Foreldrar á barnajólaballi: Ósáttir við klúrt jólalag Ingós Veðurguðs Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. desember 2013 11:17 Jólaballið var haldið í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar. Klúr útgáfa lagsins Hókí pókí í flutningi Ingós Veðurguðs féll ekki í kramið á barnajólaballi starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gær. Díana Hafsteinsdóttir er eitt foreldra sem voru á ballinu, sem haldið var í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar, og segir hún foreldra barnanna hafa verið sammála um að uppátækið hefði verið algjörlega óviðeigandi á barnaskemmtun. „Ingó söng skemmtileg jólalög sem allir kunna og þar á meðal Hókí pókí,“ segir Díana, sem tók þátt í fjörinu með fjögurra ára dóttur sinni. „Börnin sungu hástöfum með og foreldrarnir duglegir að syngja með og kenna börnunum hreyfingarnar. Það heyrðist svo greinilega þegar foreldrarnir tóku andköf þegar Ingó byrjaði að syngja: „Við setjum tillann inn og setjum tillann út, inn, út, inn, út og hristum hann svo til.““ Díana segir að dóttir sín hafi hætt að dansa, enda hafi hún ekki vitað hvaða hreyfingu hún ætti að gera. „Ég verð bara að segja að þetta sjokkeraði mig alveg gífurlega og alla þá foreldra sem ég hef talað við sem voru á staðnum,“ segir Díana, en hún telur að atvikið hafi verið tilraun til að vera fyndinn frekar en að þetta hafi verið óvart. „Svo hélt hann bara áfram eins og ekkert væri eftir tillasönginn og söng um „allan búkinn inn og allan búkinn út“.Greip fyrir eyru sonarins Maður sem vildi ekki láta nafns síns getið var einnig á jólaballinu og staðfestir hann orð Díönu. „Ég greip hálfpartinn fyrir eyrun á stráknum mínum,“ segir maðurinn. „Þetta er kannski ekki alveg við hæfi hjá strákgreyingu á barnakskemmtun. Það er voða skrýtið að heyra svona, dansandi í kringum jólatréð með börnin sín.“ Þá ræddi Vísir við konu sem var á ballinu með vinkonu sinni og dóttur hennar. „Það litu bara allir hver á aðra,“ segir konan, sem segir að foreldrarnir hefðu ekki verið ánægðir. „Flestir sem voru að dansa stoppuðu. Vinkona mín var til dæmis alls ekki ánægð. Krakkar auðvitað apa eftir öllu sem þau heyra.“ Allir viðmælendur Vísis voru þó sammála um að skemmtunin hefði verið mjög vel heppnuð fyrir utan þetta atvik. Ekki náðist í Ingó sjálfan við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Klúr útgáfa lagsins Hókí pókí í flutningi Ingós Veðurguðs féll ekki í kramið á barnajólaballi starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gær. Díana Hafsteinsdóttir er eitt foreldra sem voru á ballinu, sem haldið var í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar, og segir hún foreldra barnanna hafa verið sammála um að uppátækið hefði verið algjörlega óviðeigandi á barnaskemmtun. „Ingó söng skemmtileg jólalög sem allir kunna og þar á meðal Hókí pókí,“ segir Díana, sem tók þátt í fjörinu með fjögurra ára dóttur sinni. „Börnin sungu hástöfum með og foreldrarnir duglegir að syngja með og kenna börnunum hreyfingarnar. Það heyrðist svo greinilega þegar foreldrarnir tóku andköf þegar Ingó byrjaði að syngja: „Við setjum tillann inn og setjum tillann út, inn, út, inn, út og hristum hann svo til.““ Díana segir að dóttir sín hafi hætt að dansa, enda hafi hún ekki vitað hvaða hreyfingu hún ætti að gera. „Ég verð bara að segja að þetta sjokkeraði mig alveg gífurlega og alla þá foreldra sem ég hef talað við sem voru á staðnum,“ segir Díana, en hún telur að atvikið hafi verið tilraun til að vera fyndinn frekar en að þetta hafi verið óvart. „Svo hélt hann bara áfram eins og ekkert væri eftir tillasönginn og söng um „allan búkinn inn og allan búkinn út“.Greip fyrir eyru sonarins Maður sem vildi ekki láta nafns síns getið var einnig á jólaballinu og staðfestir hann orð Díönu. „Ég greip hálfpartinn fyrir eyrun á stráknum mínum,“ segir maðurinn. „Þetta er kannski ekki alveg við hæfi hjá strákgreyingu á barnakskemmtun. Það er voða skrýtið að heyra svona, dansandi í kringum jólatréð með börnin sín.“ Þá ræddi Vísir við konu sem var á ballinu með vinkonu sinni og dóttur hennar. „Það litu bara allir hver á aðra,“ segir konan, sem segir að foreldrarnir hefðu ekki verið ánægðir. „Flestir sem voru að dansa stoppuðu. Vinkona mín var til dæmis alls ekki ánægð. Krakkar auðvitað apa eftir öllu sem þau heyra.“ Allir viðmælendur Vísis voru þó sammála um að skemmtunin hefði verið mjög vel heppnuð fyrir utan þetta atvik. Ekki náðist í Ingó sjálfan við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira