Stokkseyrarmálið: Verjandi ósáttur við gagnaframlagningu saksóknara Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. desember 2013 17:11 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Logi Sívarsson. Aðalmeðferð hélt áfram í Stokkseyrarmálinu í dag. Þinghaldið hófst á því að saksóknari bætti nýjum gögnum í málið, verjendum til mikillar óánægju. Um var að ræða 3 læknisvottorð vegna Stefáns Loga Sívarssonar, eins ákærðra í málinu, sem og mínútubrot úr yfirheyrslu yfir Stefáni í tengslum við annað mál, Ystaselsmálið, þar sem Stefán var fórnarlamb. Verjandi Stefáns mótmælti þessari framlagningu harðlega. Hann lét bóka þau sérstaklega og í samtali við Vísi var ekki annað að heyra en hann væri verulega ósáttur við þessi vinnubrögð saksóknara. „Eitt vottorðið er frá heila- og taugalækni sem Stefán hitti til að meta hvaða afleiðingum hann hefði orðið fyrir eftir árásina í Ystaseli. Annað hinna vottorðanna tengist því máli líka. Þarna er verið að leggja fram samtal læknis og sjúklings sem á ekki erindi við neinn annan. Þetta er gróft brot á friðhelgi einkalífs umbjóðanda míns,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Stefáns í samtali við Vísi. Myndskeiðið sem lagt var fram var aðeins afhent dómurum en ekki verjendum. Vilhjálmur er ekki síður óánægður með þau vinnubrögð saksóknara. „Þetta er í engu samræmi við lög um meðferð sakamála,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur vísar í ákvæði þar sem segir að óheimilt sé að leggja fram skjöl eða annars konar gögn ef þau hafa að geyma upplýsingar um einkahagi manns sem vitni hefur verið trúað fyrir í starfi sem læknir. Stefán Logi sagði í sinni skýrslu á mánudag, fyrsta degi aðalmeðferðarinnar, að hann hefði verið verið í þannig líkamlegu ástandi að hann hefði verið ófær um að beita nokkurn mann ofbeldi þegar árásirnar í Stokkseyrarmálinu áttu sér stað. Vísaði hann þar til meiðsla sem hann hlaut í Ystasels málinu. Hann bar einnig við minnisleysi í kjölfar áverka eftir þá árás. Saksóknari sagði að nýju gögnin myndu hrekja þessar fullyrðingar Stefáns Loga. Vilhjálmur bað um að verjendur fengju að ræða við dómara og saksóknara einslega eftir þinghaldið í dag og við þeirri bón var orðið. Ekki er ljóst hvað fór þar fram. Næsta þinghald í málinu var ákveðið þann 20. desember næstkomandi, en þá verður haldið áfram að yfirheyra vitni. Stokkseyrarmálið Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Aðalmeðferð hélt áfram í Stokkseyrarmálinu í dag. Þinghaldið hófst á því að saksóknari bætti nýjum gögnum í málið, verjendum til mikillar óánægju. Um var að ræða 3 læknisvottorð vegna Stefáns Loga Sívarssonar, eins ákærðra í málinu, sem og mínútubrot úr yfirheyrslu yfir Stefáni í tengslum við annað mál, Ystaselsmálið, þar sem Stefán var fórnarlamb. Verjandi Stefáns mótmælti þessari framlagningu harðlega. Hann lét bóka þau sérstaklega og í samtali við Vísi var ekki annað að heyra en hann væri verulega ósáttur við þessi vinnubrögð saksóknara. „Eitt vottorðið er frá heila- og taugalækni sem Stefán hitti til að meta hvaða afleiðingum hann hefði orðið fyrir eftir árásina í Ystaseli. Annað hinna vottorðanna tengist því máli líka. Þarna er verið að leggja fram samtal læknis og sjúklings sem á ekki erindi við neinn annan. Þetta er gróft brot á friðhelgi einkalífs umbjóðanda míns,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Stefáns í samtali við Vísi. Myndskeiðið sem lagt var fram var aðeins afhent dómurum en ekki verjendum. Vilhjálmur er ekki síður óánægður með þau vinnubrögð saksóknara. „Þetta er í engu samræmi við lög um meðferð sakamála,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur vísar í ákvæði þar sem segir að óheimilt sé að leggja fram skjöl eða annars konar gögn ef þau hafa að geyma upplýsingar um einkahagi manns sem vitni hefur verið trúað fyrir í starfi sem læknir. Stefán Logi sagði í sinni skýrslu á mánudag, fyrsta degi aðalmeðferðarinnar, að hann hefði verið verið í þannig líkamlegu ástandi að hann hefði verið ófær um að beita nokkurn mann ofbeldi þegar árásirnar í Stokkseyrarmálinu áttu sér stað. Vísaði hann þar til meiðsla sem hann hlaut í Ystasels málinu. Hann bar einnig við minnisleysi í kjölfar áverka eftir þá árás. Saksóknari sagði að nýju gögnin myndu hrekja þessar fullyrðingar Stefáns Loga. Vilhjálmur bað um að verjendur fengju að ræða við dómara og saksóknara einslega eftir þinghaldið í dag og við þeirri bón var orðið. Ekki er ljóst hvað fór þar fram. Næsta þinghald í málinu var ákveðið þann 20. desember næstkomandi, en þá verður haldið áfram að yfirheyra vitni.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent