Fyrirtaka í Stokkseyramálinu svokallaða fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir hádegi í dag. Þar var tekist á um hvort sakborningum í málinu verði gert að víkja úr dómsal meðan á vitnaleiðslum stendur. Aðalmeðferð í málinu hefst á mánudag og standa yfir í þrjá daga.
Annar brotaþolanna fór fram á að ákærðu yrðu ekki viðstaddir vitnaleiðslurnar og kvað dómarinn upp þann dóm að svo yrði í Héraðsdómi í morgun.
Verjendur kærðu úrskurðinn og kröfðust þess að hann yrði felldur úr gildi. Það mun það því skýrast í dag eða á morgun hvort hann standist.
Í Stokkseyramálinu eru fimm menn eru ákærðir vegna frelsissviptingar og hrottalegra líkamsárása á tvo menn.
Báðir voru þeir numdir á brott í Reykjavík, haldið og þeir pyntaðir í húsum á höfuðborgarsvæðinu. Annar maðurinn náði að flýja eftir að hann hafði verið fluttur í hús á Stokkseyri.
Þannig komst upp um málið. Á þeim tíma var lýst var eftir Stefáni Loga Sívarssyni.
Hann er grunaður um að vera höfuðpaur í málinu. Þeir ákærðu eru Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson.
Ákærðu fá ekki að vera viðstaddir vitnaleiðslur
