Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 22-27 | Sannfærandi sigur hjá ÍBV Sigmar Sigfússon í Kaplakrika skrifar 8. desember 2013 14:00 Mynd/Daníel FH varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni er þeir töpuðu á heimavelli gegn Eyjamönnum, 22-27, í Olísdeild karla í handknattleik í dag.. ÍBV vann leikinn sanngjarnt og var yfir allan tímann.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Kaplakrika í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér fyrir ofan en það eru einnig nokkrar útvaldar hér fyrir neðan. Andri Heimir Friðriksson áttu enn einn stórleikinn fyrir ÍBV og skoraði sjö mörk eins og Magnús Stefánsson. Hjá FH-ingum var Andri Berg Haraldsson atkvæðamestur með sex mörk. Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH, varði tuttugu skot en það dugði ekki til. Eyjamenn byrjuðu betur og voru sterkari aðilinn allan leikinn. FH-ingar voru lengi í gang og gerðu sig seka um mörg sóknamistök á tímabili. Varnarleikur heimamanna var ekki góður á löngum köflum og Eyjmenn skoruðu nánast að vild. Varnarleikur ÍBV var til fyrirmyndar í dag og FH-ingar áttu í stökustu vandræðum að leysa sóknaleik sinn. Eyjamenn voru mun grimmari í öllum sínum aðgerðum og kjöldrógu FH-inga undir lokin. ÍBV náði fimm marka forystu á lokamínútunum og sigruðu leikinn því öruggt. FH-ingar voru ekki að spila vel í dag og vörn ÍBV neyddi þá í erfið skot sem Haukur Jónsson, markvörður ÍBV, var duglegur að verja. Haukur kom inn í mark Eyjamanna í síðari hálfleik og átti frábæran leik með tíu varða bolta. Ótrúlegt atvik átti sér stað þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Agnar Smári Jónsson, skytta Eyjamanna, skoraði þá mark frá miðju vallarins, stöngin inn. ÍBV kom sér upp í 3. sæti með sigrinum og er einu stigi á eftir FH en á leik til góða. Gunnar: Liðsheildin var frábær„Ég er ótrúlega ánægður og framlagið hjá strákunum var mjög gott hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leiknn. „Karakterinn í liðinu var stórkostlegur í dag og vinnusemin var einstök. Við vorum mjög agaðir og við höfum svo gaman af þessu. Það er ekkert gefið að Eyjamenn fái að spila handbolta á þessum árstíma. Það voru tvær vikur frá því að við spiluðum síðast og okkur var farið að hlakka til að spila,“ sagði Gunnar. „Haukur átti frábæra innkomu í markið hjá okkur í seinni hálfleik sem gerði gæfumuninn. Það hefur sýnt sig í vetur að ef við fáum markvörslu þá erum við mjög erfiðir því vörnin er góð. Þegar liðsheildin er svona að þá er erfitt að stoppa okkur.“ „Við ætlum að berjast um að komast í úrslitakeppnina og útlitið er gott núna. Það er framar vonum að vera liðið sem er búið tapa næstfæstum stigum núna um jólin. Það má ekki gleyma því að við eigum Róbert Aron inni. Ég verð líka að hrósa Sindra Haraldssyni sem er búinn að vera frábær í vörninni hjá okkur og bindir hana algjörlega saman. Hann er að vinna þessa skítavinnu og er duglegur að fá strákana með sér.“ Einar Andri: Skuldum stuðningsmönnum afsökunarbeiðni„Gríðarleg vonbrigði,“ voru fyrstu viðbrögð Einars Andra Einarssonar, þjálfara FH, eftir leikinn og hann bætti við: „Spilamennskan var afleidd í sextíu mínútur og ég held að við skuldum stuðningsmönnum okkar afsökunarbeiðni eftir þessa frammistöðu í dag.“ „Við erum að koma í veg fyrir að við séum að keppa um fyrsta sætið og verðum í samskeppni í vetur um sæti í úrslitakeppninni. Við hefðum getað komið okkur í góða stöðu en við höfðum greinilega ekki áhuga á því,“ sagði Einar. „Okkur tókst ekki að leysa góða vörn ÍBV og svo voru Eyjamenn erfiðir í sókninni í dag. Agaleysi varð okkur að falli, bæði í vörn og sókn.“ „Við þurfum að fara yfir okkar leik frá a-ö. Þurfum að fara yfir alla þætti í okkar leik og FH-iðið leit ekki vel út í dag, því miður,“ sagði Einar ósáttur í lokin.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
FH varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni er þeir töpuðu á heimavelli gegn Eyjamönnum, 22-27, í Olísdeild karla í handknattleik í dag.. ÍBV vann leikinn sanngjarnt og var yfir allan tímann.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Kaplakrika í dag og tók þessar skemmtilegu myndir sem má sjá hér fyrir ofan en það eru einnig nokkrar útvaldar hér fyrir neðan. Andri Heimir Friðriksson áttu enn einn stórleikinn fyrir ÍBV og skoraði sjö mörk eins og Magnús Stefánsson. Hjá FH-ingum var Andri Berg Haraldsson atkvæðamestur með sex mörk. Daníel Freyr Andrésson, markmaður FH, varði tuttugu skot en það dugði ekki til. Eyjamenn byrjuðu betur og voru sterkari aðilinn allan leikinn. FH-ingar voru lengi í gang og gerðu sig seka um mörg sóknamistök á tímabili. Varnarleikur heimamanna var ekki góður á löngum köflum og Eyjmenn skoruðu nánast að vild. Varnarleikur ÍBV var til fyrirmyndar í dag og FH-ingar áttu í stökustu vandræðum að leysa sóknaleik sinn. Eyjamenn voru mun grimmari í öllum sínum aðgerðum og kjöldrógu FH-inga undir lokin. ÍBV náði fimm marka forystu á lokamínútunum og sigruðu leikinn því öruggt. FH-ingar voru ekki að spila vel í dag og vörn ÍBV neyddi þá í erfið skot sem Haukur Jónsson, markvörður ÍBV, var duglegur að verja. Haukur kom inn í mark Eyjamanna í síðari hálfleik og átti frábæran leik með tíu varða bolta. Ótrúlegt atvik átti sér stað þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Agnar Smári Jónsson, skytta Eyjamanna, skoraði þá mark frá miðju vallarins, stöngin inn. ÍBV kom sér upp í 3. sæti með sigrinum og er einu stigi á eftir FH en á leik til góða. Gunnar: Liðsheildin var frábær„Ég er ótrúlega ánægður og framlagið hjá strákunum var mjög gott hérna í dag,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leiknn. „Karakterinn í liðinu var stórkostlegur í dag og vinnusemin var einstök. Við vorum mjög agaðir og við höfum svo gaman af þessu. Það er ekkert gefið að Eyjamenn fái að spila handbolta á þessum árstíma. Það voru tvær vikur frá því að við spiluðum síðast og okkur var farið að hlakka til að spila,“ sagði Gunnar. „Haukur átti frábæra innkomu í markið hjá okkur í seinni hálfleik sem gerði gæfumuninn. Það hefur sýnt sig í vetur að ef við fáum markvörslu þá erum við mjög erfiðir því vörnin er góð. Þegar liðsheildin er svona að þá er erfitt að stoppa okkur.“ „Við ætlum að berjast um að komast í úrslitakeppnina og útlitið er gott núna. Það er framar vonum að vera liðið sem er búið tapa næstfæstum stigum núna um jólin. Það má ekki gleyma því að við eigum Róbert Aron inni. Ég verð líka að hrósa Sindra Haraldssyni sem er búinn að vera frábær í vörninni hjá okkur og bindir hana algjörlega saman. Hann er að vinna þessa skítavinnu og er duglegur að fá strákana með sér.“ Einar Andri: Skuldum stuðningsmönnum afsökunarbeiðni„Gríðarleg vonbrigði,“ voru fyrstu viðbrögð Einars Andra Einarssonar, þjálfara FH, eftir leikinn og hann bætti við: „Spilamennskan var afleidd í sextíu mínútur og ég held að við skuldum stuðningsmönnum okkar afsökunarbeiðni eftir þessa frammistöðu í dag.“ „Við erum að koma í veg fyrir að við séum að keppa um fyrsta sætið og verðum í samskeppni í vetur um sæti í úrslitakeppninni. Við hefðum getað komið okkur í góða stöðu en við höfðum greinilega ekki áhuga á því,“ sagði Einar. „Okkur tókst ekki að leysa góða vörn ÍBV og svo voru Eyjamenn erfiðir í sókninni í dag. Agaleysi varð okkur að falli, bæði í vörn og sókn.“ „Við þurfum að fara yfir okkar leik frá a-ö. Þurfum að fara yfir alla þætti í okkar leik og FH-iðið leit ekki vel út í dag, því miður,“ sagði Einar ósáttur í lokin.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira