Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 24-18 | Hafnarfjarðarslagur í úrslitum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. desember 2013 11:03 Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH. FH mætir Haukum í úrslitum Flugleiðabikars karla í handbolta á morgun eftir að liðið lagði ÍBV 24-18 að velli í undanúrslitum í kvöld. FH var 12-8 yfir í hálfleik. Það var mikill hiti í mönnum sem rekja má að miklu leyti til þess þegar Andri Berg Haraldsson fékk rauða spjaldið strax á annarri mínútu leiksins, í fyrstu sókn ÍBV. Andri Heimir Friðriksson fellur harkalega til jarðar eftir viðskipti sín við Andra Berg, ekkert dæmt en ÍBV á innkast. Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, kemur inn á völlinn til að huga að sínum manni og notar tækifærið til að hella sér yfir dómara leiksins, allt annað en sáttur við Andra Berg og að ekkert skuli hafa verið dæmt. Þrátt fyrir að hafa ekkert dæmt í upphafi sýndu dómararnir Andra Berg rauða spjaldið og þá sauð á Einari Andra þjálfara FH og þetta smitaðist í leikmenn sem léku af enn meiri krafti og létu finna enn frekar fyrir sér. Mikill hraði var í leiknum en ekki var mikið skorað framan af. Ágúst Elí Björgvinsson unglingalandsliðsmarkvörður sem lék í marki FH í stað Daníels Freys Andréssonar sem er meiddur stal senunni. Ágúst Elí varði 12 skot í fyrri hálfleik sem gerir 60% markvörslu og FH var fjórum mörkum yfir eftir 30 mínútur 12-8. Hart var barist í seinni hálfleik þó harkan hafi ekki verið alveg sú sama og framan af leik. FH hélt frumkvæðinu og var yfir allan leikinn en það var ekki fyrr en síðustu fimm mínúturnar að úrslitin réðust. Það verður því Hafnarfjarðarslagur í Strandgötunni á morgun klukkan 15 þegar FH og Haukar mætast í úrslitaleiknum. Einar Andri: Höfum verið í hugarfarslegum æfingum„Við spiluðum frábæra vörn og Ágúst var frábær í markinu. Það er uppskrift af góðum sigri,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Það stigu allir upp og skiluðu sínu. Hugarfarið var mjög gott í dag. Við höfum rætt þegar sigurhugarfar sem við höfum tileinkað okkur síðustu árin í FH. Við megum ekkert slaka á í því og gefa eftir. Ef við erum ekki á fullu þá töpum við í þessari jöfnu deild. „Við höfum verið í hugarfarslegum æfingum frekar en handboltaæfingum síðustu vikuna og þær eru að skila sér,“ sagði Einar Andri sem var ekki sáttur við rauða spjaldið sem Andri Berg fékk í upphafi leiks. „Ég sá ekki brotið og man ekki hvort hann dæmdi eða ekki en mér fannst þeir ekki líklegir til að dæma neitt og við, þjálfarar og sjúkraþjálfarar höfum bara leyfi til að fara inn á völlinn til að huga að okkar leikmönnum. Við verðum að vera á bekknum til að reyna að tala við dómarann. Mér fannst þetta líta illa út og þess vegna varð ég mjög reiður að það skuli hafa komið rautt spjald upp úr þessu öllu eftir tvær mínútur. „Við vorum með hörku handboltamenn í dag og fullt af ungum strákum. Þeir spiluðu allir og stóðu sig mjög vel. Við erum með stóran hóp af leikmönnum og stóran hóp af ungum leikmönnum sem hafa verið að ná mjög góðum árangri. Það er gott fyrir þá að koma hér og sýna sig,“ sagði Einar Andri ungir leikmenn á við Ágúst Elí stigu upp í fjarveru lykilmanna. Arnar: Orkan var búin„Við spiluðum mjög góðan leik við FH um daginn og unnum þá. Sá leikur tók töluvert mikla orku og við spiluðum á færri mönnum en við ætluðum og hnjask hér og þar sem menn eru að berjast í gegnum,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara ÍBV. „Við Gunnar (Magnússon) töluðum um það okkar á milli fyrir leikinn að þetta yrði erfiðara fyrir okkur en þá,“ að Daníel Freyr Andrésson gæti ekki leikið með liði FH vegna meiðsla. „FH býr við það að það kemur frábær strákur í markið, hann er frábær í marki. Hann sýndi það heldur betur í kvöld að FH er ekki á flæðiskeri staddir með markmenn. Það var alls ekki vanmat. Við reyndum að búa strákana undir að þetta væri hörku markvörður og hann varði vel.“ Leikurinn var í járnum lengi vel og FH var lengi tveimur mörkum yfir 18-16. FH skoraði á undan í þeirri stöðu og þá má segja að björninn hafi verið unninn. „Markið lenti þeirra megin. Ef við hefðum skorað 17. markið hefði þetta kannski farið öðruvísi en mér fannst við vera orðnir vel þreyttir og orkan var að tæmast. FH náði að spila sína sókn þannig að við þurfum að hreyfa okkur mikið varnarlega og þetta er kannski í fyrsta skiptið sem við lendum í einhverjum vandamálum þar. Orkan var bara búin,“ sagði Arnar. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
FH mætir Haukum í úrslitum Flugleiðabikars karla í handbolta á morgun eftir að liðið lagði ÍBV 24-18 að velli í undanúrslitum í kvöld. FH var 12-8 yfir í hálfleik. Það var mikill hiti í mönnum sem rekja má að miklu leyti til þess þegar Andri Berg Haraldsson fékk rauða spjaldið strax á annarri mínútu leiksins, í fyrstu sókn ÍBV. Andri Heimir Friðriksson fellur harkalega til jarðar eftir viðskipti sín við Andra Berg, ekkert dæmt en ÍBV á innkast. Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, kemur inn á völlinn til að huga að sínum manni og notar tækifærið til að hella sér yfir dómara leiksins, allt annað en sáttur við Andra Berg og að ekkert skuli hafa verið dæmt. Þrátt fyrir að hafa ekkert dæmt í upphafi sýndu dómararnir Andra Berg rauða spjaldið og þá sauð á Einari Andra þjálfara FH og þetta smitaðist í leikmenn sem léku af enn meiri krafti og létu finna enn frekar fyrir sér. Mikill hraði var í leiknum en ekki var mikið skorað framan af. Ágúst Elí Björgvinsson unglingalandsliðsmarkvörður sem lék í marki FH í stað Daníels Freys Andréssonar sem er meiddur stal senunni. Ágúst Elí varði 12 skot í fyrri hálfleik sem gerir 60% markvörslu og FH var fjórum mörkum yfir eftir 30 mínútur 12-8. Hart var barist í seinni hálfleik þó harkan hafi ekki verið alveg sú sama og framan af leik. FH hélt frumkvæðinu og var yfir allan leikinn en það var ekki fyrr en síðustu fimm mínúturnar að úrslitin réðust. Það verður því Hafnarfjarðarslagur í Strandgötunni á morgun klukkan 15 þegar FH og Haukar mætast í úrslitaleiknum. Einar Andri: Höfum verið í hugarfarslegum æfingum„Við spiluðum frábæra vörn og Ágúst var frábær í markinu. Það er uppskrift af góðum sigri,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Það stigu allir upp og skiluðu sínu. Hugarfarið var mjög gott í dag. Við höfum rætt þegar sigurhugarfar sem við höfum tileinkað okkur síðustu árin í FH. Við megum ekkert slaka á í því og gefa eftir. Ef við erum ekki á fullu þá töpum við í þessari jöfnu deild. „Við höfum verið í hugarfarslegum æfingum frekar en handboltaæfingum síðustu vikuna og þær eru að skila sér,“ sagði Einar Andri sem var ekki sáttur við rauða spjaldið sem Andri Berg fékk í upphafi leiks. „Ég sá ekki brotið og man ekki hvort hann dæmdi eða ekki en mér fannst þeir ekki líklegir til að dæma neitt og við, þjálfarar og sjúkraþjálfarar höfum bara leyfi til að fara inn á völlinn til að huga að okkar leikmönnum. Við verðum að vera á bekknum til að reyna að tala við dómarann. Mér fannst þetta líta illa út og þess vegna varð ég mjög reiður að það skuli hafa komið rautt spjald upp úr þessu öllu eftir tvær mínútur. „Við vorum með hörku handboltamenn í dag og fullt af ungum strákum. Þeir spiluðu allir og stóðu sig mjög vel. Við erum með stóran hóp af leikmönnum og stóran hóp af ungum leikmönnum sem hafa verið að ná mjög góðum árangri. Það er gott fyrir þá að koma hér og sýna sig,“ sagði Einar Andri ungir leikmenn á við Ágúst Elí stigu upp í fjarveru lykilmanna. Arnar: Orkan var búin„Við spiluðum mjög góðan leik við FH um daginn og unnum þá. Sá leikur tók töluvert mikla orku og við spiluðum á færri mönnum en við ætluðum og hnjask hér og þar sem menn eru að berjast í gegnum,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara ÍBV. „Við Gunnar (Magnússon) töluðum um það okkar á milli fyrir leikinn að þetta yrði erfiðara fyrir okkur en þá,“ að Daníel Freyr Andrésson gæti ekki leikið með liði FH vegna meiðsla. „FH býr við það að það kemur frábær strákur í markið, hann er frábær í marki. Hann sýndi það heldur betur í kvöld að FH er ekki á flæðiskeri staddir með markmenn. Það var alls ekki vanmat. Við reyndum að búa strákana undir að þetta væri hörku markvörður og hann varði vel.“ Leikurinn var í járnum lengi vel og FH var lengi tveimur mörkum yfir 18-16. FH skoraði á undan í þeirri stöðu og þá má segja að björninn hafi verið unninn. „Markið lenti þeirra megin. Ef við hefðum skorað 17. markið hefði þetta kannski farið öðruvísi en mér fannst við vera orðnir vel þreyttir og orkan var að tæmast. FH náði að spila sína sókn þannig að við þurfum að hreyfa okkur mikið varnarlega og þetta er kannski í fyrsta skiptið sem við lendum í einhverjum vandamálum þar. Orkan var bara búin,“ sagði Arnar.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira