Ekkert, Eggert Örn Bárður Jónsson skrifar 2. janúar 2013 06:00 Opið svarbréf til fv. formanns Nesklúbbsins, Eggerts Eggertssonar. Sakleysislegur samanburður minn á tekjum Nesklúbbsins sem ég tilheyri og tekjum Nesprestakalls þar sem ég þjóna virðist hafa valdið þér nokkru hugarangri. Lunginn í grein þinni er góð kynning á starfi klúbbsins en inngangurinn er lítið annað en misskilningur og þar örlar einnig á fordómum gagnvart kirkjunni. Ekkert í minni grein var hugsað sem gagnrýni á starf Nesklúbbsins og því kom það mér á óvart að þú skyldir bregðast við með þessum neikvæða hætti og nota tækifærið til að gagnrýna Þjóðkirkjuna, elstu þjónustustofnun þjóðarinnar, sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna tilheyrir. Ríkið í samkeppni við trúfélög Markmið mitt með greininni var að sýna fram á hvað rekstur annarrar stærstu sóknar í Reykjavík kostar í raun lítið. Samanburðurinn er Nesklúbbnum í hag því þar sést svart á hvítu hverju fámennur hópur getur áorkað sé brennandi áhugi fyrir hendi. Ég hefði einnig getað sýnt fram á að heildartekjur Nesprestakalls væru álíka miklar og laun fjögurra einstaklinga sem hver um sig hefur eina milljón á mánuði og þeir eru fleiri í þjóðfélaginu en margan grunar. Þú talar um ríkiskirkju og það sýnir að þú hefur ekki lesið greinar mínar af nógri athygli. Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir öll trúfélög, múslíma, ásatrúarmenn, bahá?í-söfnuðinn, aðventista, hvítasunnusöfnuði, söfnuði kaþólsku kirkjunnar, fríkirkjur af ýmsu tagi, Þjóðkirkjuna o.fl. Vilt þú þar með kalla þessi félög ríkistrúfélög vegna þjónustunnar sem ríkið veitir þeim? Þú gagnrýnir að börn séu skráð í trúfélög og verði að greiða sóknargjald til trúfélags þegar þau eldast. Skv. lögum tilheyra börn trúfélagi móður eða eru utan trúfélaga sé hún það. En hvað greiðslu varðar þá er það rangt að þau þurfi fullorðin að greiða til trúfélags gegn vilja sínum eins og sannast á þér sjálfum. Hér áður fyrr rann gjald þeirra sem kjósa að vera utan allra skráðra trúfélaga í sérstakan sjóð hjá Háskóla Íslands en þessu var breytt illu heilli af löggjafanum og rennur gjaldið nú í ríkissjóð. Ríkið er þar með komið í samkeppni við trúfélög í landinu. Gjaldið er sem nemur verði tveggja til þriggja kaffibolla á mánuði. Þá tel ég það jákvætt að fólki utan trúfélaga sé gert að greiða lítilræði til göfugra málefna eins og var gert með hinu eldra fyrirkomulagi en er andvígur núverandi kerfi. Kostnaðarsöm innheimta Börn eru oft skráð í íþróttafélög og fjöldi barna sem ég skíri í Vesturbænum er kominn í KR-búning áður en þau losna úr bleyju. Íþróttafélög fá gríðarlegar upphæðir úr opinberum sjóðum. Mörg stór íþróttamannvirki eru byggð af hinu opinbera en kirkjur af söfnuðunum sjálfum. Konurnar sem bökuðu og prjónuðu á 5. og 6. áratug liðinnar aldar og seldu afurðir sínar og karlarnir sem gáfu vinnu sína byggðu Neskirkju ásamt öðrum sóknarbörnum sem greiddu sitt félagsgjald. Þú segir: „Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið.“ Þessu er til að svara að Þjóðkirkjan og ríkið skildu árið 1997 er þau gerðu með sér samning þar um. Ríkið innheimtir að vísu áfram sóknargjöldin en tekur nú af þeim rúmlega 36% hlut. Það er ærið kostnaðarsöm innheimta svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Kirkjan gæti auðvitað séð um innheimtuna sjálf eða framselt hana til banka eins og Nesklúbburinn gerir. Þannig vinna félagasamtök gjarnan í dag. En þá spyr ég: Muntu þá segja að kirkjan verði á framfæri bankanna? Ég ítreka að í umræddum greinum mínum var ekkert sem túlka má sem gagnrýni á Nesklúbbinn, ekkert, Eggert! Ég óska þér farsældar á nýju ári. Við munum vonandi taka golfhring saman næsta sumar eins og oft áður og njóta útiveru á Nesinu innan um kríur og aðra fugla, fiðraða sem ófiðraða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Opið svarbréf til fv. formanns Nesklúbbsins, Eggerts Eggertssonar. Sakleysislegur samanburður minn á tekjum Nesklúbbsins sem ég tilheyri og tekjum Nesprestakalls þar sem ég þjóna virðist hafa valdið þér nokkru hugarangri. Lunginn í grein þinni er góð kynning á starfi klúbbsins en inngangurinn er lítið annað en misskilningur og þar örlar einnig á fordómum gagnvart kirkjunni. Ekkert í minni grein var hugsað sem gagnrýni á starf Nesklúbbsins og því kom það mér á óvart að þú skyldir bregðast við með þessum neikvæða hætti og nota tækifærið til að gagnrýna Þjóðkirkjuna, elstu þjónustustofnun þjóðarinnar, sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna tilheyrir. Ríkið í samkeppni við trúfélög Markmið mitt með greininni var að sýna fram á hvað rekstur annarrar stærstu sóknar í Reykjavík kostar í raun lítið. Samanburðurinn er Nesklúbbnum í hag því þar sést svart á hvítu hverju fámennur hópur getur áorkað sé brennandi áhugi fyrir hendi. Ég hefði einnig getað sýnt fram á að heildartekjur Nesprestakalls væru álíka miklar og laun fjögurra einstaklinga sem hver um sig hefur eina milljón á mánuði og þeir eru fleiri í þjóðfélaginu en margan grunar. Þú talar um ríkiskirkju og það sýnir að þú hefur ekki lesið greinar mínar af nógri athygli. Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir öll trúfélög, múslíma, ásatrúarmenn, bahá?í-söfnuðinn, aðventista, hvítasunnusöfnuði, söfnuði kaþólsku kirkjunnar, fríkirkjur af ýmsu tagi, Þjóðkirkjuna o.fl. Vilt þú þar með kalla þessi félög ríkistrúfélög vegna þjónustunnar sem ríkið veitir þeim? Þú gagnrýnir að börn séu skráð í trúfélög og verði að greiða sóknargjald til trúfélags þegar þau eldast. Skv. lögum tilheyra börn trúfélagi móður eða eru utan trúfélaga sé hún það. En hvað greiðslu varðar þá er það rangt að þau þurfi fullorðin að greiða til trúfélags gegn vilja sínum eins og sannast á þér sjálfum. Hér áður fyrr rann gjald þeirra sem kjósa að vera utan allra skráðra trúfélaga í sérstakan sjóð hjá Háskóla Íslands en þessu var breytt illu heilli af löggjafanum og rennur gjaldið nú í ríkissjóð. Ríkið er þar með komið í samkeppni við trúfélög í landinu. Gjaldið er sem nemur verði tveggja til þriggja kaffibolla á mánuði. Þá tel ég það jákvætt að fólki utan trúfélaga sé gert að greiða lítilræði til göfugra málefna eins og var gert með hinu eldra fyrirkomulagi en er andvígur núverandi kerfi. Kostnaðarsöm innheimta Börn eru oft skráð í íþróttafélög og fjöldi barna sem ég skíri í Vesturbænum er kominn í KR-búning áður en þau losna úr bleyju. Íþróttafélög fá gríðarlegar upphæðir úr opinberum sjóðum. Mörg stór íþróttamannvirki eru byggð af hinu opinbera en kirkjur af söfnuðunum sjálfum. Konurnar sem bökuðu og prjónuðu á 5. og 6. áratug liðinnar aldar og seldu afurðir sínar og karlarnir sem gáfu vinnu sína byggðu Neskirkju ásamt öðrum sóknarbörnum sem greiddu sitt félagsgjald. Þú segir: „Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið.“ Þessu er til að svara að Þjóðkirkjan og ríkið skildu árið 1997 er þau gerðu með sér samning þar um. Ríkið innheimtir að vísu áfram sóknargjöldin en tekur nú af þeim rúmlega 36% hlut. Það er ærið kostnaðarsöm innheimta svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Kirkjan gæti auðvitað séð um innheimtuna sjálf eða framselt hana til banka eins og Nesklúbburinn gerir. Þannig vinna félagasamtök gjarnan í dag. En þá spyr ég: Muntu þá segja að kirkjan verði á framfæri bankanna? Ég ítreka að í umræddum greinum mínum var ekkert sem túlka má sem gagnrýni á Nesklúbbinn, ekkert, Eggert! Ég óska þér farsældar á nýju ári. Við munum vonandi taka golfhring saman næsta sumar eins og oft áður og njóta útiveru á Nesinu innan um kríur og aðra fugla, fiðraða sem ófiðraða.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun