Við Pálína tókum til í hausnum á mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2013 06:00 Magnús Þór Gunnarsson. Magnús Þór Gunnarsson stórskytta út Keflavík, stundum kallaður Maggi Gun, stóð ekki undir nafni fyrstu tvo mánuði tímabilsins enda ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna. „Tímabilið byrjaði ömurlega hjá mér. Ég handarbrotnaði rétt fyrir mót og það var eiginlega allt í volli hjá mér. Það var ekki rosalega mikill áhugi hjá mér og ég var bara leiður," segir Magnús Þór en nú er aðra sögu að segja af kappanum og Keflavíkurliðinu sem er líklegt til afreka það sem eftir lifir tímabilsins. Keflvíkingar töpuðu fyrstu fimm leikjum tímabilsins og Magnús klikkaði á 32 af 42 þriggja stiga skotum sínum í þessum leikjum. Lágpunktur var þó örugglega í tveggja stiga tapi á heimavelli á móti KR þar sem hann klikkaði á öllum sjö skotum sínum og skoraði hvorki stig né gaf stoðsendingu á 31 mínútu.Nú skal ég byrja tímabilið mitt „Síðan lentum við á móti KR í 32-liða úrslitum bikarsins. Þá sagði ég við Sigga Ingimundar þjálfara: Nú skal ég byrja tímabilið mitt," segir Magnús sem skoraði 27 stig og sjö þrista í leiknum. Magnús hefur hækkað meðalskor sitt úr 8,6 stigum í leik í október og nóvember upp í 20,4 stig í leik í desember og janúar. „Það höfðu allir áhyggjur af mér en ég vissi alveg sjálfur að ég ætti að koma til baka. Þetta ræðst allt saman í febrúar og síðan í apríl eða maí. Það var því alveg nóg eftir af tímabilinu. Ef maður hefði gefist upp þá væri maður ekkert í þessu lengur. Maður er aðeins sterkari en þetta," segir Magnús en hann fékk líka góða hjálp á „heimavelli".Pálína á fimmtíu prósent í þessu „Ég á svo rosalega skemmtilega kærustu og hún hjálpaði mér heilmikið. Við fórum bara í gegnum þetta og ég er kominn í fínt form núna og á bara eftir að verða betri og betri þegar líður að úrslitakeppni. Eigum við ekki að segja að Pálína eigi fimmtíu prósent í þessu. Við Pálína tókum til hausnum á mér og þá fór maður að hitta," sagði Magnús um þátt kærustu sinnar, Pálína Gunnlaugsdóttur, í endurkomu sinni.Komnir með Keflavíkurkana Keflvíkingar hafa tvisvar sinnum þurft að skipta um Bandaríkjamann í vetur en Magnús er ánægður með þann nýjasta, Billy Baptist. Keflavík hefur unnið alla fjóra leiki sína frá því að hann mætti fyrst í Toyota-höllina. „Við erum núna komnir með liðið sem við ætluðum að vera með. Við skiptum um tvo Kana og það hefur alltaf áhrif líka. Nú erum við komnir með mann sem er svona Keflavíkurkani. Hann er með rétta viðhorfið, stæla og hefur mikið sjálfsálit," segir Magnús sem gerir sér líka grein fyrir mikilvægi sínu. „Ef ég spila eins og maður þá spilar liðið betur því það smitar út frá sér. Nú eru bara allir glaðir og hoppandi hamingja," segir Magnús og bætir við: „Við erum með hörkulið og stefnum á að vinna þennan titil. Eins og liðið hjá okkur er í dag þá eigum við hörkugóða möguleika," sagði Magnús.Fyrstur til að vinna þrisvar sinnum Magnús Þór Gunnarsson vann þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleiksins um síðustu helgi og var það í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. Magnús vann hana einnig árin 2005 og 2010 og er fyrstur í 25 ára sögu Stjörnuleiks KKÍ til að vera þrisvar sinnum þriggja stiga kóngur. Þekktar stórskyttur eins og Valur Ingimundarson (1989, 1990), Brenton Birmingham (2001, 2002), Teitur Örlygsson (1996, 2000), Jeb Ivey (2004, 2006) og Guðjón Skúlason höfðu allir unnið þriggja stiga keppni Stjörnuleiksins tvisvar sinnum. „Ég var alveg búinn að ákveða það að vinna þessa þriggja stiga keppni og þannig fór það bara," svaraði Magnús spurður um sigurinn í þriggja stiga keppninni um síðustu helgi. Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Magnús Þór Gunnarsson stórskytta út Keflavík, stundum kallaður Maggi Gun, stóð ekki undir nafni fyrstu tvo mánuði tímabilsins enda ískaldur fyrir utan þriggja stiga línuna. „Tímabilið byrjaði ömurlega hjá mér. Ég handarbrotnaði rétt fyrir mót og það var eiginlega allt í volli hjá mér. Það var ekki rosalega mikill áhugi hjá mér og ég var bara leiður," segir Magnús Þór en nú er aðra sögu að segja af kappanum og Keflavíkurliðinu sem er líklegt til afreka það sem eftir lifir tímabilsins. Keflvíkingar töpuðu fyrstu fimm leikjum tímabilsins og Magnús klikkaði á 32 af 42 þriggja stiga skotum sínum í þessum leikjum. Lágpunktur var þó örugglega í tveggja stiga tapi á heimavelli á móti KR þar sem hann klikkaði á öllum sjö skotum sínum og skoraði hvorki stig né gaf stoðsendingu á 31 mínútu.Nú skal ég byrja tímabilið mitt „Síðan lentum við á móti KR í 32-liða úrslitum bikarsins. Þá sagði ég við Sigga Ingimundar þjálfara: Nú skal ég byrja tímabilið mitt," segir Magnús sem skoraði 27 stig og sjö þrista í leiknum. Magnús hefur hækkað meðalskor sitt úr 8,6 stigum í leik í október og nóvember upp í 20,4 stig í leik í desember og janúar. „Það höfðu allir áhyggjur af mér en ég vissi alveg sjálfur að ég ætti að koma til baka. Þetta ræðst allt saman í febrúar og síðan í apríl eða maí. Það var því alveg nóg eftir af tímabilinu. Ef maður hefði gefist upp þá væri maður ekkert í þessu lengur. Maður er aðeins sterkari en þetta," segir Magnús en hann fékk líka góða hjálp á „heimavelli".Pálína á fimmtíu prósent í þessu „Ég á svo rosalega skemmtilega kærustu og hún hjálpaði mér heilmikið. Við fórum bara í gegnum þetta og ég er kominn í fínt form núna og á bara eftir að verða betri og betri þegar líður að úrslitakeppni. Eigum við ekki að segja að Pálína eigi fimmtíu prósent í þessu. Við Pálína tókum til hausnum á mér og þá fór maður að hitta," sagði Magnús um þátt kærustu sinnar, Pálína Gunnlaugsdóttur, í endurkomu sinni.Komnir með Keflavíkurkana Keflvíkingar hafa tvisvar sinnum þurft að skipta um Bandaríkjamann í vetur en Magnús er ánægður með þann nýjasta, Billy Baptist. Keflavík hefur unnið alla fjóra leiki sína frá því að hann mætti fyrst í Toyota-höllina. „Við erum núna komnir með liðið sem við ætluðum að vera með. Við skiptum um tvo Kana og það hefur alltaf áhrif líka. Nú erum við komnir með mann sem er svona Keflavíkurkani. Hann er með rétta viðhorfið, stæla og hefur mikið sjálfsálit," segir Magnús sem gerir sér líka grein fyrir mikilvægi sínu. „Ef ég spila eins og maður þá spilar liðið betur því það smitar út frá sér. Nú eru bara allir glaðir og hoppandi hamingja," segir Magnús og bætir við: „Við erum með hörkulið og stefnum á að vinna þennan titil. Eins og liðið hjá okkur er í dag þá eigum við hörkugóða möguleika," sagði Magnús.Fyrstur til að vinna þrisvar sinnum Magnús Þór Gunnarsson vann þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleiksins um síðustu helgi og var það í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni. Magnús vann hana einnig árin 2005 og 2010 og er fyrstur í 25 ára sögu Stjörnuleiks KKÍ til að vera þrisvar sinnum þriggja stiga kóngur. Þekktar stórskyttur eins og Valur Ingimundarson (1989, 1990), Brenton Birmingham (2001, 2002), Teitur Örlygsson (1996, 2000), Jeb Ivey (2004, 2006) og Guðjón Skúlason höfðu allir unnið þriggja stiga keppni Stjörnuleiksins tvisvar sinnum. „Ég var alveg búinn að ákveða það að vinna þessa þriggja stiga keppni og þannig fór það bara," svaraði Magnús spurður um sigurinn í þriggja stiga keppninni um síðustu helgi.
Dominos-deild karla Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira