Kári og Tinna badmintonfólk ársins 13. desember 2013 18:48 Kári og Tinna. Mynd/Badmintonsamband Íslands Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Tinnu Helgadóttur og Kára Gunnarsson badmintonmann og badmintonkonu ársins 2013. Kári er Íslandsmeistari í einliðaleik annað árið í röð en Kári er búsettur í Danmörku og kom til landsins til að keppa á Meistaramóti Íslands. Að auki hefur hann keppt hérlendis á TBR Opið og Meistaramóti TBR á árinu og unnið þau bæði. Þeir Atli Jóhannesson unnu einnig TBR Opið í tvíliðaleik karla. Kári er í A-landsliðinu í badminton. Hann keppti með landsliðinu fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í Rússlandi fyrr á þessu ári. Kári er mikilvægur í landsliði Íslands í badminton og spilar jafnan fyrsta einliðaleik karla. Hann hefur verið í unglingalandsliðum Íslands á undanförnum árum og spilaði fyrst með A-landsliðinu árið 2010, þá aðeins 19 ára gamall. Kári stóð sig best allra íslensku keppendanna í einliðaleik karla á síðasta Iceland International móti en mótið gefur stig á heimslista og er innan mótaraðar Badminton Europe. Þar komst hann í átta manna úrslit og vann meðal annars þriðja hæsta Kóreubúa á heimslista, Park Sung Min en sá fékk aðra röðun á heimsmeistaramóti unglinga 2008. Tinna varð tvöfaldur Íslandsmeistari í badminton á árinu 2013, í einliðaleik og tvíliðaleik með bróður sínum, Magnúsi Inga Helgasyni. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Tinnu í einliðaleik en síðast hampaði hún titlinum árið 2009. Hún hefur orðið sex sinnum Íslandsmeistari í tvenndarleik, árið 2005, 2008-2011 og 2013. Tinna keppti á einu öðru móti á Íslandi á árinu, Meistaramóti TBR. Þar keppti hún í tvíliðaleik og tvenndarleik og vann báðar greinar ásamt meðspilurum sínum. Tinna hefur spilað með danska liðinu Værløse á þessu ári. Hún er í aðalliði Værløse og hefur verið að spila með og á móti mörgum sterkustu badmintonspilurum heims en Værløse spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Tinna er í A-landsliðinu í badminton. Tinna hefur keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd um árabil og var þar áður í unglingalandsliðum Íslands. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira
Stjórn Badmintonsambands Íslands hefur valið Tinnu Helgadóttur og Kára Gunnarsson badmintonmann og badmintonkonu ársins 2013. Kári er Íslandsmeistari í einliðaleik annað árið í röð en Kári er búsettur í Danmörku og kom til landsins til að keppa á Meistaramóti Íslands. Að auki hefur hann keppt hérlendis á TBR Opið og Meistaramóti TBR á árinu og unnið þau bæði. Þeir Atli Jóhannesson unnu einnig TBR Opið í tvíliðaleik karla. Kári er í A-landsliðinu í badminton. Hann keppti með landsliðinu fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni landsliða í Rússlandi fyrr á þessu ári. Kári er mikilvægur í landsliði Íslands í badminton og spilar jafnan fyrsta einliðaleik karla. Hann hefur verið í unglingalandsliðum Íslands á undanförnum árum og spilaði fyrst með A-landsliðinu árið 2010, þá aðeins 19 ára gamall. Kári stóð sig best allra íslensku keppendanna í einliðaleik karla á síðasta Iceland International móti en mótið gefur stig á heimslista og er innan mótaraðar Badminton Europe. Þar komst hann í átta manna úrslit og vann meðal annars þriðja hæsta Kóreubúa á heimslista, Park Sung Min en sá fékk aðra röðun á heimsmeistaramóti unglinga 2008. Tinna varð tvöfaldur Íslandsmeistari í badminton á árinu 2013, í einliðaleik og tvíliðaleik með bróður sínum, Magnúsi Inga Helgasyni. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill Tinnu í einliðaleik en síðast hampaði hún titlinum árið 2009. Hún hefur orðið sex sinnum Íslandsmeistari í tvenndarleik, árið 2005, 2008-2011 og 2013. Tinna keppti á einu öðru móti á Íslandi á árinu, Meistaramóti TBR. Þar keppti hún í tvíliðaleik og tvenndarleik og vann báðar greinar ásamt meðspilurum sínum. Tinna hefur spilað með danska liðinu Værløse á þessu ári. Hún er í aðalliði Værløse og hefur verið að spila með og á móti mörgum sterkustu badmintonspilurum heims en Værløse spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Tinna er í A-landsliðinu í badminton. Tinna hefur keppt með landsliðinu fyrir Íslands hönd um árabil og var þar áður í unglingalandsliðum Íslands.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira