Safnar peningum á Kickstarter 31. janúar 2013 07:00 Söfnunarherferð Bjarkar á Kickstarter.com er hafin. Björk Guðmundóttir hefur sett af stað herferð á síðunni Kickstarter.com til að safna peningum fyrir margmiðlunarverkefni sitt, Biophilia. Hún vill að Biophilia-öppin verði aðgengileg fyrir stýrikerfin Windows 8, Android og Macintosh. Alls vonast hún til að safna rúmum 75 milljónum króna. Björk sagði í viðtali við Fréttablaðið í fyrra að það stæði til að safna í gegnum Kickstarter og núna er það orðið að veruleika. „Þetta kostar svo rosalega mikið. Við vildum gera þetta strax í byrjun en gátum það ekki vegna þess að þetta var svo dýrt. Við hefðum þurft átta forritara í sex mánuði til að gera þetta," sagði hún í viðtalinu. Biophilia-öppin hafa hingað til verið aðgengileg fyrir iPhone, iPad og iPod. Þau eru hönnuð þannig að börn geta lært meira um vísindi og tónlist. „Verkefnið hefur gengið vel í mörgum borgum og vakið athygli hjá börnum og kennurum úti um allan heim, allt frá Suður-Ameríku til Austur-Asíu og Afríku," sagði Björk í yfirlýsingu sinni. „Mestur áhuginn hefur komið frá nemendum frá tekjulágum heimilum og skólum sem hafa úr litlu fjármagni að moða fyrir listnám. Eina leiðin til að færa þetta verkefni til þessa fólks var að endurhanna Biophilia fyrir Android og Windows 8," sagði tónlistarkonan. Þeir sem taka þátt í söfnuninni á Kickstarter fá sjálfir eitthvað fyrir sinn snúð, þar á meðal Biophilia-öpp, stuttermaboli og heimildarmynd á DVD um Biophilia. Þeir sem láta mestan pening af hendi rakna geta fengið miða á Biophilia-tónleika Bjarkar sem verða haldnir í París, San Francisco, Los Angeles og Tókýó á þessu ári. Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Björk Guðmundóttir hefur sett af stað herferð á síðunni Kickstarter.com til að safna peningum fyrir margmiðlunarverkefni sitt, Biophilia. Hún vill að Biophilia-öppin verði aðgengileg fyrir stýrikerfin Windows 8, Android og Macintosh. Alls vonast hún til að safna rúmum 75 milljónum króna. Björk sagði í viðtali við Fréttablaðið í fyrra að það stæði til að safna í gegnum Kickstarter og núna er það orðið að veruleika. „Þetta kostar svo rosalega mikið. Við vildum gera þetta strax í byrjun en gátum það ekki vegna þess að þetta var svo dýrt. Við hefðum þurft átta forritara í sex mánuði til að gera þetta," sagði hún í viðtalinu. Biophilia-öppin hafa hingað til verið aðgengileg fyrir iPhone, iPad og iPod. Þau eru hönnuð þannig að börn geta lært meira um vísindi og tónlist. „Verkefnið hefur gengið vel í mörgum borgum og vakið athygli hjá börnum og kennurum úti um allan heim, allt frá Suður-Ameríku til Austur-Asíu og Afríku," sagði Björk í yfirlýsingu sinni. „Mestur áhuginn hefur komið frá nemendum frá tekjulágum heimilum og skólum sem hafa úr litlu fjármagni að moða fyrir listnám. Eina leiðin til að færa þetta verkefni til þessa fólks var að endurhanna Biophilia fyrir Android og Windows 8," sagði tónlistarkonan. Þeir sem taka þátt í söfnuninni á Kickstarter fá sjálfir eitthvað fyrir sinn snúð, þar á meðal Biophilia-öpp, stuttermaboli og heimildarmynd á DVD um Biophilia. Þeir sem láta mestan pening af hendi rakna geta fengið miða á Biophilia-tónleika Bjarkar sem verða haldnir í París, San Francisco, Los Angeles og Tókýó á þessu ári.
Tónlist Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“