María Guðmundsdóttir vann í dag alþjóðlegt svigmót í Geilo í Noregi en hún er ásamt fleira landsliðsfólki í alpagreinum stödd í Noregi til að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Sochi sem fara fram í byrjun næsta árs.
María varð í 2. sæti eftir fyrri ferðina en hún var þá 8/100 á eftir efstu stelpunni. María átti hinsvegar frábæra seinni ferð og tryggði sér glæsilegan sigur. Heimastelpan Benedicte Oseid Lyche varð í öðru sæti og önnur norsk stelpa, Tonje Healey Trulsrud, varð þriðja. Trulsrud varð fyrst eftir fyrri ferðina.
„María gaf allt í botn í seinni ferðina og var með langbesta tímann og vann mótið með tveimur sekúndum, sem er gríðarlega mikið," segir í fréttatilkynningu frá Skíðasambandi Íslands.
Þrjár aðrar íslenskar skíðakonur voru að keppa á þessu móti. Erla Ásgeirsdóttir endaði í 8.sæti annan daginn í röð. Helga María Vilhjálmsdóttir, sem var í 5.sæti eftir fyrri ferðina, náði ekki að klára seinni ferðina í dag og hætti keppni. Einnig keppti Auður Brynja Sölvadóttir, frá Akueyri, en hún endaði í 19.sæti.
María endaði í fimmta sæti á svigmóti á sama stað í gær en Helga María náði þá ekki að klára fyrri ferð og Erla varð eins og áður sagði í áttunda sæti.
María vann alþjóðlegt svigmót í Noregi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn