefán Blackburn hafi farið út úr bílnum og Stefán Logi spurt „er þetta hann?“. Hann hafi næst byrjað að tala um hvað hann væri ófríður og gefið sér tvö eða þrjú kjaftshögg.Stefán Logi við skýrslutöku í morgun.mynd/gvaSegir að kveikt hafi verið í kynfærum sínum Maðurinn segir ákærðu hafa gengið með sér að íbúðinni, sem honum skilst að bróðir Stefáns Loga eigi. Þar hafi hitt fórnarlambið verið, bólginn að sjá og mjög hræddur. Stefán Logi hafi þá lagt það til að farið yrði með manninn til Hafnarfjarðar til föður Stefáns Loga. Stefán Logi hafi líka haft orð á því að binda ætti manninn „eins óþægilega og hægt væri“. Í Hafnarfirði hafi honum verið skellt á magann og hendur bundnar fyrir aftan bak og síðan fætur við hendur. Hann hafi verið „í hálfgerðu U-i á maganum“. „Stefán (Blackburn) sparkar eitthvað í mig. Síðan þegar ég búinn að vera þarna á gólfinu í smá stund þá er mér byrjað að verkja í axlinar, enda frekar óþægileg staða sem ég var í. Stefán (Blackburn) spyr hvort ég sé að reyna að sleppa, og segir að ég muni ekkert sleppa og sparkar í hnakkann á mér og líkamann. Þannig gengur þetta þangað til að Stefán Logi kemur. Þá fyrst hefst þetta fyrir alvöru, ofbeldið.“ Maðurinn lýsir því hvernig honum hafi verið snúið á hliðina. Þá hafi verið búið að losa fæturna frá en hendurnar hafi enn verið bundnar. „Þá ákveður hann að kveikja í mér. Stefán Logi stjórnar því en Stefán Blackburn sprautar rakspíra á axlirnar á mér. Þeir eru búnir að taka mig úr að ofan þarna og hann (Stefán Blackburn) ber síðan eld að.“ Maðurinn segir að Stefáni Loga hafi ekki fundist þetta nógu gott og hafi því skipað einhverjum að taka buxurnar niður um hann. „Stefán Logi reynir að gera eitthvað grín að kynfærum mínum, tekur rakspírann og sprautar yfir kynfærin og kveikir í. Þá fyrst sýni ég einhver alvöru viðbrögð, fer yfir á magann til að slökkva og þeir fara að berja mig.“Ringlaður af lyfjum Maðurinn segir högg hafa dunið á sér úr öllum áttum. Notaðar hafi verið kylfur og við það hafi brotnað tönn í honum og vörin farið í sundur. „Það var högg með skaftinu á einhverri kylfu sem Stefán Logi veitti mér. Stefán Blackburn notaði líka skaft á kylfu og hitti mig í augað. Þeir eru að öskra á mig þarna með að ég hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu Stefáns Loga. Hann er eitthvað að spyrja mig út í það og ég gekkst ekki við því. Þá heimtar hann að fá að fara inn á Facebook hjá mér. Hann fer þarna inn á og finnur ekki neitt, og þá vill hann komast inn á bankareikninginn. Ég segi honum að ég þurfi símann til þess því það þurfi auðkennisnúmer. Þeir voru ekki með símann þarna og fóru því ekki inn á bankareikninginn.“ Maðurinn segir Stefán Loga hafa slökkt í sígarettu á andlitinu á honum og stigið ofan á höfuð hans. „Hann sneri eins og hann væri að drepa í sígarettu ofan á andlitinu á mér.“ Þá hafi Stefán Blackburn verið með litlar vírklippur sem hann hafi sett reglulega í kringum hans og hótað að klippa. „Síðan ákveður Stefán Logi að ég eigi að gleypa einhverjar pillur sem hann er með í höndinni. Fulla lúku af mislitum pillum sem hann treður upp í mig og einhver af þeim réttir mér vatnsglas til að kyngja. Síðan halda höggin áfram. Stefán Logi segir Davíð að sprauta mig, og Davíð spyr hvernig hann eigi gera það. Stefán Logi segir honum að gera það í rassinn, og þá finn ég nál í stingast í rassinn á mér í gegnum gallabuxurnar.“ Maðurinn segir Stefán Blackburn hafa spurt sig hvort hann héldi að hann gæti brotið fót hans og hafi í kjölfarið slegið sig mjög fast fyrir neðan kálfann. „Þá var tekin ákvörðun um að fara með mig eitthvað inn á bað og láta mig stinga hausnum undir sturtuna og smúla mig.“ Hann segir föður Stefáns Loga hafa viljað að þeir færu. Hann hafi sagst „ekki þekkja þessa stelpu neitt, og segist ekki nenna að hlusta á þetta væl“. Þeir hafi sett skæri upp að rifnu vörinni og spurt hvort hann vildu að þeir klipptu hana af. „Ég er orðinn mjög ringlaður þarna af þessum lyfjum, og heyri Davíð segja að hann geti saumað þetta. Stefán Logi spyr hvort ég vilji fara í „einn á einn“ við hann. Ég segi „nei ég er hræddur við þig. Þarna er ég byrjaður að detta út, orðinn mjög ruglaður.“Davíð Freyr huldi andlit sitt í héraðsdómi.mynd/gva„Var búinn að sætta mig við að þetta væri búið“ Maðurinn segir Stefán Loga hafa gefið fyrirskipun um að fara ætti með hann á Stokkseyri. Hann segir Stefán Blackburn og Davíð hafa keyrt með sig í burtu. „Ég man að ég sat aftur í. Það var kominn dagur þarna. Síðan ranka ég við mér þegar við erum komnir út á Stokkseyri.“ Þar hafi ákærðu farið með sig inn í hús og inn í herbergi. Húsráðandi hafi verið á staðnum og hafi ekki litist á blikuna. „Þeir fara með mig og klæða mig úr öllum fötunum. Stefán (Blackburn) er að berja mig með belti og rafmagnssnúrum og eitthvað og þeir klæða mig í svartan ruslapoka, búnir að klippa út fyrir hendur og höfuð.“ Þá hafi þeir ýjað að því að hann myndi ekki eiga afturkvæmt, strekkt á hann mél „upp í kjaftinn og smellt að aftan“. Þeir hafi farið með hann undir húsið og bundið hann við burðarstólpa, þar sem þeir hafi skilið við hann í myrkrinu. „Ég var mjög ruglaður af lyfjunum, var alltaf að sjá einhverjar hreyfingar og ofsjónir. Á þessum tímapunkti var ég búinn að sætta mig við að þetta væri bara búið hjá mér.“ Maðurinn segist hafa tekið sjálfur af sér mélið og íhugað að flýja en húsráðandi hafi boðið sér að koma upp. Hann hafi sagt að ákærðu væru farnir í bæinn. „Hann hringdi í Davíð og spurði hvað hann ætti að gera, Davíð sagði að það ætti að sleppa mér en Stefán Blackburn var á bak við að öskra að það ætti ekki að sleppa mér.“ Húsráðandi leyfði manninum að fara í sturtu, og lét hann hafa „einhverja larfa til að fara í“, og safnaði saman klinki fyrir hann til að taka strætó í bæinn. Hann segist hafa fengið þau fyrirmæli að hann ætti að segjast „hafa lent í slagsmálum á sveitaballi“. Húsráðandi hafi skilið hann eftir á bensínstöð þar sem brotaþoli hafði samband við föður sinn, sem sótti hann síðan. „Pabbi vildi að ég færi beint á slysó, en ég var hræddur. Hélt að þeir væru kannski þar að bíða eftir mér. Ég fór inn að aftan á slysó af því ég var svo hræddur.“Aðalmeðferð Stokkseyrarmálsins fer fram í dag og á morgun.mynd/gvaÞurfti á sálfræðiaðstoð að halda Maðurinn segir upphaf atburðarásarinnar mega rekja til kynna hans af barnsmóður Stefáns Loga. Hann hafi byrjað að reyna að rukka sig um pening og sagt að hann skuldaði fimm milljónir fyrir að hafa sofið hjá henni. Verjandi Stefáns Loga spurði manninn hvort Stefán Logi hafi einhvern tímann komið í Gullengið. „Hann kom ekki með þeim að ná í mig,“ svaraði hann, en þegar hann hafi komið aftur í íbúðina hafi verið búið að taka vegabréfið sitt, sjónvarp og fleira. Þá segir verjandi Stefáns Loga að engin merki séu um brunasár í læknisvottorðum og um að kynfærahár hafi verið sviðin. Afleiðingar ofbeldisins segir maðurinn vera þær að rifnað hefði upp á milli kálfa og hásinar þegar hann fór síðar að stunda íþróttir. Þá sé hann með ör í andliti í vörinni, og fór hann upp að dómurunum til að sýna þeim það. Hann lýsir andlegu ástandi sínu í kjölfar árásarinnar. „Það er mjög óþægilegt að líða eins og maður þurfi að vera með augu í hnakkanum allan sólarhringinn,“ segir hann, en bætir því við að hann hafi fengið sálfræðiaðstoð. Þá hafi hann óttast frekari líkamsmeiðingar. Hann segir hótanir hafa borist eftir árásina um að hann yrði drepinn ef hann myndi kæra. Hann hafi einnig verið minntur á að bróðir Stefáns Loga væri ekki í fangelsi. „Ég er kominn úr bænum. Ég þori ekki að vera í Reykjavík,“ segir hann. Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Stokkseyrarmálið: Fórnarlamb segir misþyrmingarnar hafa staðið yfir í hálfan sólarhring Fær enn martraðir vegna árásarinnar. 9. desember 2013 16:21 Beiðni um fjölmiðlabann hafnað „Tæknin er komin fram úr lagaákvæðinu,“ segir dómari í Stokkseyrarmálinu. 9. desember 2013 14:37 Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Enn einn í varðhald vegna grófra árása Sjö manns hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nokkrum hrottafengnum líkamsárásarmálum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Ekki útilokað að fleiri verði handteknir. Eldfimum vökva var skvett á eitt fórnarlambið og eldur borinn að. 2. ágúst 2013 07:00 Íbúar á Stokkseyri skelkaðir Íbúar á Stokkseyri eru skelkaðir eftir að manni var haldið nauðugum í húsi bænum þar sem hann var pyntaður af ofbeldismönnum í sólarhring. "Sárgrætilegt og hræðilegur atburður", segir eigandi Shell skálans, þar sem maðurinn kom illa særður inn. 14. júlí 2013 14:45 Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. 12. júlí 2013 12:45 Enn leitað að Stefáni Loga Enn er verið að leita að Stefáni Loga Sívarssyni, sem er grunaður um frelsissviptingu og hrottalega líkamsárás. 12. júlí 2013 14:33 Vitnaleiðslur í Stokkseyrarmálinu: Árásin hafði „mikil áhrif, bæði andlega og líkamlega" 9. desember 2013 14:53 Faðir brotaþola: Árásin hafði mikil áhrif á soninn Vitnaleiðslur eru hafnar í Stokkseyrarmálinu en aðalmeðferð þess fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og á morgun. 9. desember 2013 15:26 Stefán Logi járnaður í Miðhúsaskógi Stefán Logi Sívarsson var handtekinn við sumarbústað í Miðhúsaskógi fyrir stundu. Sérsveit lögreglu stóð að handtökunni, en fimm lögreglubílar voru á staðnum og viðbúnaður mikill. 12. júlí 2013 22:10 Stunginn með notaðri sprautunál Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í grófum líkamsárásum og frelsissviptingum síðastliðið sumar, meðal annars í sumarbústað nálægt Stokkseyri. Rétt er að vara við lýsingum í þessari frétt. 5. október 2013 09:57 "Hefur aldrei komið til Stokkseyrar“ Stefán Logi Sívarsson, sem grunaður er um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu ungs manns, var yfirheyrður af lögreglu á laugardag. 15. júlí 2013 08:00 Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22 Stefán Logi áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni og tveimur öðrum sem eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 16. júlí 2013 22:31 Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Stefáni Loga Sívarsson,sem lögregla handtók í Miðhúsaskógi í gær, er meintur höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar. 13. júlí 2013 07:00 Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28 Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Fórnarlambið í svokölluðu Stokkseyrarmáli krefur kvalara sína um sex milljónir króna í bætur. Hann var bundinn við burðarbita í kjallara klukkustundum saman. 8. október 2013 07:00 Gæslulvarðhald framlengt yfir Stefáni Loga Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni til 2. október vegna aðildar að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 4. september 2013 11:57 Rannsaka líkamsárás á lykilvitni í Stokkseyrarmálinu Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Maðurinn sem fyrir árásinni varð er lykilvitni í Stokkseyrarmálinu svokallaða. 17. október 2013 18:30 Stefán Logi úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Stefán Logi Sívarsson var rétt í þessu úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. 13. júlí 2013 16:34 Neituðu sök á hrottafengnum líkamsárásum Þingfesting fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Stefáni Loga Sívarssyni og fjórum öðrum mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna. 15. október 2013 10:33 Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið honum nauðugum í um sólarhring og honum misþyrmt. 13. júlí 2013 18:53 Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma. 12. júlí 2013 19:04 Stefán áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni og öðrum manni var í dag framlengt um tvær vikur. 26. júlí 2013 21:45 Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga framlengt um fjórar vikur Miðast við að Stefán gangi ekki frjáls ferða sinna þar til málefni hans koma fyrir dómstóla. 16. ágúst 2013 14:08 Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu Lögregla leitar Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu, farið með hann til Stokkseyrar og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Að minnsta kosti tveir menn sitja í varðhaldi vegna málsins. 12. júlí 2013 08:45 Einn hinna grunuðu stakk af til Danmerkur Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og Stokkseyri. Hann kom til Íslands í lögreglufylgd eftir að hafa stungið af til Danmerkur. 6. september 2013 07:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Tekin var skýrsla af seinni manninum sem sætti misþyrmingum í Stokkseyrarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis. Hann segist vera fluttur úr bænum þar sem hann þori ekki að vera í Reykjavík. Skýrslur voru teknar af sakborningunum í morgun, og fyrri manninum eftir hádegi. Þar var misþyrmingum lýst sem stóðu yfir í hálfan sólarhring en að þeim loknum var manninum sleppt. Rétt er að vara við eftirfarandi lýsingum. Hinn maðurinn lýsir því þegar sakborningarnir hringdu dyrabjöllu á heimili hans við Gullengi í Reykjavík og þóttust vera félagi hans. Hann segist hafa hleypt sakborningunum inn og þar hafi þeir verið þrír, Stefán Blackburn, Gísli Þór og Hinrik Geir. Þeir hafi ráðist á sig með kylfum og slegið sig í fæturna. Hann hafi þá gert sér grein fyrir því að sakborningarnir ætluðu að flytja sig annað og því hafi hann boðist til þess að fara sjálfviljugur með þeim. Hann segir þá hafa tekið af sér síma og lykla og að Stefán Blackburn hafi haldið hníf upp við síðu hans og sagt að hnífurinn færi inn ef hann reyndi að flýja. Honum hafi verið ekið að íbúðinni við Grýtubakka þar sem Stefán Logi Sívarsson hafi beðið þeirra „með ógnandi tilburði og hálf trítilóður“. Stefán Blackburn hafi farið út úr bílnum og Stefán Logi spurt „er þetta hann?“. Hann hafi næst byrjað að tala um hvað hann væri ófríður og gefið sér tvö eða þrjú kjaftshögg.Stefán Logi við skýrslutöku í morgun.mynd/gvaSegir að kveikt hafi verið í kynfærum sínum Maðurinn segir ákærðu hafa gengið með sér að íbúðinni, sem honum skilst að bróðir Stefáns Loga eigi. Þar hafi hitt fórnarlambið verið, bólginn að sjá og mjög hræddur. Stefán Logi hafi þá lagt það til að farið yrði með manninn til Hafnarfjarðar til föður Stefáns Loga. Stefán Logi hafi líka haft orð á því að binda ætti manninn „eins óþægilega og hægt væri“. Í Hafnarfirði hafi honum verið skellt á magann og hendur bundnar fyrir aftan bak og síðan fætur við hendur. Hann hafi verið „í hálfgerðu U-i á maganum“. „Stefán (Blackburn) sparkar eitthvað í mig. Síðan þegar ég búinn að vera þarna á gólfinu í smá stund þá er mér byrjað að verkja í axlinar, enda frekar óþægileg staða sem ég var í. Stefán (Blackburn) spyr hvort ég sé að reyna að sleppa, og segir að ég muni ekkert sleppa og sparkar í hnakkann á mér og líkamann. Þannig gengur þetta þangað til að Stefán Logi kemur. Þá fyrst hefst þetta fyrir alvöru, ofbeldið.“ Maðurinn lýsir því hvernig honum hafi verið snúið á hliðina. Þá hafi verið búið að losa fæturna frá en hendurnar hafi enn verið bundnar. „Þá ákveður hann að kveikja í mér. Stefán Logi stjórnar því en Stefán Blackburn sprautar rakspíra á axlirnar á mér. Þeir eru búnir að taka mig úr að ofan þarna og hann (Stefán Blackburn) ber síðan eld að.“ Maðurinn segir að Stefáni Loga hafi ekki fundist þetta nógu gott og hafi því skipað einhverjum að taka buxurnar niður um hann. „Stefán Logi reynir að gera eitthvað grín að kynfærum mínum, tekur rakspírann og sprautar yfir kynfærin og kveikir í. Þá fyrst sýni ég einhver alvöru viðbrögð, fer yfir á magann til að slökkva og þeir fara að berja mig.“Ringlaður af lyfjum Maðurinn segir högg hafa dunið á sér úr öllum áttum. Notaðar hafi verið kylfur og við það hafi brotnað tönn í honum og vörin farið í sundur. „Það var högg með skaftinu á einhverri kylfu sem Stefán Logi veitti mér. Stefán Blackburn notaði líka skaft á kylfu og hitti mig í augað. Þeir eru að öskra á mig þarna með að ég hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu Stefáns Loga. Hann er eitthvað að spyrja mig út í það og ég gekkst ekki við því. Þá heimtar hann að fá að fara inn á Facebook hjá mér. Hann fer þarna inn á og finnur ekki neitt, og þá vill hann komast inn á bankareikninginn. Ég segi honum að ég þurfi símann til þess því það þurfi auðkennisnúmer. Þeir voru ekki með símann þarna og fóru því ekki inn á bankareikninginn.“ Maðurinn segir Stefán Loga hafa slökkt í sígarettu á andlitinu á honum og stigið ofan á höfuð hans. „Hann sneri eins og hann væri að drepa í sígarettu ofan á andlitinu á mér.“ Þá hafi Stefán Blackburn verið með litlar vírklippur sem hann hafi sett reglulega í kringum hans og hótað að klippa. „Síðan ákveður Stefán Logi að ég eigi að gleypa einhverjar pillur sem hann er með í höndinni. Fulla lúku af mislitum pillum sem hann treður upp í mig og einhver af þeim réttir mér vatnsglas til að kyngja. Síðan halda höggin áfram. Stefán Logi segir Davíð að sprauta mig, og Davíð spyr hvernig hann eigi gera það. Stefán Logi segir honum að gera það í rassinn, og þá finn ég nál í stingast í rassinn á mér í gegnum gallabuxurnar.“ Maðurinn segir Stefán Blackburn hafa spurt sig hvort hann héldi að hann gæti brotið fót hans og hafi í kjölfarið slegið sig mjög fast fyrir neðan kálfann. „Þá var tekin ákvörðun um að fara með mig eitthvað inn á bað og láta mig stinga hausnum undir sturtuna og smúla mig.“ Hann segir föður Stefáns Loga hafa viljað að þeir færu. Hann hafi sagst „ekki þekkja þessa stelpu neitt, og segist ekki nenna að hlusta á þetta væl“. Þeir hafi sett skæri upp að rifnu vörinni og spurt hvort hann vildu að þeir klipptu hana af. „Ég er orðinn mjög ringlaður þarna af þessum lyfjum, og heyri Davíð segja að hann geti saumað þetta. Stefán Logi spyr hvort ég vilji fara í „einn á einn“ við hann. Ég segi „nei ég er hræddur við þig. Þarna er ég byrjaður að detta út, orðinn mjög ruglaður.“Davíð Freyr huldi andlit sitt í héraðsdómi.mynd/gva„Var búinn að sætta mig við að þetta væri búið“ Maðurinn segir Stefán Loga hafa gefið fyrirskipun um að fara ætti með hann á Stokkseyri. Hann segir Stefán Blackburn og Davíð hafa keyrt með sig í burtu. „Ég man að ég sat aftur í. Það var kominn dagur þarna. Síðan ranka ég við mér þegar við erum komnir út á Stokkseyri.“ Þar hafi ákærðu farið með sig inn í hús og inn í herbergi. Húsráðandi hafi verið á staðnum og hafi ekki litist á blikuna. „Þeir fara með mig og klæða mig úr öllum fötunum. Stefán (Blackburn) er að berja mig með belti og rafmagnssnúrum og eitthvað og þeir klæða mig í svartan ruslapoka, búnir að klippa út fyrir hendur og höfuð.“ Þá hafi þeir ýjað að því að hann myndi ekki eiga afturkvæmt, strekkt á hann mél „upp í kjaftinn og smellt að aftan“. Þeir hafi farið með hann undir húsið og bundið hann við burðarstólpa, þar sem þeir hafi skilið við hann í myrkrinu. „Ég var mjög ruglaður af lyfjunum, var alltaf að sjá einhverjar hreyfingar og ofsjónir. Á þessum tímapunkti var ég búinn að sætta mig við að þetta væri bara búið hjá mér.“ Maðurinn segist hafa tekið sjálfur af sér mélið og íhugað að flýja en húsráðandi hafi boðið sér að koma upp. Hann hafi sagt að ákærðu væru farnir í bæinn. „Hann hringdi í Davíð og spurði hvað hann ætti að gera, Davíð sagði að það ætti að sleppa mér en Stefán Blackburn var á bak við að öskra að það ætti ekki að sleppa mér.“ Húsráðandi leyfði manninum að fara í sturtu, og lét hann hafa „einhverja larfa til að fara í“, og safnaði saman klinki fyrir hann til að taka strætó í bæinn. Hann segist hafa fengið þau fyrirmæli að hann ætti að segjast „hafa lent í slagsmálum á sveitaballi“. Húsráðandi hafi skilið hann eftir á bensínstöð þar sem brotaþoli hafði samband við föður sinn, sem sótti hann síðan. „Pabbi vildi að ég færi beint á slysó, en ég var hræddur. Hélt að þeir væru kannski þar að bíða eftir mér. Ég fór inn að aftan á slysó af því ég var svo hræddur.“Aðalmeðferð Stokkseyrarmálsins fer fram í dag og á morgun.mynd/gvaÞurfti á sálfræðiaðstoð að halda Maðurinn segir upphaf atburðarásarinnar mega rekja til kynna hans af barnsmóður Stefáns Loga. Hann hafi byrjað að reyna að rukka sig um pening og sagt að hann skuldaði fimm milljónir fyrir að hafa sofið hjá henni. Verjandi Stefáns Loga spurði manninn hvort Stefán Logi hafi einhvern tímann komið í Gullengið. „Hann kom ekki með þeim að ná í mig,“ svaraði hann, en þegar hann hafi komið aftur í íbúðina hafi verið búið að taka vegabréfið sitt, sjónvarp og fleira. Þá segir verjandi Stefáns Loga að engin merki séu um brunasár í læknisvottorðum og um að kynfærahár hafi verið sviðin. Afleiðingar ofbeldisins segir maðurinn vera þær að rifnað hefði upp á milli kálfa og hásinar þegar hann fór síðar að stunda íþróttir. Þá sé hann með ör í andliti í vörinni, og fór hann upp að dómurunum til að sýna þeim það. Hann lýsir andlegu ástandi sínu í kjölfar árásarinnar. „Það er mjög óþægilegt að líða eins og maður þurfi að vera með augu í hnakkanum allan sólarhringinn,“ segir hann, en bætir því við að hann hafi fengið sálfræðiaðstoð. Þá hafi hann óttast frekari líkamsmeiðingar. Hann segir hótanir hafa borist eftir árásina um að hann yrði drepinn ef hann myndi kæra. Hann hafi einnig verið minntur á að bróðir Stefáns Loga væri ekki í fangelsi. „Ég er kominn úr bænum. Ég þori ekki að vera í Reykjavík,“ segir hann.
Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Stokkseyrarmálið: Fórnarlamb segir misþyrmingarnar hafa staðið yfir í hálfan sólarhring Fær enn martraðir vegna árásarinnar. 9. desember 2013 16:21 Beiðni um fjölmiðlabann hafnað „Tæknin er komin fram úr lagaákvæðinu,“ segir dómari í Stokkseyrarmálinu. 9. desember 2013 14:37 Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14 Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45 Enn einn í varðhald vegna grófra árása Sjö manns hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nokkrum hrottafengnum líkamsárásarmálum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Ekki útilokað að fleiri verði handteknir. Eldfimum vökva var skvett á eitt fórnarlambið og eldur borinn að. 2. ágúst 2013 07:00 Íbúar á Stokkseyri skelkaðir Íbúar á Stokkseyri eru skelkaðir eftir að manni var haldið nauðugum í húsi bænum þar sem hann var pyntaður af ofbeldismönnum í sólarhring. "Sárgrætilegt og hræðilegur atburður", segir eigandi Shell skálans, þar sem maðurinn kom illa særður inn. 14. júlí 2013 14:45 Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. 12. júlí 2013 12:45 Enn leitað að Stefáni Loga Enn er verið að leita að Stefáni Loga Sívarssyni, sem er grunaður um frelsissviptingu og hrottalega líkamsárás. 12. júlí 2013 14:33 Vitnaleiðslur í Stokkseyrarmálinu: Árásin hafði „mikil áhrif, bæði andlega og líkamlega" 9. desember 2013 14:53 Faðir brotaþola: Árásin hafði mikil áhrif á soninn Vitnaleiðslur eru hafnar í Stokkseyrarmálinu en aðalmeðferð þess fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og á morgun. 9. desember 2013 15:26 Stefán Logi járnaður í Miðhúsaskógi Stefán Logi Sívarsson var handtekinn við sumarbústað í Miðhúsaskógi fyrir stundu. Sérsveit lögreglu stóð að handtökunni, en fimm lögreglubílar voru á staðnum og viðbúnaður mikill. 12. júlí 2013 22:10 Stunginn með notaðri sprautunál Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í grófum líkamsárásum og frelsissviptingum síðastliðið sumar, meðal annars í sumarbústað nálægt Stokkseyri. Rétt er að vara við lýsingum í þessari frétt. 5. október 2013 09:57 "Hefur aldrei komið til Stokkseyrar“ Stefán Logi Sívarsson, sem grunaður er um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu ungs manns, var yfirheyrður af lögreglu á laugardag. 15. júlí 2013 08:00 Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22 Stefán Logi áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni og tveimur öðrum sem eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 16. júlí 2013 22:31 Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Stefáni Loga Sívarsson,sem lögregla handtók í Miðhúsaskógi í gær, er meintur höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar. 13. júlí 2013 07:00 Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28 Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Fórnarlambið í svokölluðu Stokkseyrarmáli krefur kvalara sína um sex milljónir króna í bætur. Hann var bundinn við burðarbita í kjallara klukkustundum saman. 8. október 2013 07:00 Gæslulvarðhald framlengt yfir Stefáni Loga Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni til 2. október vegna aðildar að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 4. september 2013 11:57 Rannsaka líkamsárás á lykilvitni í Stokkseyrarmálinu Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Maðurinn sem fyrir árásinni varð er lykilvitni í Stokkseyrarmálinu svokallaða. 17. október 2013 18:30 Stefán Logi úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Stefán Logi Sívarsson var rétt í þessu úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. 13. júlí 2013 16:34 Neituðu sök á hrottafengnum líkamsárásum Þingfesting fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Stefáni Loga Sívarssyni og fjórum öðrum mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna. 15. október 2013 10:33 Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið honum nauðugum í um sólarhring og honum misþyrmt. 13. júlí 2013 18:53 Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma. 12. júlí 2013 19:04 Stefán áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni og öðrum manni var í dag framlengt um tvær vikur. 26. júlí 2013 21:45 Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga framlengt um fjórar vikur Miðast við að Stefán gangi ekki frjáls ferða sinna þar til málefni hans koma fyrir dómstóla. 16. ágúst 2013 14:08 Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu Lögregla leitar Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu, farið með hann til Stokkseyrar og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Að minnsta kosti tveir menn sitja í varðhaldi vegna málsins. 12. júlí 2013 08:45 Einn hinna grunuðu stakk af til Danmerkur Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og Stokkseyri. Hann kom til Íslands í lögreglufylgd eftir að hafa stungið af til Danmerkur. 6. september 2013 07:00 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Stokkseyrarmálið: Fórnarlamb segir misþyrmingarnar hafa staðið yfir í hálfan sólarhring Fær enn martraðir vegna árásarinnar. 9. desember 2013 16:21
Beiðni um fjölmiðlabann hafnað „Tæknin er komin fram úr lagaákvæðinu,“ segir dómari í Stokkseyrarmálinu. 9. desember 2013 14:37
Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. 7. desember 2013 21:14
Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu hefst í dag Fimm menn ákærðir fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 06:45
Enn einn í varðhald vegna grófra árása Sjö manns hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á nokkrum hrottafengnum líkamsárásarmálum. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Ekki útilokað að fleiri verði handteknir. Eldfimum vökva var skvett á eitt fórnarlambið og eldur borinn að. 2. ágúst 2013 07:00
Íbúar á Stokkseyri skelkaðir Íbúar á Stokkseyri eru skelkaðir eftir að manni var haldið nauðugum í húsi bænum þar sem hann var pyntaður af ofbeldismönnum í sólarhring. "Sárgrætilegt og hræðilegur atburður", segir eigandi Shell skálans, þar sem maðurinn kom illa særður inn. 14. júlí 2013 14:45
Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. 12. júlí 2013 12:45
Enn leitað að Stefáni Loga Enn er verið að leita að Stefáni Loga Sívarssyni, sem er grunaður um frelsissviptingu og hrottalega líkamsárás. 12. júlí 2013 14:33
Vitnaleiðslur í Stokkseyrarmálinu: Árásin hafði „mikil áhrif, bæði andlega og líkamlega" 9. desember 2013 14:53
Faðir brotaþola: Árásin hafði mikil áhrif á soninn Vitnaleiðslur eru hafnar í Stokkseyrarmálinu en aðalmeðferð þess fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og á morgun. 9. desember 2013 15:26
Stefán Logi járnaður í Miðhúsaskógi Stefán Logi Sívarsson var handtekinn við sumarbústað í Miðhúsaskógi fyrir stundu. Sérsveit lögreglu stóð að handtökunni, en fimm lögreglubílar voru á staðnum og viðbúnaður mikill. 12. júlí 2013 22:10
Stunginn með notaðri sprautunál Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í grófum líkamsárásum og frelsissviptingum síðastliðið sumar, meðal annars í sumarbústað nálægt Stokkseyri. Rétt er að vara við lýsingum í þessari frétt. 5. október 2013 09:57
"Hefur aldrei komið til Stokkseyrar“ Stefán Logi Sívarsson, sem grunaður er um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu ungs manns, var yfirheyrður af lögreglu á laugardag. 15. júlí 2013 08:00
Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga. 5. desember 2013 12:22
Stefán Logi áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni og tveimur öðrum sem eru grunaðir um aðild að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 16. júlí 2013 22:31
Grunaðir um minnst þrjár hrottafengnar líkamsárásir Stefáni Loga Sívarsson,sem lögregla handtók í Miðhúsaskógi í gær, er meintur höfuðpaur í hrottafengnu líkamsárásarmáli á Stokkseyri. Fjórir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hópurinn er grunaður um tvær árásir til viðbótar. 13. júlí 2013 07:00
Stefán Logi: „Ég var mjög illa haldinn andlega og líkamlega“ Aðalmeðferð hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stokkseyrarmálinu svokallaða í morgun, þar sem fimm menn eru ákærðir meðal annars fyrir frelsissviptingar og sérstaklega hættulegar líkamsárásir. 9. desember 2013 11:28
Fórnarlamb Stokkseyrarmálsins krefst sex milljóna í bætur Fórnarlambið í svokölluðu Stokkseyrarmáli krefur kvalara sína um sex milljónir króna í bætur. Hann var bundinn við burðarbita í kjallara klukkustundum saman. 8. október 2013 07:00
Gæslulvarðhald framlengt yfir Stefáni Loga Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í morgun gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Stefáni Loga Sívarssyni til 2. október vegna aðildar að minnst þremur alvarlegum líkamsárásarmálum. 4. september 2013 11:57
Rannsaka líkamsárás á lykilvitni í Stokkseyrarmálinu Lögregla rannsakar nú líkamsárás sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Maðurinn sem fyrir árásinni varð er lykilvitni í Stokkseyrarmálinu svokallaða. 17. október 2013 18:30
Stefán Logi úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Stefán Logi Sívarsson var rétt í þessu úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. 13. júlí 2013 16:34
Neituðu sök á hrottafengnum líkamsárásum Þingfesting fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli gegn Stefáni Loga Sívarssyni og fjórum öðrum mönnum fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, mannrán og langvinnar pyntingar um mánaðamót júní og júlí síðastliðinna. 15. október 2013 10:33
Lyfjum sprautað í fórnarlambið - neitar alfarið sök Stefáni er gefið að sök tvær líkamsárásir og er önnur þeirra árás á karlmann á þrítugsaldri, en honum var haldið honum nauðugum í um sólarhring og honum misþyrmt. 13. júlí 2013 18:53
Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening.hvern tíma. 12. júlí 2013 19:04
Stefán áfram í gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni og öðrum manni var í dag framlengt um tvær vikur. 26. júlí 2013 21:45
Gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga framlengt um fjórar vikur Miðast við að Stefán gangi ekki frjáls ferða sinna þar til málefni hans koma fyrir dómstóla. 16. ágúst 2013 14:08
Fórnarlamb mannráns með sár eftir svipuhögg á bakinu Lögregla leitar Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu, farið með hann til Stokkseyrar og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Að minnsta kosti tveir menn sitja í varðhaldi vegna málsins. 12. júlí 2013 08:45
Einn hinna grunuðu stakk af til Danmerkur Lögreglan handtók á dögunum enn einn mann, grunaðan um aðild að líkamsárásarmálinu sem kennt hefur verið við Stefán Loga Sívarsson og Stokkseyri. Hann kom til Íslands í lögreglufylgd eftir að hafa stungið af til Danmerkur. 6. september 2013 07:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent