Formaður ÍSÍ segir vitlaust gefið á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2013 07:45 Hin mikla afrekskona, Ragna Ingólfsdóttir, er nýhætt í afreksíþróttum og stóð uppi slipp og snauð. Þrátt fyrir aukið framlag ríkissjóðs í Afrekssjóð ÍSÍ á íslenskt afreksíþróttafólk enn langt í land í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ í gær en þá var tilkynnt um úthlutanir úr Afrekssjóðnum. Það afreksfólk sem ákveður að helga sig íþrótt sinni í þeirri viðleitni að ná sem lengst á heimsvísu, verður sjálft að sjá fyrir framfærslu sinni. Eins og síðustu ár er framlag úr Afrekssjóði ÍSÍ nánast eingöngu ætlað til að endurgreiða útlagðan kostnað vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Fram kom á fundinum í gær að núverandi styrkveitingar dygðu ekki einu sinni til þess í langflestum tilvikum. Þegar ferlinum lýkur blasir því ekki annað við fyrir íþróttafólkið en að byrja á núllpunkti – og líklega skuldugt þar að auki. Áunnin réttindi, til dæmis hvað varðar lífeyri og fæðingarorlof, eru engin. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að núverandi fjárhagur íþróttahreyfingarinnar bjóði ekki upp á breytingar í þessum efnum. „Það er enn fjarlægur draumur að geta boðið afreksfólki okkar upp á að geta stundað íþrótt sína án þess að hafa áhyggjur af slíkum málum. Núverandi framlag býður ekki upp á það," sagði Líney. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, segir forystu íþróttahreyfingarinnar meðvitaða um vandann. „Við höfum fjallað um þetta og tekið málið upp með ríkisvaldinu með reglulegu millibili. Ég hef farið víða og rætt við kollega í Evrópu þar sem þessum málum er öðruvísi farið." Þeir sem sátu fyrir svörum á fundinum í gær voru spurðir hvort þeir bæru sig saman við aðra málaflokka, til dæmis listamannalaun sem hafa verið til umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. „Við höfum ekki viljað stilla þessu upp sem andstæðum," sagði Ólafur. „En ég neita því ekki að það væri óskandi að okkar afreksfólk væri stutt með sambærilegum hætti, án þess að taka neitt frá öðrum. Mér er ljóst að það er vitlaust gefið á Íslandi." Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
Þrátt fyrir aukið framlag ríkissjóðs í Afrekssjóð ÍSÍ á íslenskt afreksíþróttafólk enn langt í land í baráttu sinni fyrir bættum kjörum. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ í gær en þá var tilkynnt um úthlutanir úr Afrekssjóðnum. Það afreksfólk sem ákveður að helga sig íþrótt sinni í þeirri viðleitni að ná sem lengst á heimsvísu, verður sjálft að sjá fyrir framfærslu sinni. Eins og síðustu ár er framlag úr Afrekssjóði ÍSÍ nánast eingöngu ætlað til að endurgreiða útlagðan kostnað vegna keppnis- og æfingaferðalaga. Fram kom á fundinum í gær að núverandi styrkveitingar dygðu ekki einu sinni til þess í langflestum tilvikum. Þegar ferlinum lýkur blasir því ekki annað við fyrir íþróttafólkið en að byrja á núllpunkti – og líklega skuldugt þar að auki. Áunnin réttindi, til dæmis hvað varðar lífeyri og fæðingarorlof, eru engin. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að núverandi fjárhagur íþróttahreyfingarinnar bjóði ekki upp á breytingar í þessum efnum. „Það er enn fjarlægur draumur að geta boðið afreksfólki okkar upp á að geta stundað íþrótt sína án þess að hafa áhyggjur af slíkum málum. Núverandi framlag býður ekki upp á það," sagði Líney. Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, segir forystu íþróttahreyfingarinnar meðvitaða um vandann. „Við höfum fjallað um þetta og tekið málið upp með ríkisvaldinu með reglulegu millibili. Ég hef farið víða og rætt við kollega í Evrópu þar sem þessum málum er öðruvísi farið." Þeir sem sátu fyrir svörum á fundinum í gær voru spurðir hvort þeir bæru sig saman við aðra málaflokka, til dæmis listamannalaun sem hafa verið til umræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. „Við höfum ekki viljað stilla þessu upp sem andstæðum," sagði Ólafur. „En ég neita því ekki að það væri óskandi að okkar afreksfólk væri stutt með sambærilegum hætti, án þess að taka neitt frá öðrum. Mér er ljóst að það er vitlaust gefið á Íslandi."
Innlendar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira