Ekkert samráð við sveitarfélög sem tapa milljörðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2013 12:49 Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar ríkisstjórnin ákvað að fella niður milljarða í skatttekjum þeirra með því að gefa algjört frelsi á útteikt séreignasparnaðar upp að 70 milljörðum króna. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar er tvíþætt. Rúmlega helmingurinn, 80 milljarðar króna, er fjármagnaður af ríkissjóði með hækkun bankaskatts á banka og fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Síðari hlutinn, 70 milljarðar króna, er greiddur með skattfrjálsri úttekt séreignasparnaðar. Þannig getur fólk tekið út séreignasparnað upp að einni og hálfri milljóna króna án þess að greiða af því skatt. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir tjóni sveitarfélaga vegna þessara aðgerða sem felast í töpuðum útsvarstekjum. Með þessu skattfrelsi er verið að taka drjúgan hluta tekna sveitarfélaga og eyða honum. Frá því var greint í Morgunblaðinu á fimmtudag að tekjutap hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga, næmi 24 milljörðum króna vegna þessarar aðgerðar. Þetta verða fimm milljarðar á árinu 2014 og sveitarfélögin verða af þremur milljörðum. Alls mun tekjutapið á þremur árum nema 24 milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.Ekkert samráðHafði ríkisstjórnin samráð við sveitarfélögin áður en ákvörðun var tekin um skattfrelsi? „Nei, það var ekki gert,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti sjálfstæðismanna komandi borgarstjórnarkosningum.Eru það eðlileg vinnubrögð? „Nei, við höfum undirstrikað hvað eftir annað að við viljum vera með í ráðum þegar verið er að taka stórar ákvarðanir.“Hvað er þetta mikið sem sveitarfélögin fara á mis við? „Við erum að tala um ansi marga milljarða eins og þetta lítur út í áætlunum. Að minnsta kosti einn og hálfur milljarður króna á næsta ári og svo auðvitað inn í framtíðina töluvert. Á móti kemur, sem ég vil taka skýrt fram, að við getum líka vænst þess að þessar aðgerðir hafi veltuaukandi áhrif og þar af leiðandi tekjuaukandi áhrif. Við þurfum að vega og meta það líka.“Auðvelt fyrir Bjarna Ben að taka upp símannÞað eru hæg heimatökin fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að hafa samband við þig. Þið eruð flokksbræður, en það var ekki gert? „Nei, ekki að þessu sinni. Við erum mjög óánægðir með það hjá Sambandi sveitarfélaga. Það skiptir auðvitað engu máli hvernig ríkisstjórnin er samansett. Við viljum hafa gott samband við ríkisstjórnir og það á að sjálfsögðu við um þessa.“ Halldór segist vænta þess að haft verði samband við SÍS við undirbúning lagafrumvarps um aðgerðir. „Við viljum vera með í ráðum. Við væntum þess að þær tekjur sem sveitarfélögin verða af verði bættar af hálfu ríkisins,“ segir Halldór. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar ríkisstjórnin ákvað að fella niður milljarða í skatttekjum þeirra með því að gefa algjört frelsi á útteikt séreignasparnaðar upp að 70 milljörðum króna. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar er tvíþætt. Rúmlega helmingurinn, 80 milljarðar króna, er fjármagnaður af ríkissjóði með hækkun bankaskatts á banka og fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Síðari hlutinn, 70 milljarðar króna, er greiddur með skattfrjálsri úttekt séreignasparnaðar. Þannig getur fólk tekið út séreignasparnað upp að einni og hálfri milljóna króna án þess að greiða af því skatt. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir tjóni sveitarfélaga vegna þessara aðgerða sem felast í töpuðum útsvarstekjum. Með þessu skattfrelsi er verið að taka drjúgan hluta tekna sveitarfélaga og eyða honum. Frá því var greint í Morgunblaðinu á fimmtudag að tekjutap hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga, næmi 24 milljörðum króna vegna þessarar aðgerðar. Þetta verða fimm milljarðar á árinu 2014 og sveitarfélögin verða af þremur milljörðum. Alls mun tekjutapið á þremur árum nema 24 milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.Ekkert samráðHafði ríkisstjórnin samráð við sveitarfélögin áður en ákvörðun var tekin um skattfrelsi? „Nei, það var ekki gert,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti sjálfstæðismanna komandi borgarstjórnarkosningum.Eru það eðlileg vinnubrögð? „Nei, við höfum undirstrikað hvað eftir annað að við viljum vera með í ráðum þegar verið er að taka stórar ákvarðanir.“Hvað er þetta mikið sem sveitarfélögin fara á mis við? „Við erum að tala um ansi marga milljarða eins og þetta lítur út í áætlunum. Að minnsta kosti einn og hálfur milljarður króna á næsta ári og svo auðvitað inn í framtíðina töluvert. Á móti kemur, sem ég vil taka skýrt fram, að við getum líka vænst þess að þessar aðgerðir hafi veltuaukandi áhrif og þar af leiðandi tekjuaukandi áhrif. Við þurfum að vega og meta það líka.“Auðvelt fyrir Bjarna Ben að taka upp símannÞað eru hæg heimatökin fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að hafa samband við þig. Þið eruð flokksbræður, en það var ekki gert? „Nei, ekki að þessu sinni. Við erum mjög óánægðir með það hjá Sambandi sveitarfélaga. Það skiptir auðvitað engu máli hvernig ríkisstjórnin er samansett. Við viljum hafa gott samband við ríkisstjórnir og það á að sjálfsögðu við um þessa.“ Halldór segist vænta þess að haft verði samband við SÍS við undirbúning lagafrumvarps um aðgerðir. „Við viljum vera með í ráðum. Við væntum þess að þær tekjur sem sveitarfélögin verða af verði bættar af hálfu ríkisins,“ segir Halldór.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira